Réttur


Réttur - 01.02.1919, Side 12

Réttur - 01.02.1919, Side 12
14 Réttur. Lítum niður í hásetaklefa fiskiskipanna okkar, eða í hóp sjómanna á landlegudegi. Hvað heyrum við þar? — Klúrt orðbragð, ruddaleg ávörp, efnislítið hjal um daginn og veg- inn. Þegar best lætur segir einhver úr hópnum frá svaðil- förum í siglingum, og aðrir hlýða á, sér til ánægju. Eða þeir hælast um framkomu sína við kaupmanninn og fína fólkið í kaupstaðnum. Pekkjum við ekki fiskverkunarkon- urnar, skrafið þeirra við þvottakörin og fiskstaflana, eða þá hjalið síldarstúlknanna við kaísana? Finst okkur það ekki bera vott um þröngan eða lítið heflaðan hugsunarhátt? Vit- um við ekki hvað helst ber á góma hjá bændunum í sveit- inni, þegar þeir hittast á mannamótum? Oftast er það eitt- hvað um búskapinn og sveitarhagina, annað finst þeim sjaldan að þeir þurfi að ræða sín á milli. Við vitum líka um hefð- arkonurnar í kaupstöðunum. Yfir borðum, alsettum dýrind- iskræsingum, spjalla þær af miklum móð um dýrtíðina og vandræðin, og þess á milli hnígur samtalið að húshaldinu hjá nágrannakonunum og vinnukonuvandræðunum hjá þeim sjálfum. Og ungu stúlkurnar, sem alast upp í kaupstöðun- um. Fegar eg nefni þær, dettur mér í hug það, sem einn af okkar mestu mentamönnum sagði við fróðleiksfúsa sveita- stúlku, er hún var að miklast yfir því, hvað það gæti verið ment- andi að eiga heima í höfuðstaðnum: »Oh, eg veit ekki,« sagði hann. »Eg held að allur fjöldinn verði ósköp heimsk- ur af að vera hérna. Talið þér bara við ungu stúlkurnar hérna í Reykjavík. Vitið þér hvað þær eiginlega ge(a talað um. — Jú, skemtanirnar, skautaferðirnar, hver hafi fylgt þeim heim af síðasta dansleik og hvernig þær eigi að vera búnar á þeim næsta. Annað er það ekki.« — Skólapiltarnir tala um vitleysurnar, sem þessi eða hinn hafi sagt við yfirheyrsl- una, um lexíulestur og prófhorfur, og svo, þegar lengst er hugsað fram í tímann, þá er verið að bollaleggja hvað mað- ur eigi að verða, til þess að hafa nú eitthvað upp úr allri skólasetunni. Við þekkjum alla þesáa flokka, líka hér á landi, og ótal marga aðra. — Rekkjum þá segi eg. — Ef við erum þá ekki

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.