Réttur - 01.02.1926, Side 106
108 KOMMUNISMINN OG BÆNDUR [Rjettur
Hvernig verður þá samvinnu verkamanna og bænda háttað
eftir að þeir hafa tekið völdin?
Kenningin um samvinnu þessara stjetta er verk foringjans
mikla Lenins. Vjer skulum athuga hvernig hún hefur verið
framkvæmd í Rússlandi.
Árið 1861 losaði Rússakeisari bændur sína við átthagabandið
illræmda — í orði kveðnu — sannarlega í orði kveðnu.
Bændur urðu að borga landsdrottnum sfnum landskika þá, er
þeir sátu á, afarverði og risu ekki undir skuldabyrðinni, ella
voru þeir flæmdir burtu. Nú var síður en svo, að þeir bændur
yrðu sjálfstæðir, sem eignuðust landsskika þessa, því þeir
nægðu hvergi nærri til að framfleyta lífi þeirra. Reir voru
því ánauðugir eftir sem áður, urðu að vinna landsdrottnum
sínum og máttu ekki flytja burt úr bygðarlaginu. Hagur þeirra
batnaði hvergi, jafnvel versnaði.
Nú var það lengi vel krafa rússnesku kommúnistanna, að
þessar gömlu skuldir skyldu gefnar upp og bændum endur-
greitt það, sem tekið var frá þeim fyrir »frelsi« þeirra 1861.
En í byltingunni 1917 voru kröfur þeirra orðnar ákveðnari.
Land alt skyldi gert að þjóðareign, og jarðeignir allar teknar
frá stórjarðeigendum og skift milli fólksins í sveitinni, sem
vantaði land til ræktunar, eða í einstökum tilfellum rekinn
fyrirmyndarbúskapur af ríkinu, eða með samvinnusniði, ef því
yrði við komið. Þetta framkvæmdu þeir, er þeir tóku völdin.
Alla vinnandi bændur og eins stórbændur, sem notuðu tölu-
verðan Iaunaðan vinnukraft, ljetu þeir halda jörðum sínum
óáreittum. Fyrstu árin neyddust þeir til að taka háa afurða-
skatta af efnaðri bændum til að fæða rauða herinn, er hann
átti sem mest í vök að verjast fyrir útlendum og innlendum
fjandmönnum. Varð oft að nota hervald til að ná inn sköttum
þessum. En er þeir höfðu rekið alla óvini af höndum sjer,
breyttu þeir með öllu um stefnu, og tóku upp hina svoköll-
uðu nýju fjárhagspólitík (Nep). Öll verslun innanlands var nú
gefin frjáls og rutt úr vegi, eftir því sem unt var, öllum tálm-
unum fyrir frjálsum atvinnurekstri manna. Með byltingunni
var auðvaldstálmununum fyrir ræktun landsins rutt úr vegi,