Réttur


Réttur - 01.01.1968, Síða 6

Réttur - 01.01.1968, Síða 6
samtímans — að þeir geri sér einnig grein fyrir eðli og hlutverki imperíalismans á vor- um tímum. Hefur hrun nýlenduveldanna eft- ir síðari heimsstyrjöldina breytt svo mjög eðli hans í grundvallaratriðum? Hefur röskunin á valdahlutföllum milli auðveldanna, sem heimsstyrjaldirnar tvær ollu mesm um, mark- að meiri háttar breytingu á arðránseðli imper- íalismans? Hvað knýr forysturíki imperíal- ismans, Bandaríki N.-Ameríku, til að koma fram á alþjóðavettvangi sem heimslögregla, hjálparhella spilltra afturhalds- og harð- stjórna, bælandi niður, hvað sem það kostar, alla viðleitni fátækrar alþýðu til að hrista af sér klafa eymdar og ógnarstjórnar? Atburðir síðustu ára — og þó einkum Víetnamstríðið — hafa orðið til þess að glæða skilning manna á þessum spurningum. Þannig hafa augu margra Vesturlandamanna sem kalda stríðið í Evrópu og stalínisminn myrkvaði sýn, opnazt fyrir því að bak við hugmyndafræði „hins frjálsa heims'' og „hins frjálsa einstaklingsframtaks" býr hrá heims- valdastefna með Bandaríkin í broddi fylk- ingar. Heimsstyrjöldin fyrri batt endi á fjármála- og iðnaðarforræði hinna „söddu" nýlendu- velda í Evrópu. England og Frakkland höfðu í styrjaldarlok safnað gífurlegum skuldum í Bandaríkjunum (um 10 miljörð- um). Jafnhliða því höfðu þessi sömu ríki, með Versalasamningunum, skammtað Þýzka- landi svipað hlutskipti og „nýlendusvæði, með fátækt, hungri, eyðileggingu og réttindasvipt- ingu, . hlutskipti sem siðmennmð þjóð hafði aldrei fyrr hreppt í svipuðum mæli", (Lenín). Þannig höfðu hlutverkin snúizt al- gjörlega við. Eftir styrjöldina voru Banda- ríkin öflugasta iðnaðar- og fjármálastórveldi heims og í krafti hvors tveggja lögðu þau í stórum stíl undir sig markaði, einkum í S.- Ameríku og Asíu, þar sem brezkt auðmagn hafði hins vegar verið hæstráðandi frá fornu fari.*) Onnur heimsstyrjöldin sem spratt m.a. af viðleitni þýzka kapítalismans — í formi naz- ismans — til að ónýta Diktat Versalasamn- inganna og skipta heiminum upp á ný sér í hag, varð til þess að styrkja yfirburðastöðu bandaríska kapítalismans innan auðvalds- heimsins. Forræði þeirra á fjármálasviðinu varð ekki aðeins ótvíræðara, við það að Bret- land — og Frakkland — hrepptu hlutskipti betlarans gagnvart „alþjóðabankastjóranum" í Washington, heldur voru þau og kvödd til þess — vegna hernaðaryfirburða sinna — að taka við forystunni í baráttu imperíalismans gegn Sovétríkjunum og róttækum byltingar- hreyfingum um heim allan. SÉRKENNI BANDARISKA IMPERlALISMANS Hin nýju styrkleikahlutföll auðveldanna vöktu marga Evrópubúa, sem ekki höfðu séð í gegnum „einangrunarstefnu" Bandaríkj- anna á millistríðsárunum, harkalega til vit- undar um eðli hins bandaríska risa. Margir frjálshyggjumenn í Evrópu höfðu fram að því haft tilhneigingu til að skipa bandarísk- um kapítalisma í algjöra sérstöðu samanbor- ið við hin grónu nýlenduveldi Gamla heims- ins. Bandaríkin höfðu t. d. ekki lagt undir sig *) Hvílikan ægishjálm Bandaríkin báru yfir önnur stór- veldi á milliotríðsárunum á sviði iðnaðarframleiðslu má marka af því, að árið 1929, áður en heimskreppan mikla skall á, framleiddu þau 44.8% alls iðnaðarvarnings í heiminum; á sama tíma var hlutdcild Þýzkalands 11.6%, Bretlands 9.3% og Frakklands 7%. Þetta sama ár nam fjárfesting bandarískra einokunar- hringa erlendis samtals 15 miljörðum dollara, þar af 5 milj. í Evrópu og 5,3 milj. í Hómönsku Ameríku. 6

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.