Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 6

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 6
samtímans — að þeir geri sér einnig grein fyrir eðli og hlutverki imperíalismans á vor- um tímum. Hefur hrun nýlenduveldanna eft- ir síðari heimsstyrjöldina breytt svo mjög eðli hans í grundvallaratriðum? Hefur röskunin á valdahlutföllum milli auðveldanna, sem heimsstyrjaldirnar tvær ollu mesm um, mark- að meiri háttar breytingu á arðránseðli imper- íalismans? Hvað knýr forysturíki imperíal- ismans, Bandaríki N.-Ameríku, til að koma fram á alþjóðavettvangi sem heimslögregla, hjálparhella spilltra afturhalds- og harð- stjórna, bælandi niður, hvað sem það kostar, alla viðleitni fátækrar alþýðu til að hrista af sér klafa eymdar og ógnarstjórnar? Atburðir síðustu ára — og þó einkum Víetnamstríðið — hafa orðið til þess að glæða skilning manna á þessum spurningum. Þannig hafa augu margra Vesturlandamanna sem kalda stríðið í Evrópu og stalínisminn myrkvaði sýn, opnazt fyrir því að bak við hugmyndafræði „hins frjálsa heims'' og „hins frjálsa einstaklingsframtaks" býr hrá heims- valdastefna með Bandaríkin í broddi fylk- ingar. Heimsstyrjöldin fyrri batt endi á fjármála- og iðnaðarforræði hinna „söddu" nýlendu- velda í Evrópu. England og Frakkland höfðu í styrjaldarlok safnað gífurlegum skuldum í Bandaríkjunum (um 10 miljörð- um). Jafnhliða því höfðu þessi sömu ríki, með Versalasamningunum, skammtað Þýzka- landi svipað hlutskipti og „nýlendusvæði, með fátækt, hungri, eyðileggingu og réttindasvipt- ingu, . hlutskipti sem siðmennmð þjóð hafði aldrei fyrr hreppt í svipuðum mæli", (Lenín). Þannig höfðu hlutverkin snúizt al- gjörlega við. Eftir styrjöldina voru Banda- ríkin öflugasta iðnaðar- og fjármálastórveldi heims og í krafti hvors tveggja lögðu þau í stórum stíl undir sig markaði, einkum í S.- Ameríku og Asíu, þar sem brezkt auðmagn hafði hins vegar verið hæstráðandi frá fornu fari.*) Onnur heimsstyrjöldin sem spratt m.a. af viðleitni þýzka kapítalismans — í formi naz- ismans — til að ónýta Diktat Versalasamn- inganna og skipta heiminum upp á ný sér í hag, varð til þess að styrkja yfirburðastöðu bandaríska kapítalismans innan auðvalds- heimsins. Forræði þeirra á fjármálasviðinu varð ekki aðeins ótvíræðara, við það að Bret- land — og Frakkland — hrepptu hlutskipti betlarans gagnvart „alþjóðabankastjóranum" í Washington, heldur voru þau og kvödd til þess — vegna hernaðaryfirburða sinna — að taka við forystunni í baráttu imperíalismans gegn Sovétríkjunum og róttækum byltingar- hreyfingum um heim allan. SÉRKENNI BANDARISKA IMPERlALISMANS Hin nýju styrkleikahlutföll auðveldanna vöktu marga Evrópubúa, sem ekki höfðu séð í gegnum „einangrunarstefnu" Bandaríkj- anna á millistríðsárunum, harkalega til vit- undar um eðli hins bandaríska risa. Margir frjálshyggjumenn í Evrópu höfðu fram að því haft tilhneigingu til að skipa bandarísk- um kapítalisma í algjöra sérstöðu samanbor- ið við hin grónu nýlenduveldi Gamla heims- ins. Bandaríkin höfðu t. d. ekki lagt undir sig *) Hvílikan ægishjálm Bandaríkin báru yfir önnur stór- veldi á milliotríðsárunum á sviði iðnaðarframleiðslu má marka af því, að árið 1929, áður en heimskreppan mikla skall á, framleiddu þau 44.8% alls iðnaðarvarnings í heiminum; á sama tíma var hlutdcild Þýzkalands 11.6%, Bretlands 9.3% og Frakklands 7%. Þetta sama ár nam fjárfesting bandarískra einokunar- hringa erlendis samtals 15 miljörðum dollara, þar af 5 milj. í Evrópu og 5,3 milj. í Hómönsku Ameríku. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.