Réttur


Réttur - 01.04.1972, Side 1

Réttur - 01.04.1972, Side 1
lettur 55. árgangur 1 97 2 — 2. hefti Fallinn er fullhuginn mikli, — eldsál rismestu kynslóðar islenzkrar menning- ar, — frelsisboði þeirrar kynslóðar íslenzkrar alþýðu, sem sigurinn vann í þúsund ára stríði hennar við fátæktina. Jóhannes úr Kötlum hefur kvatt oss, — en Ijóðin hans lifa og magnast, fara eldi um sál þeirrar kynslóðar, sem frelsar ísland, — allar eggjanir hans öðlast æðra veldi, þegar hælbit smá- mennanna ná ekki lengur til hans. Það, sem Jónas og Bjarni voru einni kyn- slóð íslendinga, Steingrimur og Matthías annari, Þorsteinn og Stephan G. hinni þriðju, — það verður Jóhannes úr Kötlum þeirri kynslóð, sem fylla skal tómið í sálinni, sigrast á andlegri niðurlægingu mannsins með því að endur- nýja hugsjón sósíalismans „í hreinsunareldi morgunsólar11 og alefla æsku og alþýðu svo þau megni að „frelsa heiminn,“ láta hugsjón sína verða veru- leika, verðugan draumsýninni miklu. * ★ * Stjórnmálaþróun heimsins nálgast hættustig heimsstyrjaldar, ef ofstopa- menn amerísks auðvalds réðu einir ferðinni. Þegar menn, sem á örlaga- stundum mannkynsins láta stjómast af taumlausum metnaði og hroka, ráða gerðum vélvæddustu yfirstéttar heims, sem eingöngu lætur leiðast af hams- lausri gróðafíkn, þá getur tilvera allra manna á jörðunni vissulega oft hangið á blæþræði. Nixon dinglar nú sem kólfur fram og aftur í algeru jafnvægis- og ábyrgðarleysi úr hlutverki raunsæismannsins í Peking yfir í afstöðu of- stækismannsins, sem stigmagnar svo stríðið í Víetnam að við stríðshótun liggur gegn Sovétríkjunum og Kína. Og til eru ábyrgðarleysingjar á íslandi, staurblindastir allra blindra, af því Morgunblaðsbindið fellur svo þétt að augum þeirra, að engin skíma kemst

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.