Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 2

Réttur - 01.04.1972, Page 2
í gegn, — að þeir vilja hnýta örlög Islands við þá æfintýrapólitík amerískra kosningatrúða, sem ógnar tilveru mannkynsins. Blóðríki Norður-Ameríku magnar nú morð sín í Víetnam, til þess að hefna á konum, börnum og sjúklingum ófara spillts lepphers síns á vígvöllunum fyrir hetjuher þjóðfrelsisins. Aðgerðir blóðríkis* þýzka auðvaldsins urðu að lokum til að sameina Sovétríkin og Vesturveldin gegn nazismanum. Það er vissulega tími til kominn að ógnarstjórn ameríska auðvaldsins sameini Sov- étríkin og Kína — og fleiri öfl — gegn vá þeirri sem vofir yfir gervöllum heimi frá vitfirrtum ofstopa amerísks auðvalds. Hér heima magnar afturhaldsarmur íhaldsins lýðskrum sitt að Hitlers hætti, lofar sem Göbbels forðum atvinnurekendum lægra kaupi, verkamönnum kauphækkun, — verzlunarvaldi aukinni álagningu, alþýðu minnkandi dýrtíð, — allt í sömu andránni. Og þetta gera þeir herrar hrollvekjunnar, sem framið hefðu nýja gengislækkun og þrælalög, hefðu þeir haldið völdum 1971. Þeir virðast búnir að gleyma verkum sínum: gengislækkunum og kaupránslögum 1960 og 1961 eftir kosningar 1959, — og aftur 1967 og1968, eftir kosningar sumarið 1967. Nú óskapast þeir fyrst hluti af þeirra dýrtíð sleppur í gegn. Og fyrst þeir fá ekki að seija sín þrælalög, þá þyngja þeir byrðar alþýðu sem frekast þeir mega á öðrum sviðum þar, sem þeir enn ráða. Gegn þessum herrum þarf alþýðan að vera á verði og knýja fram vægðarlausan niðurskurð á þeirri yfirbyggingu þjóðfélagsins, sem þeir lifa á og græða á: verzlunar- bákninu, verðlagssvindlinu, vátryggingarfarganinu, og öllu óhófi yfirstétt- arinnar. Áskrifendum Réttar hefur fjölgað mjög, einkum meðal ungs fólks. Enn fá þó nýir áskrifendur er þess óska, fyrri árganga nýja Réttar á 100 kr. árgang- inn, er þeir hafa greitt yfirstandandi árgang, — þó kostar árgangurinn 1967 200 kr. En óðum saxast nú á birgðirnar, svo óvíst er hve lengi það boð stend- ur. — Væri nú vel að svo fjölgaði áskrifendum, að auka mætti upplagið og möguleikar yrðu á að gera heftin stærri og efnismeiri. Áskrifendur eru góðfúslega beðnir að athuga að nú verður reynd ný inn- heimtuaðferð fyrir Rétt utan Reykjavíkur, — sem sé að fá áskrifendur til að borga áskriftagjaldið inn á giroreikning Þjóðviljans, sem er:: hlaupa- reikningur 276 við Vegamótaútibú Landsbankans í Reykjavík. Verða þessum áskrifendum sendir giroseðlar, sem hægt er að borga inn á í hvaða pósthúsi eða bankaútibúi sem er. Maí 1972. „Blóðríki" — der Blutstaat — er orðið, sem T. Mann notar um riki Hitlers í ,,Dr. Faustus".

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.