Réttur


Réttur - 01.04.1972, Síða 3

Réttur - 01.04.1972, Síða 3
EINAR OLGEIRSSON ALDREI AFTUR Það er nauðsynlegt fyrir þjóð vora, nú þegar þau gleðilegu tíðindi hafa gerzt að Alþingi allt lýsir einróma nauðungarsamn- inginn frá 1961 fallinn úr gildi, að líta nokkra smnd til baka til þess, er gerðist 1961 á Alþingi Islendinga — og strengja þess heit að láta slíkt aldrei gerast aftur. Þjóðin þarf að læra það af því háskalega víxlspori, sem þá var stigið, að ofurselja aldrei framar erlendum aðilum valdið yfir lífshágsmunum þjóðarinnar. ÞORSKASTRÍÐIÐ VAR TAPAÐ „Þorskastríðið", sem brezka togaraauðvald- ið hóf, er það lét brezka flotann halda inn í fiskveiðilandhelgi Islendinga 1. september 1958, var tapað. Það hafði sannazt að það var algerlega ógerlegt fyrir Bretann að halda áfram að veiða undir herskipavernd. Lúðvík Jósepsson gerði gys að þessum til- burðum þeirra í þingræðu 6. marz 1961 með eftirfarandi orðum: ,,Ég hef sagt það áður, að mig hefði langað mjög til þess, miðað við aðstöðuna til friðunar á Islands- miðum, að semja beinlínis við Breta um það, að þeir héldu áfram í eitt, tvö, þrjú eða fjögur ár þess- ari vitleysu, sem þeir voru að gera hér, vegna þess að það, sem þeir kroppuðu inni á landhelginni hjá okkur, skipti okkur engu máli, það var svo ómerki- legt. En það var annað, sem þeir gerðu fyrir okkur. Þeir lokuðu skipin sin, sem hér voru, i þröngum básum undir herskipastjórn, en meginhlutinn af fiskveiðisvæðinu fyrir utan 12 mílur var algerlega laus við öll skip. Bátasjómennirnir okkar, sem voru að róa norðan til á Austfjörðum, sögðu: Við höf- um aldrei lifað svona dægilega daga. Nú getum við róið út I okkar 50 mílur. Við sjáum ekki tog- arareyk nokkurs staðar. — Þá var ekki aðeins friðað svæðið innan 12 mílna, heldur út I 50 mílur, af þvi að Bretar höfðu geymt skipin sín I verkleysi inni I smábás einhvers staðar við landið, og þar gátu þau ekkert fiskað. Þetta var langbezta ráð- stöfunin, sem var hugsanleg fyrir fiskfriðunina við 51

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.