Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 6

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 6
við því að samþykkja þetta uppkast að bréfa- skriftum er lagt var fram í formi þingsálykt- unar. Féllu mörg þung orð í þeim umræðum og verða þau ekki rakin hér, nema minnst á örfá. En viðvaranir um nauðsyn Islands á frekari stækkun en 12 mílnanna voru ótví- ræðar. Lúðvík Jósepsson sagði t.d. í ræðu sinni 6. marz: „Ég er ekki heldur í nokkrum vafa um það, að su mun þróunin verða, að eftir nokkur ár verður 12 mílna beltið viðurkennt sem almenn landhelgi, nokkurn veginn með öllum þjóðum í heiminum, og þá þykir það alveg sjálfsagt, að strandríki hafi ekki aðeins 12 mílna fiskveiðilandhelgi, heldur hafi strandríkið miklum mun stærri fiskveiðilögsögu út frá sínum ströndum.” Vitnað var í margt úr íslenzkri sögu, allir illir samningar sögu vorrar voru rifjaðir upp. Skal aðeins vitnað í tvenn ummæli að sinni: Karl Kristjánsson sagði í ræðu sinni 7. marz eftirfarandi orð (og voru þó mörg þyngri): „Með samningi þessum, sem hér liggur fyrir I ályktunarformi og varð til úti I Englandl, er hæstv. ríkisstj. að lítillækka þjóð sína, smækka hana. Það er Ijótur leikur, sem óprýðir sögu Islands um aldur og ævi, ef ekki tekst að eyða þeim leik. Þessir atburðir minna um margt á það, sem gerðist á Sturlungaöld, þegar Gissur Þorvaldsson sat veizlu hjá Hákoni Noregskonungi og taldi sér og þjóð sinni með því sóma sýndan. Þar voru gerðir samn- ingar, sem Gissur fór með heim. Hver varð svo sómi Gissurar i sögunni? Það er sagt, að sagan endurtaki sig. Hvers vegna ætli hún endurtaki sig? Hún endurtekur sig af því, að fram kemur svipaður hugsunarháttur, sem leiðir af sér svipaða atburði. Gissur Þorvaldsson var svo sem ekki að öllu leyti fús að reka erindi Hákonar á íslandi, og hann dró það, en Hákon sendi menn til að líta eftir honum og reka eftir honum. Hann sendi Sigurð silkiauga til að gefa honum auga, og hann sendi Hallvarð gullskó. Ég held því alls ekki fram, að hæstv. ríkisstj. hafi verið fús til að fallast á þessa samn- inga, sem hér er verið að ræða. Ég veit þvert á móti, að hún hlýtur að hafa gert það nauðug. Við höfum svo sem orðið þess vör, að Bretar hafa sent hingað sína fulltrúa, sinn Sigurð silkiauga og sinn Hallvarð gullskó. Þeir komu, ráku eftir." Hermann Jónasson sagði í ræðu sinni 8. marz þessi orð um afsalið á réttindum til frekari útfærslu: „Það er þvi eitt af þvi allra hættulegasta, sem nokkurn tíma hefur verið gert, það réttindaafsal. sem hér er verið að gera í þessu máli. Það er i mínum augum svo alvarlegt atriði, að ég tel það langsamlega stærsta málið, sem hefur komið fyrir á Alþingi, siðan ég kom í þessa sali, og saman- borið við miklu lengri tíma." Þannig dundu yfir alvarlegar aðvaranir, skírskotanir og eggjanir dag eftir dag. En stjórnarliðið var rökhelt — hið ytra að minnsta kosti. FORHERÐING Málsverjendur af hálfu ríkisstjórnarinnar voru fyrst og fremst tveir ráðherranna: Guð- mundur I. Guðmundsson utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra. Um höfuðatriðið, óuppsegjanleika upp- kastsins, svöruðu þeir því fyrst og fremst til að ísland yrði einmitt að treysta á Haag- dómstólinn, annars værum við vart réttarríki. Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sagði í ræðu 6. marz eftirfarandi um þetta atriði: „Það er talað um, að þetta ákvæði sé óuppsegj- anlegt og með því séu lögð höft á Islendinga. En ef það væri uppsegjanlegt, þá væri það í raun og veru okkur einskis virði. Þá gætu Bretar ekki síð- ur en við sagt upp ákvæðinu til þess að geta, i 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.