Réttur


Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 7

Réttur - 01.04.1972, Blaðsíða 7
stað þess að lúta alþjóðalögum og rétti og úrskurði alþjóðadómstólsins um þau, á ný tekið upp sínar gömlu aðferðir, sem þeir hafa beitt við okkur í þessum efnum. Þess vegna hljóta Islendingar að halda fast við, að ákvæðið sé óuppsegjanlegt af beggja hálfu, til þess að lög og réttur gildi, en ekki máttur hins sterkara." Fyrir þeim harða málafylgjumanni sem Bjarni var virtist spurningin i:m hvort Is- land vildi skuldbinda sig til að hlíta ákvæð- um Haag-dómstólsins vera spurningin urn hvort ísland væri réttarríki eða ekki. Því lauk hann ræðu sinni 8. marz með harðvít- ugri ádeilu á stjórnarandstæðinga fyrir að mótmæla því að leggja málið undir Haag- dómstólinn og sagði þetta síðast orða: „Enda er það svo, að hvenær sem við tækjum upp aðra meðferð á okkar málum, ég vll segja, hvort sem þau eru þýðingarlítil eða þýðingarmikil, en hvað þá i svo þýðingarmiklu máli sem þessu, ef við ætlum að hverfa af réttargrundvellinum, hverfa frá alþjóðalögum, hverfa frá því að láta fremstu stofnun til túlkunar gildandi alþjóðarétti bera úrskurðarvald í stað kúgunar og vopnavalds, þá er gæfu Islands illa komið. En hún mun sann- arlega endast til þess, að þjóðin styðji og styrki réttlætis- og réttarhugsjónina, sem kemur fram í því samkomulagi, sem hér er lagt til, að gert verði." Þó læðist að Bjarna sá grunur að þetta gæti orðið alllöng bið. Hann segir í ræðunni, sem birt er í Morgunblaðinu 10. marz: ,,Ég játa, að það kann að verða löng bið, þangað til við fáum alþjóðasamþykkt eða viðurkenningu einstakra ríkja fyrir rétti okkar yfir landgrunninu að öllu eða einhverju leyti." Þrátt fyrir þá oftrú hins löglærða manns á gildi dómstóls, sem þó er aðeins íhaldssöm endurspeglun úrelts valds, — sem Bjarni er auðsjáanlega haldinn af (og máske þeir lög- fræðingarnir báðir, sem forustuna höfðu) — þá kom þó þarna fram viss kvíði hjá honum út af því, sem hann var að gera. Svo bráðgáf- aður lögfræðingur sem Bjarni Benediktsson var, þá virtist efnahags- og tækni-þróun hon- um oft sem lokuð bók. Því hrynu rök and- stæðinganna í þessum efnum ekki á honum, þótt þeir benm margoft á hve ör sú þróun væri.* En það, sem reið baggamuninn og kæfði allar hugsanlegar efasemdir hjá þessum for- ustumönnum stjórnarinnar, var hin ofstækis- fulla fylgispekt þeirra við aðalríki Atlanz- hafsbandalagsins og hin fáránlega trú þeirra að allt landhelgismálið væri einvörðungu ætlað til þess að reyna að slíta ísland úr tengslum við Nato. Þetta hafði einkennt af- stöðu þessara flokka, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins 1958, eins og Magnús Kjart- ansson rakti ýtarlega í grein sinni „Atökin um landhelgismálið" í Rétti 1959 og minnti afmr á í greininni „Landhelgismálið 1958 og 1971" í 1. hefti Réttar 1971. Þetta var líka sá grunntónn, sem Morgun- blaðið markaði, er það birti ræðu Guðmund- ar í. Guðmundssonar utanríkisráðherra 8. marz 1951 og setti yfir þvera síðu þessa fyr- irsögn á hana: „Takmark kommúnista er að spilla sambúðinni við Nato." * Lúðvík hafði bent ýtarlega á þetta eins og þegar er vitnað til. Ég hafði í framsögu sem 2. minnihluti utanríkismálanefndar sagt eftirfarandi 6. marz, eftir að hafa bent á hættuna að gera óuppsegjanlegan samning ,,á tímum hröðustu tæknilegra framfara í veröldinni: „Þessvegna er það llfsspursmál líka með til- liti til þessara hluta, að svona samningur sé ekki gerður. Hver veit, nema hér eigi menn eftir, jafnvel innan tíu ára, á þessu Alþingi að berjast fyrir þvi, að 12 mílur séu allt of lítið með tilliti til þróunarinnar i veiðitækni, að það nái bókstaflega ekki nokkurri átt að una við það.“ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.