Réttur


Réttur - 01.04.1972, Síða 13

Réttur - 01.04.1972, Síða 13
1S40 Bretar hernema Island og traðka þai með á hlutleysi þjóðarinnar. 1941 Bretar afhenda Island yfir á áhrifa svæði Bandaríkjanna, og Islendingar verða að gera herverndarsamning við Bandaríkin. 1946 Bandaríkin sýna engan lit á að flytja her sinn frá Islandi og brjóta þar með samninginn frá 1941. Islenzka rikis- stjórnin gerir Keflavíkursamninginn og afhendir Bandarikjunum Keflavíkurflug- völl til sex og hálfs árs. 1949 Islendingar svældir inn í Nató á fölsk- um forsendum. Bandarikin lýsa því yfir, að ekki komi til mála, að erlendur her verði á Islandi á friðartímum. 1951 Bandaríkin senda herlið til Islands. 1958 Brezki flotinn beitir Islendinga ofbeldi og sýnir siðlausan yfirgang á Islands- miðum vegna útfærslu landhelginnar. 1971 Vinstri stjórn kemur til valda — nýjar vonir vakna. 1972 L.M.A. sýnir Minkana eftir Erling E. Halldórsson. „Maður skilur það strax og maður kemst í álnir, að hinir veiku verða alltaf veikir." (Á fundi I Súm, ósýnilegi maðurinn, Guðmundur Sigvaldason, Jón Þorsteinsson). Rammaklausa úr leikskrá. haft er í huga, að þeir, sem um leikhúsmál fjalla, hafa margsinnis lýst eftir nýjum leik- rimm frá hendi íslenzkra höfunda og berlega útmálað skort á slíkum verkum. Þegar Minkarnir komu út vakti leikritið óðara mikla athygli, og mig rámar í lofsam- leg ummæli bókmenntagagnrýnenda á þá leið, að hér væri komið eitt snjallasta leikrit íslenzkt um langt skeið. Það er ekki fyrr en sjö árum eftir útkomu verksins, að leikfélag Menntaskólans á Akur- eyri stígur skrefið og verður fyrst til að taka þetta merka leikrit til sýningar. A titilblaði bókarinnar stendur tilvitnun á ensku til orða gríska skáldsins Nikos Kaz- antzakis. Hún hljóðar svo í þýðingu Bjargar Oladóttur, sem ritstýrði leikskrá: „Faðir minn, hvernig ættum við að elska guð?" hvíslaði hann spyrjandi. „Með því að elska mennina, sonur minn". „Og hvernig ættum við að elska menn- ina?" „Með því að reyna að vísa þeim áleiðis á réttri braut". „Og hver er rétta brautin?" „Sú bratta'. Leikritið skiptist í tíu myndir, og að svo 61

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.