Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 14

Réttur - 01.04.1972, Page 14
miklu leyti sem beinlínis er um atburSarás að ræða, er efnið á þessa leið: Herskipið Pandora, umfangsmesta móður- skip heims, kemur í heimsókn, þ.e.as. opin- berlega yfirlýsta kurteisisheimsókn. Sú heimsókn verður að þrásetu, sem hefur margvísleg áhrif, og viðbrögð hinna ýmsu þjóðfélagshópa eru með næsta ólíku móti. Þarna eru saman komnir fulltrúar and- stæðra viðhorfa og ólíkra hópa og koma kunnuglega fyrir sjónir. Við þekkjum þetta fólk, það er hluti af daglegu lífi okkar allra. Aðferð höfundar er nýstárleg. Það er ekki um eiginlega persónusköpun að ræða, heldur vill hann fyrst og fremst beina sjónum okk- ar að ákveðnum þjóðfélagslegum fyrirbærum, sem tekin eru til meðferðar, skilgreind og krufin svo veruleikinn ófegraður blasir við. Höfundurinn ætlar sér ekki að framreiða neitt Ijúfmeti, og hann fer ekki með gaman- mál, þótt hann bregði því vissulega fyrir sig að leggja persónunum í munn hnittileg og fyndin tilsvör. Af persónum leiksins leggur hann mesta rækt við forstjórann Ketil Ketils og gömlu konuna Grímu. Menntamaðurinn Þórður er öllu óskýrari og yfirbragð hans dauflegra. Gríma og Þórður eru samherjar í Súm, sam- tökum til útrýmingar minkum, en þau eru ekki í kallfæri, ná einhvernveginn ekki sam- an. Hann gerir sér ekkert far um að tala þannig, að hún skilji. Einangrun hans er eftirtektarverð, og ekki kemur hann við sögu á fundi í Súm. Þórður berst gegn minkum og öðrum ófögnuði, hann lætur ekki gleypa sig, heldur veitir viðnám gegn ásókn þeirra, sem „vilja greiða göm hans" eins og segir þar. I leikslok bíður hann dóms, og fangelsisvist vofir yfir. Andspyrnan hefur verið brotin á bak afmr. Ketill Ketils, einn hinna nýríku braskara er sonur Grímu, býr í skrauthýsi með áföst- 62 um sjónvarpsturni og kjamorkubyrgi undir að auki, en hann kaupir móður sinni bragga vegna lóðarinnar. Fjölskyldunni reiðir þannig af, að hann deyr með sviplegum hætti, en frúin Lísbet skríður ásamt syninum niður í kjarnorkubyrg- ið þar sem „öryggið er fullkomið", „fyrir mönnunum". Dóttirin Kolbrún K. fær sér herramann, sem ávaxtar eignirnar, og hún hefur fullan hug á að halda þar í horfinu og vel það. Eitt skýrasta atriði leiksins er fundurinn í Súm. Þar er saman kominn sundurleimr hóp- ur. Viðhorfin eru ólík svo og afstaðan til bar- áttuaðferða samtakanna. Þetta fólk er þangað komið á ólíkum forsendum. Sumir hafa allt að vinna og eru heilir og óskiptir í barátt- unni. Aðrir hafa nokkru að tapa og verða að fá tíma til að hugsa sig um eins og einn fundarmanna segir. Þetta veikir samtökin og veldur þeim innri örðLigleikum, sem tefja og hindra markvissar athafnir. Samtökin eru þegar í upphafi hlunnfarin. Pandora er komið áður en nokkurn varir. Menn vakna við vondan draum. Þeir uggðu ekki að sér, sváfu eða vom þeir að vinna? „Enginn vill missa af túr". „Peningarnir verða dýrari og dýrari". „Hver hefur rænu á að raka sig eftir tíu til þrettán tíma vinnu?", við skulum segja hugsa, lifa menningarlífi. „Fólkið trúir á peningana, trú þess vex meira að segja í réttu hlutfalli við óttann um að missa það, sem það hefur þegar aflað sér". Allir hlutir hafa þannig fengið nýja við- miðun. Allt mannlegt gildismat hefur snúizt við. Fyrir hina dýru peninga verða menn að greiða með öllu sínu lífi. Samtökin, sem snú- ast gegn þessari öfugþróun, gjalda þessara bláköldu staðreynda. Þau skortir samheldni, og aðgerðir þeirra eru fálmkenndar. Það er eins og aila gruni

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.