Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 17

Réttur - 01.04.1972, Page 17
BJARNI ÞÓRÐARSON: URSOGU K. F. í. Á NORÐFIRÐI i. AÐDRAGANDI OG UNDIRBÚNINGUR Kommúnictaflokkur Isiands var stofnaður i lok nóvembermánaðar 1930. Ekki var á stofnþinginu neinn fulltrúi frá Norðfirði, enda vart vitað um nokkurn kommúnista hér þá. Ekki leið þó á löngu (Við alþingiskosningar 1971 náði Alþýðubanda- lagið hæstri hlutfallstölu i Austurlandskjördæmi, 25%, af öllum kjördæmunum. Á sama ári voru liðin 25 ár frá því sósialistar náðu hreinum meirihluta i bæjarstjórn Neskaupstaðar og hafa haldið honum siðan. Bjarni Þórðarson bæjarstjóri hefur nú skrif- að í „Austurland" nokkra þætti úr sögu Kommún- istaflokksins á Neskaupstað og er það lærdóms- rikt, ekki sízt fyrir ungu kynslóðina, að kynnast upphafi hinnar róttæku sósialistisku hreyfingar á Norðfirði. Hefur Bjarni því leyft „Rétti“ að prenta frásögn sína dálitið stytta). unz flokkurinn tók að leita eftir fótfestu hér. Þegar árið 1931 sendi hann hingað erindreka. Ég held, að það ár hafi þeir báðir komið hingað Jón Rafns- son og Andrés Straumland, en vera má, að ég fari áravillt. GUNNAR BEN. GLÍMIR VIÐ MÁTTARVÖLD STAÐARINS Þá um haustið eða snemma vetrar kom hingað í erindum flokksins Gunnar Benediktsson, sem þá hafði fyrir skömmu afklæðst kirkjulegum skrúða norður i Eyjafirði og gerzt ástriðufullur boðberi kommúnismans. Nú vefst það dálitið fyrir mér hvort það var í þessari ferð, eða þegar Gunnar kom hingað tveim árum síðar, að hann efni til fyrirlestrahalds og kappræðufunda, en þó held ég að það hafi verið í þessari ferð. Fyrirlestrar hans voru mjög vel sóttir og vöktu miklar umræður og deilur. Ég man eftir kappræðufundi þeirra klerkanna séra Jakobs 65

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.