Réttur


Réttur - 01.04.1972, Side 25

Réttur - 01.04.1972, Side 25
maður en Hannibal Valdimarsson, sem reyndar var þá ekki orðinn eins kunnur og síðar varð, en engu að síður mikill bardagamaður. En allt kom fyrir ekki. Varnir Alþýðuflokksins brustu og virkið féll í hendur samfylkingarmanna. En eftir heimsóknina hingað prédikaði Hannibal samfylkingarstefnu hér fyrir austan. Smölun á fundinn var mikil og einnig var nýjum félögum smalað í félagið. Um inngöngu sóttu 67. Urðu miklar umræður um inntökubeiðnirnar, eink- um aldurstakmörk, en að lokum var samþykkt að tala allan hópinn í félagið, en atkvæðisrétt skyldu þeir einir hafa, sem náð höfðu 16 ára aldri, en 7 hinna nýju félagsmann voru undir þeim aldri. Stjórnarkjöri lauk svo, að listi samfylkingarmanna hlaut 110 atkvæði en listi Alþfl. 91. Auðir voru 3 seðlar. Alls hafa þvi verið á fundinum 211 félagsmenn, en auk þeirra voru þar nokkrir Al- þýðuflokksmenn, sem rétt höfðu til fundarsetu, þótt ekki væru í félaginu, þar á meðal bæjarfóget- inn. Fundurinn var í Bióhúsinu, sem var alveg troð- fullt. Formaður hinnar nýju stjórnar var Jóhannes Stefánsson. Æsingar voru miklar á fundinum og nokkrar ryskingar i lokin, og hugir manna voru i sliku upp- námi, að ekki vantaði mikið á að upp úr syði og að fundurinn endaði í allsherjar slagsmálum. Eftir á var kommúnistum legið á hálsi fyrir hina miklu smölun í félagið fyrir aðalfundinn. Vissulega gengum við vel.fram í þvi, en það gerðu hinir engu síður. I skammargrein, sem ég skrifaði og birtist i Þjóðviljanum 2. sept. 1938, staðhæfði ég, að meiri hluti hinna nýju félaga hafi gengið inn fyrir tilstilli Alþýðuflokksmanna. Þess er og að gæta, að fáir menn höfðu gengið í félagið undan- farin ár og því ekkert undarlegt þótt margir sæktu um inngöngu þegar slík stórátök stóðu fyrir dyrum sem á aðalfundinum 1937. brimnesverkfallið Á síðustu árum veru sinnar hér var Jónas Guð- mundsson allt í senn, formaður verklýðsfélagsins, framkvæmdastjórl fóðurmjölsverksmiðjunnar og togarafélags og alþingismaður. Haustið 1936 var togarinn Brimir gerður út á karfaveiðar og var aflinn lagður upp hjá fóður- Jónas Guðmundsson í miðið. Honum til hægri handar er Árni Snævar, nú ráðu- neytisstjóri, en til v. alfons Pálmason. mjölsverksmiðjunni, slægður og bræddur. Verka- fólkið taldi að við slæginguna væru kjarasamning- ar þverbrotnir. Taxtabrotin voru i því fólgin, að unnin var vakta- vinna, en dagvinnukaup greitt allan sólarhringinn. Togarinn Brimir var væntanlegur til hafnar 9. sept. 1936 með fullfermi af karfa. Var þá i skyndi kallaður saman almennur verklýðsfundur. Var þar ákveðið að stöðva karfavinnsluna, unz taxtabrotin hefðu verið leiðrétt. Mun það hafa staðið á endum, að fundinum lauk og Brimir sigldi inn fjörðinn. Marséruðu þá fundarmenn inn i „Gúanó". Nefnd, sem þeir höfðu kosið, gekk á fund Jónasar og lagði fyrir hann kröfur þeirra, en mikill mannfjöldi safnaðist saman á bryggjunni og nágrenninu og var talsverður æsingur í mönnum. Vinnustöðvunin stóð ekki nema eina til tvær klukkustundir. Þá hafði framkvæmdastjórinn fallist á kröfur verkafólksins. Hurfu menn þá af vettvangi, 73

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.