Réttur - 01.04.1972, Side 33
JÓHANNE5 CR KÖTLUM;
FÉLAGI DIMITROFF
í myrkrunum kolsvartar loppur leynast,
— leggja fram eldsneytlð, kveikja, kveikja . . .
Rikisþingið brennur! Rikisþingið brennur!
------Rauðgular tungur höllina sleikja.
Mekkirnir tvístrast og hverfa út í húmið,
eins og hlakkandi tröllskjaftur sé að reykja.
Sindrandi gneistunum, glóðheitri öskunni
um gjörvalla jörðu stormarnir feykja.
Menningin heldur um helsært brjóstið,
— Það er hjarta ’ennar, sem er verið að steikja.
Með öndina í hálsinum undrandi hlustar
hvert einasta mannsbarn siðaðra þjóða. —
Rétturinn er settur! Rétturinn er settur!
— Rök sin vitnandi tungur bjóða.
Orðkyngin flæðir, en inntakið dreifist,
eins og ömurleg, villandi rökkurmóða.
Upplognar sakirnar, svikulir eiðarnir
sveima yfir kurlum hatursins glóða.
Menningin heldur um höfuðið klofið,
— það er heili ’ennar, sem er verið að sjóða.
Þá stendur hann upp í fulihugans fegurð
félagi Dimitroff, hetjan rauða,
— borinn uppi af hugsjón, borinn uppi af fórnum
baráttumanns fyrir rétti hins snauða.
Dirfska hans, reynsla hans, dýpt hans orkar
eins og dómsorð á morðingjaeðlið blauða,
— einbeittur svipurinn, heiðríkur hugurinn,
hertur í eldi dýflissunauða. — —
Bragðfimi andans i blossandi leiftrum
hann beitir gegn vopnuðum svartadauða.
Hann rís eins og viti á blóðferli bröttum
í byltingu lýðsins til stórra dáða . . .
— Er ráðherrann þá hræddur?
Er ráðherrann þá hræddur? —
Röddin er logandi ögrun hins þjáða,
meitluð af rökvaldi Marx og Lenins,
eins og mætist í röst hið lifandi og skráða . . .
Það fer gustur um bekkina, geigur um hugina,
— Göring steytir hnefana báða.
I loftinu magnast hin mikla spurning:
Á maðurinn eða dýrið að ráða?
I vonlausum rökþrotum rannsóknin fálmar,
hún riðar, hún gripur í vindinn tómann .
Réttinum er slitið! Réttinum er slitið!
— þeir reyna að fela blekkingardrómann.
Dulbúin hræðslan i dóminum breiðist
eins og drepandi glott yfir svipinn fróman.
Félagi Dimitroff, geiglausi garpurinn,
gengur á burtu með heiðurinn, sómann.
Dýrið sat eftir, mjálmandi af morðfýsn,
en maðurinn flaug austur í sigurljómann.
4 Dimitroff hæðir Göring (John Heartfield setti saman — „foiomontage”).
81