Réttur


Réttur - 01.04.1972, Qupperneq 37

Réttur - 01.04.1972, Qupperneq 37
og féll svo sjálfur fyrir rítingsstungum þýzku naz- istanna. Á 7. heimsþingi Alþjóðasambands kommúnista i Moskvu er hófst 25. júli 1935 og sótt var af 513 fulltrúum 65 flokka var síðan samfylkingin gegn fasismanum og stríðshættunni, sem af honum staf- aði, gerð að höfuðatriði I baráttu kommúnista um heim allan. Var þá Dimitroff kosinn aðalritari Al- þjóðasambandsins og með honum skipuðu fram- kvæmdanefndina: Togliatti (Italíu), Gottwald (Tékkóslóvakiu), Marty (Frakklandi), Kuusinen (USSR), W. Pieck (Þýzkalandi) og Manuilski (USSR). Dimitroff sagði og á þessu þingi einangrunar- stefnunni í röðum kommúnista til syndanna, — þessari innilokunarstefnu þröngsýninnar og ofstæk- isins, sjálfsréttlætingarinnar og kreddufestunnar, sem löngum hefur valdið róttækum sósíalistískum hreyfingum miklu tjóni — og alltaf skýtur upp koll- inum aftur, jafnt I auðvaldslöndum sem alþýðuríkj- um. Síðan Lenín skilgreindi og húðfletti þessar hættulegu tilhneigingar í bók sinni „Vinstri rót- tækni, barnasjúkdómar kommúnismans" 1921 hafði einangrunarstefnan þróazt úr „barnasjúkdómi" í „rótgróinn löst" eins og Dimitroff orðaði það. Og henni höfðu aldrei verið gerð alvarleg skil, -— og því miður hefur henni verið hlíft alltof oft síðan. En þar fyrir gleymdi Dimitroff ekki hinni hættunni: afsláttarstefnunni, sem leiðir foringja og jafnvel flokka afvega, einkum á úrslitastundum. Hér skal þróunin ei rakin frekar, því saga Dimi- troffs rennur nú saman við sjálfa sögu Evrópu á hinum örlagaríku tímum samfylkingar gegn fas- isma, — borgarastyrjaldar á Spáni og hetjulegrar varnar alþjóðasveitar kommúnista og annarra beztu forvígismanna lýðræðisins gegn Franco-fasisman- um, — heimsstyrjöldina síðari og fall fasismans i lok hins mikla og fórnfreka heildarleiks. — Og Dimitroff snýr í nóvember 1945 heim til föðurlands sins, sem hann hafði orðið að yfirgefa fyrir rúmum 20 árum með dauðadómi yfir höfði sér. foringi búlgarskrar þjóðar Dimitroff var fæddur í þorpinu Kowatschewzi i Búlgaríu 18. júni 1882. Tólf ára byrjar hann að Isera prentiðn, hóf 13 ára að aldri starfsemi í búlg- órsku verklýðshreyfingunni, varð brátt trúnaðar- maður og forustumaður á ýmsum sviðum verklýðs- samtakanna sjálfra, og 1902 félagi í róttæka búlg- arska sósíalistaflokknum. Hann stjórnar hverju verkfallinu á faetur öðru 1906 til 1910, ritar fjölda bæklinga og greina, stjórnar verklýðsblöðum, verð- ur leiðtogi jafnt faglegu sem pólitísku baráttunnar, kosinn I miðstjórn flokksins 1909 og á þing ríkis- ins 1913. Dimitroff barðist gegn heimsvaldastriðinu 1914—18 og var þrátt fyrir friðhelgi sína sem þing- maður dæmdur í fangelsi í þrjú ér og hvað eftir annað settur inn, en rikisstjórnin varð einnig hvað eftir annað að sleppa honum vegna mótmæla al- þýðu. Dimitroff hafði frá upphafi tekið eindregna af- stöðu með byltingunni í Rússlandi, flokkur hans gengið einhuga í Alþjóðasamband kommúnista 1919 og hét upp frá því Kommúnistaflokkur Búlg- ariu og 1921 var hann fulltrúi flokksins i 3. heims- þingi Alþjóðasambandsins. Ræddi hann þá við Lenín. Auðmannastétt Búlgaríu framdi fasistískt valdrán 9. júní 1923 og bannaði alla andstöðuflokka. Hóf- ust nú miklar ofsóknir, kommúnistaflokkurinn reyndi uppreisn í september 1923, sem mistókst og voru leiðtogar hans, Dimitroff og Kolarow dæmdir til dauða og urðu að flýja land. Dimitroff starfaði síðan i Vín 1923—29 og svo í Berlín frá 1929 fyrir Alþjóðasamband kommúnista, unz hann var hand- tekinn 28. febrúar 1933 á leiðinni frá Múnchen til Berlínar, þegar nazistar höfðu kveikt í ríkisþing- húsinu og bannað Kommúnistaflokk Þýzkalands til þess að tryggja sér sigur í þingkosningunum 5. marz. Þegar Dimitroff sneri heim 4. nóvember 1945, eftir að búlgarska alþýðan hafði steypt fasistiska auðvaldinu af stóli, var honum fagnað sem þjóð- hetju. Hann varð leiðtogi flokksins og síðan for- sætisráðherra landsins. Hann var höfuðfrumkvöð- ull bandalags verkamanna- og bændaflokkanna i Búlgaríu, sem hófu nú uppbyggingarstarfið og hafa stýrt þróun sósíalismans í Búlgariu siðan. Dimitroff dó 2. júlí 1949. Svo mjög sem búlgarska þjóðin elskar hann og dáir sem brautryðjanda sins sósíalistiska þjóðfé- lags, þá á heimshreyfing sósialismans honum svo mikið upp að unna, að hún mun ætíð meta hann sem einn hugrakkasta baráttumann og farsælasta foringja sinn á 20. öld. E. O. 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.