Réttur


Réttur - 01.04.1972, Síða 40

Réttur - 01.04.1972, Síða 40
stundagamni og taka skólann eins og hvern annan kross, sem bezt er að gleyma sem oft- ast. Eftir því sem bælingin í skólanum eykst, verða undankomuleiðirnar ofsafengnari. Gengdarlaus drykkjuskapur hefur verið land- lægur í menntaskólunum, einkum í þeim skóla, þar sem aginn hefur verið strangastur. Nú nýverið hefur hassneyzla haldið innreið sína í skólana, og það er e. t. v. engin til- viljun að hún hefur komið fram, skömmu eftir að hin nýju og fáguðu kúgunarform hafa haldið innreið sína. Hver og einn getur velt því fyrir sér, hvaða áhrif bæling skólanna og það tvöfalda líf sem nemendur þeirra eru knúnir til að lifa, hafa á þá. Ég treysti mér allavega ekki til að gefa upp neina formúleringu á þeim, en hver sem hefur aðstöðu til að fylgjast með mennta- skólanemum, hlýtur að komast að þeirri nið- urstöðu að ekki sé allt með felldu í hinum virðulegu menntastofnunum þjóðarinnar. Eins og fram hefur komið, er ekki ætlunin að setja hér fram fræðilega greiningu á á- standi íslenzkra menntaskóla, þó að vissulega væri þörf á því. Astæðan er einföld: greinar- höfundur treystir sér ekki til þess. Greinin er einkum rituð í þeim tilgangi að vekja at- hygli íslenzkra sósíalista á þróun mála í menntakerfi landsmanna og til að leggja á- herzlu á, að elcki er hægt að skilja ástand ís- lenzkra skóla og viðbrögð nemenda einungis út frá efnahagslegum atriðum. En þó að lýs- ing á meðferð skólanna á nemendum sínum sé nauðsynlegur inngangur, hlýtur sjálf grein- ingin að miðast að því að rekja hinar félags- legu orsakir, og að mínu viti hlyti áherzlan að koma á sömu þætti og sprengingin í skóla- kerfum Vesmrlanda fyrir fáeinum árum var rakin til. Þar eru höfuðdrættirnir kunnir: Þörf síðkapítalismans á miklum fjölda sér- fræðinga, sem fá mennmn sína á sem skemmstum tíma og sem ódýrast, og jafn- framt vaxandi tilhneiging til teknólógískrar ráðskunar með þegnana. Þar með eru vanda- mál skólakerfisins og hagsmunabarátta náms- manna komin í beint samband við kviku þjóðfélagsins. En á meðan íslenzkir náms- menn gera sér ekki fyllilega ljóst þjóðfélags- legt samhengi vandamála sinna, þarf engum að koma á óvart, þó að óánægja þeirra brjót- ist nú út í aðgerðum vegna húsnæðisskorts, sem aðeins er smávægilegur hluti af vanda- málum menntaskólanna og óánægjuvöldum. 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.