Réttur


Réttur - 01.04.1972, Side 57

Réttur - 01.04.1972, Side 57
Frá landsfundi Alþýðubandalagsins 1971. háttum er ennfremur lögð áherzla á samkeppni milli nemenda innbyrðis á kostnað félagshæfni þeirra og persónulegrar getu til tjáningar og sköp- unar. Of mikið ber á valdboði og forskriftum. Þann- ig verður skólauppeldið innhverft og lýsir greini- lega mannsmynd hins borgaralega þjóðfélags. Starfsemi sérskóla ber að skoða í nokkuð öðru samhengi, þar sem hún stendur í beinu sambandi við þarfir þjóðfélagsins fyrir sérmenntað vinnuafl. Með ört vaxandi iðn- og tæknivæðingu hafa slikir ji skólar fengið æ meiri þýðingu fyrir almenna efna- hagsþróun, enda nauðsyn hverju þjóðfélagi að efla hana eftir fremsta megni. Vanræksla íslenzkra stjórnvalda f þeim efnum er einn þáttur hins al- menna hirðuleysis sem þau hafa sýnt atvinnuupp- byggingu landsins. En sjálfsagðar kröfur um efl- ingu verk- og tæknimenntunar mega ekki ganga fram á kostnað staðgóðrar almennrar menntunar, t. d. með því móti að sérhæfing hefjist sem fyrst eftir að skyldunámi lýkur. Almenn menntun hefur sjálfstætt gildi fyrir hvern einstakling, án tillits til þess hvort hún þjónar þjóðfélagslegum markmið- um. Og þar sem tæknileg, vísindaleg þekking er beinn eða óbeinn liður i framleiðslu- og dreifingar- ferlinu, vaknar jafnan sú spurning í þágu hverra hún sé notuð, hvaða stéttarafstæðum henni sé ætlað að viðhalda og hvert sé hugmyndafræðilegt inntak hennar. 105

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.