Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 59

Réttur - 01.04.1972, Page 59
Thöger Thögersen (myndin er teiknuð í Horseröd fangelsinu 1941 af Knud A. Larsen) Marie Nielsen (teikning 1920 í Petrograd af Brodski) Einhver fyrsti danski sósialistinn, máski sá fyrsti, sem kemur til íslands og skrifar um það frá sósíal- istísku sjónarmiði ,er Martin Andersen-Nexö. Hanri kemur hingað sem fréttaritari ..Politiken" einmitt á þeim árum, þegar höfuðrit hans ,,Pelle Erobrer- en" er að koma út (1905—10) og skrifar grein sem birtist i „Politiken" 5. ágúst 1909 og var þýdd og prentuð í „Isafold" 18. ág. s.á. Tekur hann þar eindregið afstöðu með sjálfstæðisbaráttu vorri og segir m.a.: „Islendingar eru þjóð og ósk þeirra sem þjóðar verður að vera æðstu lög." („Islend- erne er et Folk og deres D’nske sem Folk maa være suverænt"). Danski sósíaldemókratafiokkurinn hafði að því er Hendrik Ottosson segir frá í „Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands", úrslitaáhrif á samningsgerðina 1918 (sjá bls. 210—212). Það var samkvæmt frásögn *) „Réttur" minntist Andersen-Nexö á aldarafmæli hans 1969. Var þar og rakið samstarf vort við hann. Hendriks Hallbjörn Halldórsson prentari, sem iagði til á fundi Jafnaðarmannafélagsins að skora á Al- þýðusambandsstjórnina að senda mann til Kaup- mannahafnar til þess að ná sambandi við sósíal- demókrataflokkinn um iausn þessa máls. Sendi sambandsstjórnin Óiaf Friðriksson i þessum er- indagjörðum og hafði hann síðan samband við F. Borgbjerg, sem þá var ritstjóri Socialdemokraten og einn höfuðleiðtogi flokksins. Var Borgbjerg síðan i dönsku nefndinni, er samdi hér heima. Vafalaust er það rétt að danskir sósíaldemókratar hafa haft áhrif til góðs um mikla tilslökun af hálfu Dana, sem líka voru að hugsa um Slésvig-Hol- sten, — en hinu gæti ég og trúað að það hafi að miklu leyti verið þeim að kenna að hættulegasta atriðið var sett í þennan samning: sameiginlegi borgararétturinn, þótt ekki yrði úr því sú hætta, sem hugsanleg var. „Alþjóðahyggja" sú, sem i því ákvæði birtist, risti ekki djúpt og var fráleitt að þrjátíu sinnum stærri þjóð áskildi sér slíkt við fá- menna þjóð. En það var þetta ákvæði sem leiddi 107

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.