Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 60

Réttur - 01.04.1972, Page 60
til þess að harðir sjálfstæðismenn eins og Benedikt Sveinsson, síra Guðmundur frá Gufudal, Magnús Torfason o, fl. voru á móti samningunum. Þegar þessir samningar eru gerðir 1918, er enn ekki klofningurinn orðinn verulegur í dönsku verk- lýðshreyfingunni. Hendrik lýsir þvi hinsvegar í fyrr- nefndri bók, hvernig samband hans við Borgbjerg rofnaði eftir morðið á Karl Liebknecht og Rósu Luxemburg, sem þýzkir sósíaldemókratar áttu vissa sök á. Þó höfðu róttækir vinstri sósíalistar stofnað „Socialistisk Arbejderparti" (Sósíalistiski verka- mannaflokkurinn) 1918, er breyttist í „Venstre- socialistisk parti“ (Flokkur vinstrisósíalista) 1919 við að sameinast æskulýðssambandi, er skildi við sósíaldemókrata. Tók sá flokkur nafnið „Kommún- istisk Parti“ (Kommúnistaflokkurinn, Skammstafað DKP) 1921. EINANGRAÐIR BARÁTTUMENN Við för þeirra Hendriks og Brynjólfs Bjarnasonar á 2. heimsþing Alþjóðasambands kommúnista 1920, er ekki getið sambanda við aðra danska kommún- ista en Johannes Hrwig, er þá var ritstjóri „Klasse- kampen“(,,stéttabaráttunnar“) — og var það sam- band lítið. Voru þessi samtök róttækra sósialista í Danmörku mjög veik, þó áhrifa þeirra gætti mjög, er í odda skarst í stéttabaráttunni. Þannig tóku þeir raunverulega forustuna i þeirri hörðu baráttu at- vinnuleysingjanna, sem fram fór haustið 1918 og náði hámarki sinu í „bardaganum á Grænatorgi" („Gröntorvslaget"), þegar lögreglan lagði til at- lögu við fjölmennan mótmælafund atvinnuleysingja og stofnaði til átaka, er stóðu dögum saman. Með- al þeirra, er þá höfðu forustu voru þau Thöger Thögersen og Marie Nielsen, sem ásamt fleirum hlutu allþunga fangelsisdóma á eftir. Thöger Thögersen hóf snemma baráttu fyrir sósíaiisma, var söðlasmiður að iðn. Hann neitaði að gegna herþjónustu og sat í Vridslöse-fangelsi 1918—20. Var einn af stofnendum Socialistisk Arbeiderparti 1918, í stjórn danska Kommúnistaflokksins 1921 —29. Var hann formaður hans 1927—1929, Thögersen var tekinn af nazistum og var í fangabúðunum í Stutthof í fjögur ár og sætti mjög illri meðferð, en stóð sig með þeim ágætum að hann vakti aðdáun samfanganna. Dó skömmu eftir striðslok. Marie Nielsen var fyrst vinnukona, siðan kennslukona. Hún var i stjórn Sosialdemó- kratafiokks Danmerkur til 1918 að hún fór úr stjórninni til að mótmæla samstarfinu við „FLOKK RÓTTÆKRA" (Radikale Venstre)1 Var ein af stofnendur Soc. Arb.parti, var svo í stjórn danska Kommúnistaflokksins og var fulltrúi hans á 2. heimsþingi Alþjóðasam- bands kommúnista. 1936 rekin fyrir „trotsk- isma“. Hún reyndist málstaðnum hin trygg- asta til æviloka, bjargaði einum af forustu- mönnum kommúnista á hernámstimunum með þvi að fela hann hjá sér. Dó ca. 1955. Hendrik Ottósson segir i nefndum endurminning- um sínum frá Grænatorgsslagnum og voru þeir Brynjólfur báðir þar. Síðan voru þeir Brynjólfur og Hendrik með þeim Thöger og Marie Nielsen í Leníngrad og Moskvu á 2. heimsþingi Komintern 1920. Kynntust þeir mörg- um fleirum af dönsku kommúnistunum, sumum, er unnu stefnunni ævilangt og öðrum, er yfirgáfu hana síðar. Ég heimsótti Thöger Thögersen 1924 og einnig síðar, en kynni urðu lltil. Hinsvegar kynntist ég vel tveim ágætum kommún- istum af yngri kynslóðinni sumurin 1928 og 1929, sem stóðu framarlega I þeim menntamannahópi, sem síðar átti eftir að taka drjúgan þátt í baráttu Kommúnistaflokksins: þeim Arne Munch Petersen og Kai Moltke, sem þá í gamni var oft kallaður „rauði greifinn" (den röde Greve) af því hann var af hinni kunnu aðalsætt. Arne Munch Petersen var fæddur 1904. Stúdent 1922 og kandidat 1928. Formaður Æskulýðssambands kommúnista 1926—7. I miðstjórn Kommúnistaflokksins frá 1927. Starfsmaður flokksins i skipulagsmálum 1928 til 1933, að árinu 1930 undanteknu. Kosinn á ríkisþingið í Suður-Jótlands-kjör- dæmi í nóvember 1932. Var síðan starfs- maður á vegum Alþjóðasambands kommún- ista, einnig á Spáni í borgarastyrjöldinni. Hvarf í sorgleikum málaferlanna 1936—8. Kai Moltke varð mjög mikilvirkur póli- tískur rithöfundur siðar meir. Hann var i fangabúðum nazista í fjögur ár á hernáms- 108

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.