Réttur


Réttur - 01.04.1972, Page 62

Réttur - 01.04.1972, Page 62
Börge Houmann flokkinn voru mjög góð á þessum árum. Sérstak- lega vil ég minnast á tvo af baráttumönnum flokks- ins á þessum tima, sem báðir áttu eftir að vinna honum og frelsisbaráttu danskrar alþýðu afreks- verk hver á sínu sviði — þá Börge Houmann og Martin Nielsen. Börge Houmann er fæddur í Fredericia 26. marz 1902 og varð því nýlega 70 ára. Óx upp við góð kjör, fór 18 ára til sjós, dvaldi eitt ár í New York, kynntist ýmsum hliðum lífsins, orti Ijóð, sem út komu 1921, varð blaðamaður 1922, kynntist sem slikur neyð þýzku verkamannanna 1923 í Ruhr-hér- aðinu. Ljóðabækur hans, er komu á tima- bilinu 1923 til 1931 sýndu mikla hæfileika hans sem skálds. Árið 1930 gengur hann Alfred Jensen í Kommúnistaflokkinn, hafði með útgáfufé- lagið Monde að gera. Framkvæmdastjóri „Arbejderforlaget" frá 1933. Hafði samstarf við Per Knutzon um sýningu róttækra leik- rita, m.a. eins leikrits Brechts, er sýnt var í Riddarasalnum og Börge þýddi. Fram- kvæmdastjóri dagblaðs Kommúnistaflokks- ins, „Arbejderbladet“ 1935—1941. — Hou- mann undirbjó strax 9. april 1940 leynistarf- ið, svo nazistar náðu honum aldrei. I ágúst 1941 var komúnistaflokkurinn bannaður og í sama mánuði kom út „Danske Toner“ í 40.000 eintökum, m.a. með ræðu eftir Aksel Larsen. Og þetta var verk Börge Houmanns. Skipulagði hann nú útgáfustarfið af mikilli snilld, í marz 1942 byrjaði „Land og Folk“, leyniblað kommúnistaflokksins að koma út, 110

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.