Réttur


Réttur - 01.04.1972, Side 77

Réttur - 01.04.1972, Side 77
Frá 1. maí í Reykjavík 1972. tæpa viku. Átti hún viðræður við forustu- menn flokksins, heimsótti ýms verklýðsfélög sem og ýmsar stofnanir. Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra átti viðtal við þá. Nefndarmenn ferðuðust og norður til Ak- ureyrar og Mývatns. Þátttakendur í sendinefndinni voru: Mihai Gere, varamaður í framkvæmdanefnd, meðlimur miðstjórnar og ritari mið- stjórnar rúmenska Kommúnistaflokksins. Constantin Dascalescu, meðlimur miðstjórnar og fyrsti ritari héraðsstjórnar Kommún- istaflokksins í Galati. Florenta Munteanu, varamaður í miðstjórn Kommúnistaflokksins. Gheorghe Prodea, starfsmaður alþjóðadeildar við miðstjórn Kommúnistaflokksins. Vasile Pungan, sendiherra Rúmeníu í London og á Islandi. Nicolae Plopeanu, fréttaritari Agerpress í London. 1. MAi Verklýðsfélögin helguðu 1. maí að þessu sinni að mestu leyti baráttunni fyrir 50 mílna fiskveiðilandhelgi. Var þátttaka í kröfugöng- unni í Reykjavík einhver hin mesta, sem nokkru sinni hefur verið. Flutm þeir Benedikt Davíðsson og Sigfús Bjarnason ræðurnar á hinum mikla útifundi á Lækjartorgi á eftir. Var þeim ræðum nú útvarpað — og hefur það ekki gerst áður. Sjónvarpið minntist 1. maí um kvöldið með sýningu á leikriti Nordal Griegs um Parísarkommúnuna „Osigrinum" („Neder- laget"). 125

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.