Réttur


Réttur - 01.04.1972, Side 80

Réttur - 01.04.1972, Side 80
RITSJÁ Georg Lukács: Lenin. — Pax for- lag A/S. Oslo 1970. Þessi bók Georgs Lukács um Lenin og ,,innbyrðis samhengi milli hugsana hans" var skrifuð 1924 í Vin og henni fylgir nú mjög merk- ur eftirmáli, sem Lukács reit i Budapest 1967. Ræðir hann þar, einnig af gagnrýni, þetta æskurit sitt, sem á erindi til allra þeirra, sem vilja reyna að skapa sér rétta mynd af Lenin, án allrar tignunar, en með fulla innsæi í mikilleik þess manns. Bókin er í kiljubroti 130 síður. Paul A. Baran og Paul M. Sweezy: Monopolkapitalen. — Pax forlag A/S. Oslo 1971. Hið fræga rit bandarísku marx- istanna Baran og Sweezy um ein- okunarauðvaldið („Monopoly Capital" er hinn enski titill) er nú komið út á norsku, gefið út af hinu athafnamikla, sósíalistiska útgáfufélagi Pax, en þýtt af Fritz Nilsen. Eru þetta tvö hefti i kilju- broti, samtals um 370 siður. Þetta er með beztu rannsóknum á efnahagsþróun auðvaldsríkjanna siðan Lenin reit bók sína um heimsvaldastefnuna og Eugen Varga sínar merku rannsóknir á heimskreppunni og á þróun im- perialismans. Bók þessi á mikið erindi til allra þeirra Islendinga, sem vilja fá rétta mynd af auð- valdsheiminum eins og hann er nú og alveg sérstaklega af valdi þeirra risavöxnu einokunarhringa, sem drottna í því atvinnulífi, sem vissir fjölmiðlar reyna að telja mönnum trú um að sé „frjálst". Gunnar Adler-Karlsson: Vest- blokkens okonomiske krigforing. Pax Forlag A/S. — Oslo 1970. Þetta er vísindaleg rannsókn á efnahagsstriði Vesturlanda, — rikja Atlandshafsbandalagsins — við sósíalistisku rikin. Höfundur hefur rannsakað þetta svið allt mjög náið. Doktorsritgerð hans í lögfræði fjallaði um „Western Economic Warfare — 1947—’67", (efnahagsstríð Vesturlanda 1947 —’67) og vakti hún mikla athygli. Hann hefur verið ráðunautur UNCTAD í málum er snerta við- skipti „Austurs og Vesturs”. Gunnar Myrdal ritar inngangsorð. Höfundur sannar hvernig 14 ríki Nato hafa stundað samsæri árum saman, stjórnað af leynilegri mið- stjórn, til þess að hindra verzlun- arviðskipti austur á bóginn og auðvitað farið á bak við þing og viðkomandi þjóðir. Þannig hefur þetta gengið í 20 ár. — Þetta er lærdómsrik bók fyrir alla þá, sem skygnast vilja bak við tjöldin i samsæri auðvaldsrikjanna. Eftirtektarvert er að Island er eina Nato-ríkið, sem ekki var með í þessu Nato-samsæri, hefur ekki gengið undir ok „Cocom", en svo er nafn nefndar þeirrar skamm- stafað, sem skipuleggur viðskipta- bannið. Það voru Bandaríkin, sem frumkvæðið höfðu, og hin ríkin beygðu sig í auðmýkt á tímum Marshall-hjálparinnar og síðan. En þræðir samsærisins hafa náð til miklu fleiri landa en Nato-ríkjanna, líka t. d. til Japans. Fleiri Pax-bækur. Pax gefur út mikið af bókum um sósialistísk efni. Hér skal minnst á tvær, sem fjalla um rik- isvaldið í þjóðfélögum auðvalds og sósialisma. Ralph Miliband er enskur sósí- alisti, sem er annar aðalútgefandi „Sócíalist Register", sem áður hefur verið kynnt í Rétti. Bók hans um ríkisvaldið í auðvaldsþjóðfé- laginu. „Statsmakten i det kapit- aliske samfund, en analyse av maktsystemet undir sen-kapital- ismen“ er mjög eftirtektarverð skilgreining á þróun og hagnýt- ingu ríkisvaldsins í atvinnu- og fjármálalífi auðvaldsins. Svetozar Stojanovic er júgó- slavneskur prófessor í hagfræði og siðfræði í Belgrad. Bók sú, er Pax gefur út eftir hann heitlr: „Socialismen i dag. Idealer og realiteter. Et marxistisk oppgör med socialistiske land”. Bókin er mjög hörð gagnrýni á ýmsa þætti i stjórnmálum sósíalistisku land- anna. Höfundur var í Kommúnista- flokki Jugóslavíu til 1968 að hann fór úr honum. 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.