Réttur


Réttur - 01.04.1974, Page 2

Réttur - 01.04.1974, Page 2
alls. íslensku kreppuna verður að leysa á kostnað óstjórnarinnar á efnahags- lífinu, gróðasvindlisins í innflutningsversluninni, brasksins með útflutning- inn og glundroðans í yfirbyggingu viðskiptalífsins. — Á þessum kýlum auð- valdsskipulagsins þarf að skera áður en farið er að tala um fórnir alþýðu. Það er í heimsmálunum mikil kaldhæðni örlaganna, að sá hinn sami Nixon, sem fyrir tæpum 30 árum (1946) óð fram sem æstasti forvígismaður kalds stríðs og úrslitakosta gegn Sovétríkjunum, skuli nú hendast heimshornanna á milli og reyna að semja við Breshnev um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar og friðsamlega sambúð stórveldanna. Vitfírringspólitík bandarísks auðvalds og hervalds frá stríðslokum hefur komið heiminum á þá heljarþröm, að til- viljun ein og óhapp geta ráðið því hvort jörðin springi undir þeim kjarnorku- vopnum, er upp hafa hlaðist. Áróðurstól þessarar valdaklíku hafa í þrjá áratugi hamast við að forheimska, trylla og spilla miklum hluta fólks í Ameríku og Vestur-Evrópu. Sér þess og merki hér heima, jafnvel að menn gerist kaþólskari en páfinn, sem sumir ætla að genginn sé af trúnni. — Nú eru upphafsmenn þessarar brjálsemi í stjórnmálum heims sjálfir orðnir hrædd- ir við hugsanlegar afleiðinga gerða sinna, þegar þeir eru búnir að leiða yfir mannkyn mestu tortímingahættu frá upphafi vega. Ein höfuðgrein þessa heftis fjallar um upptök þessara ógna að því er snertir ásælni þessarar valdaklíku gagnvart íslandi í styrjaldarlok. ☆ o * Þetta Réttarhefti kemur með seinni skipunum, því ekki var unt að koma út hefti fyrir þingkosningar vegna anna í prentsmiðjunni og er þetta hefti því miður all einhæft, hvað ritmennsku snertir, en 3. hefti mun vonandi fylgja á eftir strax í september—október og þá fjölbreyttara hvað höfunda og efni snertir. Verðlag allt hefur hækkað á prentun og pappír, svo erfitt verður fyrir Rétt að láta enda ná saman þrátt fyrir áskriftarhækkun í ár. Það eina, sem getur bætt er ef velunnarar Réttar vinna nú af kappi að því að safna nýjum áskrifendum. Hvað snertir birgðir af nýja Rétti þá er nú svo á þær gengið, að ekki er lengur hægt að selja árganga þá með afslætti, en hinsvegar fást flestir enn á gamla verðinu, 250 krónur. Skal þeim sem ekki eiga allan Rétt í nýja brotinu (frá 1967) ráðlagt að afla sér hans sem fyrst, því þar er mikið vopna- búr fróðleiks og þekkingar öllum þeim, sem unna þjóðfrelsi og sósíalisma. Af eldra Rétti eru og til allmargir árgangar og seljast á sanngjörnu verði, þegar aftur í tímann kemur. Þeim sem áhuga hafa á eldri árgöngum, er ráð- legt að skrifa afgreiðslunni eða koma á Grettisgötu 3, (hjá Alþýðubanda- laginu) þar sem eldri árgangarnir eru geymdir og fást keyptir. I miðjum júlí 1974.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.