Réttur


Réttur - 01.04.1974, Side 3

Réttur - 01.04.1974, Side 3
INGI R. HELGASON: AÐ LOKNUM KOSNINGUM i. Tvennar kosningar hafa gengið yfir þjóð- ina á þessu ári. Sveitarstjórnarkosningar á réttum tíma en alþingiskosningar ári fyrr en kjörtímabili átti að Ijúka. Ríkisstjórn Olafs Jóhannessonar var mynd- uð upp úr alþingiskosningum 1971, en í þeim kosningum missti stjórnarsamsteypa Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks meirihluta sinn á Alþingi, sem stjórn þessara flokka smddist við í áramg. Jafnt og þétt safnaði viðreisnarstjórnin glóðum elds að höfði sér uns yfir lauk von- um seinna. Ahlaupið gegn viðreisnarstjórn- inni tókst 1971. Þrír stjórnmálaflokkar átm hlut að nýjum meirihluta á Alþingi upp úr kosningunum 1971.Þeir fengu 32 þingmenn, sem að vísu nægði til að hafa vald á báðum þingdeildum, en þetta var naumur meirihluti, jafnvel svo að ekki einn þingmaður mátti bregðast. Framsóknarflokkurinn fékk í kosningun- um 1971 26.645 atkvæði, 17 þingmenn og 25,3% greiddra atkvæða. Meirihluti fylgj- enda Framsóknarflokksins er vinstri menn, sem aðhyllast félagslega lausn á vandamálum þjóðfélagsins. Innan Framsóknarflokksins eru einnig mjög hægri sinnuð öfl, sem oftlega hafa forusmsveit flokksins í greipiun sér. For- usmsveitin reynir að staðsetja flokkinn mið- svæðis í íslenskum stjórnmálum en einstigi það er mjög vandratað. Eftir kosningaúrslit- in og áfall viðreisnarflokkanna, hlaut Fram- sóknarflokkurinn að leita eftir smðningi vinstra megin við sig og hafa forustu um myndun vinstri stjórnar. AlþýSubandalagið fékk í kosningunum 1971 18.055 atkvæði, 10 þingmenn og 17,1% greiddra atkvæða. Alþýðubandalagið er sameiningarflokkur íslenskra sósíalista, sannur félagshyggjuflokkur samkvæmt eigin 75

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.