Réttur


Réttur - 01.04.1974, Page 4

Réttur - 01.04.1974, Page 4
stefnuyfirlýsingum og í augum almennings í landinu. Alþýðubandalagið, sem í raun var sigurvegari kosninganna 1971 (fékk 13.409 atkvæði 1967 eða 13,9% greiddra atlcvæða, ef frá eru talin I-lista atkvæðin og jók því kjörfylgi sitt 1971 um 34,6% frá 1967) hlaut að fagna þeim möguleika, sem kosn- ingaúrslitin skópu að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum um vinstri málefna- skrá og bjóða Alþýðuflokki og Samtökunum að vera með. Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem var nýstofnaður stjórnmálaflokkur, fékk í kosningunum 1971 9-395 atkvæði, 5 þing- menn og 8,9% greiddra atkvæða. Margir vinstri menn kusu þennan flokk 1971 að- eins vegna þess að þeir töldu tölulega mestat líkur fyrir því að hægt yrði að hnekkja veldi viðreisnarstjórnarinnar með því að Sam- tökin fengju þingsæti. Vegna þess, sem fyrir kosningarnar var sagt, urðu Samtökin að taka þátt í myndun vinstri stjórnar, enda þótt for- ustumennirnir hefðu ætlað sér annað hlut- skipti en að leiða Alþýðubandalagið að stjórnarstólunum. Við þessar aðstæður sumarið 1971 tókst að mynda ríkisstjórn á Islandi utan um mjög myndarlega og rismikla málefnayfirlýsingu, þar sem í utanríkismálum og innanlandsmál- um var mörkuð ný stefna frá því sem áður var, stefna félagshyggju og uppbyggingar at- vinnulífs um allt land með það fyrir augum að skapa heilbrigða byggðaþróun og batnandi lífskjör. Auðvitað framkvæmdi vinstri stjórnin, ekki allt sem hún hafði lofað og ekki eins og hún hafði heitið, en afrek hennar og framkvæmdir, landi og lýð til heiila, eru mjög mikil og munu halda nafni hennar á lofti um ókomin ár. Frá upphafi voru Samtökin veikur hlekkur í þessu stjórnarsamstarfi og alloft lék allt á reiðiskjálfi. Brátt fóru Samtökin að liðast í sundur. Bjarni Guðnason sagði upp þingleg- um stuðningi við ríkisstjórnina og endalykt- irnar urðu þær, að Hannibal Valdimarsson og Karvel Pálmason fluttu vantraust á ríkis- stjórnina enda þótt flokksbróðir þeirra Magnús Torfi Olafsson sæti sem fastast. Þegar svona var komið, var auðvitað ekki lengur til setunnar boðið. Olafur Jóhannes- son rauf þingið og efndi til nýrra kosninga, sem fram fóru 30. júní 1974. I þessum kosn- ingum eins og öðrum var stokkað og gefið á ný en hvernig lítur staðan út að kosning- um loknum: II. Urslitatölur alþingiskosninganna 1974 liggja nú á borðinu og er rétt að gera sér grein fyrir þýðingu þeirra. Heildartölur líta þannig út (svigatölur 1971): Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Samtökin Alþýðubandalag Kommúnistasamtökin Lýðræðisflokkarnir Fylkingin 10.345 atkv. 28.381 — 48.758 — 5.245 — 20.924 — 121 — 128 — 200 — (11.020) (26.645) (38.170) ( 9.395) (18.055) Fyrir Kommúnistasamtökin og Fylking- una voru kosningarnar liðskönnun og úrslita- tölurnar svala forvitni þeirra og eru áreið- anlega hollur lærdómur fyrir forustusveitir þessara fyrirbæra um alvöruna í íslenskri pólitík. Þrír Lýðrœðisflokkar skiptu á milli sín 128 atkvæðum á öllu landinu, svo að jafnvel meðmælendurnir hafa hlaupið út í veður og vind. Alvarlegasta breytingin á kjörfylgi stjórn- 76

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.