Réttur


Réttur - 01.04.1974, Síða 5

Réttur - 01.04.1974, Síða 5
málaflokkanna er sú, að kjósendum Sjálf- stœðisflokksms fjölgar á öllu landinu úr 38.170 í 48.758 og nýmr flokkurinn því stuðnings 42,7 % kjósenda. Hefur þessi aukn- ing Sjálfstæðisflokkrins verið kölluð „hægri sveifla" og víst eru hér á ferðinni óhugnan- legir atburðir. Þó er rétt að gera sér raun- hæfa grein fyrir því, að hér er Sjálfstæðis- flokkurinn „aðeins" við efri mörk á kjör- fylgi sínu á undanförnum árum en hefur með þessum úrslitum alls ekki farið langt upp úr þeim, svo sem sjá má á eftirfar- andi hlutfallstölum Sjálfstæðisflokksins: Árið 1931 43,8% — 1933 48,0 — — 1934 42,3 — — 1937 41,3 — — 1942 39,5 — — 1953 37,0 — — 1956 42,6 — — 1959 42,6 — — 1963 41,4 — —- 1967 36,2 — — 1971 42,7 — Þessar atkvæðatölur Sjálfstæðisflokksins eru hins vegar alvarleg áminning til allra vinstri manna um þær hættur sem nú steðja að. Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að auka fylgi sitt með hatursáróðri um herstöðina bandarísku og yfirvofandi árásarhættu af hálfu Rússa. Flokknum hefur einnig tekist að hagnýta þróun hinna almennu efnahags- mála sér til framdráttar. Hvorugt á Sjálf- stæðisflokknum að takast ef vel er á haldið af andstæðingum hans. Sjálfstæðismenn sjálfir túlka úrslit jx:ssi sem eindregna kröfu kjósenda um hægri stjórn. Augljóst er, að sú túlkun stenst ekki. Urslitin sýna þó, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn sogar til sín fylgi Alþýðuflokksins en meginafl vinstri stjórnarinnar hefur að sama skapi styrkst. Alþýðubandalagið bætir við sig atkvæðum, hlutfalli og þingsæti og Framsóknarflokkur- inn bætir við sig atkvæðum, tapar smá hlut- falli og heldur þingsætum sínum. Sjálfstæð- isflokkurinn nýmr þess líka í þessum kosn- ingum, að almenningur vill skýrari flokka- línur og færri flokka, bæði hægra megin og vinstra megin. Þessi kosningaúrslit eru mikið áfall fyrir Alþýðt/flokkinn. Náðarfaðmur Sjálfstæðis- flokksins er að verða Alþýðuflokknum dýr. Eftir kjördæmum lítur fylgi Alþýðuflokks- ins þannig út: (Svigum 1971): Reykjavík Reykjanes Vesmrland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Ausmrland Suðurland 4.071 (4.468) 2.702 (2.620) 771 ( 723) 495 ( 464) 445 ( 566) 1.098 (1.147) 195 ( 293) 568 ( 739) Samtals 10.345 (11.020) Hlutfall 9,1% (10.5.%) I heild tapar Alþýðuflokkurinn einu þing- sæti, fær 5 í stað 6, en það sem er alvarlegra fyrir flokkinn er að staða hans er svo slæm i öllum kjördæmum landsins, að hann fær aðeins einn kjördæmakjörinn þingmann (Reykjavík) og hann með naumindum. Ástæðan fyrir þessu tapi Alþýðuflokksins er þjónkun hægri forustumanna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og stefnumál hans. Úr kosningatölunum 1967, 1971 og 1974 má lesa fordæmingu fylgjenda Alþýðuflokksins á þessari íhaldsþjónkun, bæði í viðreisnar- stjórninni og í samstöðu í stjórnarandstöðu við vinstri stjórn Olafs Jóhannessonar, svo sem eftirfarandi tafla sýnir: Árið 1967 15.059 tkv. 15,7 % 77

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.