Réttur - 01.04.1974, Side 7
og 1974 sé snökktum minna en það var
1967.
Annar aðalsigurvegarinn í alþingiskosn-
ingunum 1974 er Alþýðubandalagið. Enda
þótt aukning atkvæða og þingsceta og hcekk-
un hlutfalls hafi ekki orðið eins mikið og
hjá Sjálfstceðisflokknum, þá er sigur Al-
þýðubandalagsins í þessum kosningum at-
hyglisverðari og þýðingarmeiri fyrir þróun
mála.
Fyrst er á það að líta, að hefði Alþýðu-
bandalagið taþað atkvceðum, hlutfalli eða
þingmönnum í þessum kosningum, væri
„hægri sveifla” rétt túlkun og skýrgreinmg
kosningaúrslitanna. En þar sem Alþýðu-
bandalagið bætti við sig atkvæðum og þing-
manni, á sú túlkun ekki við heldur sýna úr-
slitin skarþari andstæður í íslenskum stjóm-
málum en áður.
1 annan stað var Alþýðubandalagið önnur
megin stoð vinstri stjórnarinnar og bar full-
komna þólitíska ábyrgð á henni. Ráðherrar
Alþýðubandalagsins, Lúðvík Jósepsson og
Magnús Kjartansson, höfðu æðstu stjórnvöld
í öllu atvinnulífi landsmanna nema land-
búnaði og hvert mannsbarn í landinu vissi,
að hvorki í landhelgisdeilunni né herstöðva-
málinu var farið að tillögum Alþýðubanda-
lagsins beldur hafði þar verið mætst á miðri
leið í pólitískum samningum. Hin pólitíska
ábyrgð var því mikil og þung. Ef Alþýðu-
bandalagið hefði tapað í þessum kosningum
hefði þar verið um áfellisdóm fylgjenda þess
að ræða, sem jafnframt hefði verið dauða-
dómur yfir vinstri stjórn við núverandi að-
stœður. En með sigri Alþýðubandalagsins er
ekki einasta ráðherrum flokksins þökkuð
frammistaða þeirra heldur lýst yfir trausti og
kröfu um áframhaldandi vinstri stjórn, sé
þess nokkur kostur.
I þriðja lagi er töluleg fylgisaukning Al-
þýðubandalagsins veruleg frá kosningunum
1971. Hrein atkvœðaaukning yfir allt landið
er 2869 atkvœði úr
1971 18.055 í
1974 20.924.
Þetta er atkvæðaaukning um 15,89% og
við hana fjölgar þingmönnum Alþýðubanda-
lagsins ttm 1 úr 10 í 11. Vegna fjölgunar
kjósenda er hlutfallsleg aukning af greiddum
atkvœðum 7,01 % og hækkar hlutfallstala
flokksins úr 17,1 % í 18,3%. Vert er að gefa
gaum við athugun þessara úrslita, hvemig
Alþýðubandalagið hefur síðan núverandi
kjördæmaskipun var lögfest 1959 jafnt og
þétt aukið kjörfylgi sitt:
Arið atkv.
1959 13.621
1963 1 4.273 aukn. 652 eða 4,78%
1967 16.923 aukn. 2.650 eða 18,56 —
1971 18.053 aukn. 1.132 eða 6,68 —
1974 20.924 aukn. 2.869 eða 15,89 —
Kosningaúrslitin 1974 sýna öruggan starfs-
grundvöll Auþýðubandalagsins. Það fær kjör-
inn þingmann í öllum kjördæmum landsins
nema einu, á Véstfjörðum, þar sem aðeins
vantar herslumuninn í kjördæmakjör.
Að lokum en ekki síst er vert fyrir and-
stœðinga Alþýðubandalagsins sem og fylgj-
endur þess að gera sér grein fyrir kosninga-
sigri þess frá öðru sjónarhorni.
Alþýðubandalagið er í raun réttri sama
pólitíska baráttutæki íslensks verkalýðs. —
sama pólitíska aflið, — og skaþað var með
samruna Kommúnistaflokksins og vinstri
jafnaðarmanna 1938. Þetta þýðir ekki að ég
telji Alþýðubandalagið öldungis sama og
Sósíalistaflokkinn. Alþýðubandalagið býr við
annað skipulag, hefur nýja og yngri forystu
og umfram allt hefur það tileinkað sér mikla
og dýrkeypta reynslu. En það pólitiska afl,
— einbeitt í þjóðfrelsismálum og lífskjara-
baráttu íslenskrar alþýðu, — sem lét til sín
79