Réttur


Réttur - 01.04.1974, Page 12

Réttur - 01.04.1974, Page 12
EINAR OLGEIRSSON ÞRJÚ MEGINVERKEFNI Hugleiðingar um hlutverk sósíalistisks flokks á íslandi Alþýðubandalagið kemur sem sterk hreyfing verkalýðs og menntamanna út úr orrahríð bæjarstjórna- og alþingiskosninganna 1974. Því hefur tekist að sigrast á klofningstilraunum og innri erfiðleikum áranna 1967—74. Það sameinar í sókn sinni stéttabaráttu aiþýðu og þjóðfrelsisbaráttu íslendinga. Því hefur nú tekist að ná næst- um því kosningafylgi, sem Sósíalistaflokkurinn fékk mest (1946—49: 19,5%), með því að fá í alþingiskosningunum 30. júní 18,3% atkvæða. Eitt af þeim verkefnum, sem nú bíða Alþýðubandalagsins er að efla það sjálft sem sósíalistískan flokk: fjölga stórum í flokknum og þroska hann pólitiskt. Hér fara á eftir nokkrar hugleiðingar um höfuðverkefni sósíalistísks flokks á Islandi. Það er nauðsynlegt hverjum flokki eigi síður en hverjum manni að vita hvað hann vill, setja sér verkefni og vinna kerfisbundið að framkvæmd þeirra. Þær hugleiðingar, sem hér eru settar fram, miða að því að Aþýðubandalagið geri sér sem besta grein fyrir verkefnum sinum sem sósíalistiskum flokki, Þær taka eðlilega mið af reynslu sósíal- istískrar verklýðshreyfingar á Islandi og af ástandi því, sem á Islandi ríkir, þar með þeim styrkleika- hlutföllum, sem hér eru milli höfuðstéttanna: at- vinnurekenda og verkalýðs, — af þeirri lýðræðis- erfð, sem verkalýðshreyfingin og fleiri framsækn- ir aðilar hafa skapað í harðri baráttu vð afturhalds- öflin. Reynt verður út frá þessari reynslu og á- standinu, er skapast hefur, að draga almennar ályktanir um þrjú aðalverkefni sósialisks flokks, einkum hvað stjórnlist snertir. Þessar hugleiðingar eru hugsaðar út frá íslenskum aðstæðum — og þótt eitthvað af þeim kynni að eiga við annarsstað- ar, þá er ætið rétt að fara varlega í að yfirfæra reynslu einnar þjóðar á aðra. I því efni hefur al- 84

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.