Réttur


Réttur - 01.04.1974, Page 27

Réttur - 01.04.1974, Page 27
HERMANN DUNCKER ALDAR MINNING Það var fyrir tveim áratugum, í ágúst 1954, mitt í „kalda stríðinu". Eg var staddur á flugvellinum í Moskvu á leið vestur. Eg sé þar rétt hjá mér eldri mann, sem ég þótt- ist þekkja, og segi við rússneska félagann, sem fylgdi mér: „Er þetta ekki Hermann Duncker, sem stendur þarna og með honum er ungur karlmaður og ung kona." Rússneski félaginn fór og spurði manninn, hvort svo væri og það kom í ljós að þetta var Her- mann Duncker en honum fylgdu þarna á flugvöllinn Wilhelm, sonur Karls Liebknecht og svo dóttir Julian Marchlevskí, pólska kommúnistaleiðtogans. ★ Á árunum 1922 og 1923 hafði ég sótt mjög leshringi, sem Hermann Duncker stjórnaði í Múnzstrasze í Berlín og dáðist að honum sem kennara. Minnti ég hann nú á þetta og þótti honum mjög vænt um að hitta þarna gamlan nemanda. Sámm við síð- an saman í flugvélinni og skröfuðum margt. Þetta var í síðasta sinn er við sáumst. Hermann Duncker var einmitt á þessum árum, sem ég var í Berlín, kennari við flokks- skóla þýska Kommúnistaflokksins og sá mað- ur í miðstjórninni sem stjórnaði menntunar- og uppeldismálum. Hann hélt þá fjölda fyrir- lestra og stjórnaði hverskonar fræðslustarf- semi. Ekki man ég nú lengur hvað tekið var fyrir í þeim leshringum, er ég sótti. En svo vill til að einmitt Kommúnistaávarpið hefur verið sú bók, sem mér hefur þótt best að stjórna leshringum í, — ég lagði það til grundvallar í um 30 ár í leshringum með menntaskólapiltum og verkamönnum. — Duncker hefur og áreiðanlega notað þá á- gætu bók mikið og svo sagði mér þýskur fé- lagi og jafnaldri, Sigi Spieler, að þegar hann hefði í fyrsta skipti verið í leshring hjá 99

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.