Réttur


Réttur - 01.04.1974, Qupperneq 32

Réttur - 01.04.1974, Qupperneq 32
ar Franco hóf uppreisn fasista á Spáni fór Cunhal til Madrid. Síðar á árinu tókst PIDE, leynilögreglu harðstjórans Salazar, að ná honum. Þrátt fyrir miklar pyntingar, tókst henni ekki að hafa neitt upp úr honum. Var hann nú látinn laus um tíma, en fangels- aður aftur 1940 og sat þá eitt ár í fangelsi. Er hann aftur var frjáls tók hann til starfa fyrir flokkinn norðan til í Portúgal, síðar starfaði hann sem ritari miðstjórnar, uns hann var fangelsaður í þriðja sinn 1949- I maí 1950 var hann leiddur fyrir rétt og not- aði þá aðstöðuna til að flytja eldheitar á- kæruræður gegn fasismanum í Portúgal. Og nú tók við ægilegur tími: I ellefu ár sat Cunhal nú í dýflissum fasismans, þar af átta ár innilokaður í einangrunarklefa. Þann 7. janúar 1960 braust hann ásamt 10 öðrum leiðtogum flokksins út úr fang- elsinu, Peniche, með leyndri aðstoð flokks- félaga meðal fangavarðanna. Þessi fádæma vel skipulagði flótti yfir 13 metra háan fangelsismúr vakti feikna eftirtekt, lögreglu fasistanna tókst ekki að ná neinum hinna ellefu. Miðstjórn flokksins ákveður nú að Cunhal skuli fara af landi burt og stjórna baráttunni úr útlegðinni og honum tekst að komast burt. Hafði hann nú í mars 1961, verið kos- inn aðalritari flokksins. I 13 ár dvelur Cun- hal í útlegð, mestmegnis í Sovétríkjunum og í Tékkóslóvakíu. Þegar Cunhal nokkrum dögum eftir bylt- inguna 25. apríl kemur heim, tóku þúsundir eldheitra áhangenda á móti honum á flug- vellinum. Ungir liðsforingja hefja hann upp á bryndreka og þaðan heldur hann, nokkr- um mínútum eftir komuna frá París, fyrstu opinberu ræðu sína til þjóðarinnar, — og er nú leiðtogi sterkasta og best skipulagða afls- ins í landinu. 16. maí er hann gerður ráð- herra í ríkisstjórn þeirri, sem herforingjarnir mynda ásamt Soares, foringja Sósíalista- flokksins. Þeim, sem stjórna nú flokkum verkalýðs- ins og verklýðshreyfingunni í Portúgal, er mikill vandi á höndum að stýra þeirri bylt- ingu, sem hafin er af herforingjum, fram til þess að upp rísi traust lýðræðisríki í sjálf- stæðu Portúgal, er skapi möguleika til þróun- ar í átt til sósíalisma og verklýðsvalda. Yfir þeim vofir vargur, hið ameríska auðvald og hervald, er klófesta vili áfram herstöðvar í Asor- og Grænhöfðaeyjum — og ná efna- hagslegum — og þarmeð pólitískum — á- hrifum jafnt í sjálfu Portúgal sem fyrri ný- lendum þess. Hættan á nýrri harðstjórn er því mikil, en bláfátæk alþýða landsins hins- vegar eðlilega óþolinmóð eftir hálfrar aldar fasistiska kúgun og arðrán. Við Islendingar ættum að geta skilið vandamál portúgölsku alþýðunnar og okkur ber að fylgjast vel með frelsisbaráttunni í þessu Nato-ríki. 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.