Réttur


Réttur - 01.04.1974, Page 33

Réttur - 01.04.1974, Page 33
HERTTA KUUSINEN MINNING Hertta Kuusinen andaðist þann 18. mars s.l. á sjúkrahúsi í Moskvu, rúmlega 70 ára að aldri. Þar með lauk ævi mikils og merki- legs byltingarleiðtoga, sem fengið hafði í rík- um mæli að kenna á sviftibyljum hennar og okkar kynslóðar, — konu, sem með glæsi- leik sínum og yndisþokka vann sér hylli flestra, er henni kynntust, andstæðinga sem samherja. I. Hertta Kuusinen var fædd í Finnlandi 14. febrúar 1904. Faðir hennar, Otto W. Kuus- inen, varð einn af fremstu mönnum finska sósíaldemókrataflokksins og eftir 1907 leið- togi þingflokks hans. 1916 hafði sá flokkur fengið meirihluta við kosningar í finska þinginu og í þeirri ríkisstjórn verkalýðsins, sem mynduð var í borgarastyrjöldinni 1918 var Otto menntamálaráðherra. Eftir að finnsku fasistarnir höfðu barið niður finnsku verklýðshreyfinguna með hjálp þýska keis- arahersins, og komið á hvítri ógnarstjórn, flutti Otto til Sovétríkjanna ásamt fleiri leið- togum sósíalista og varð síðar einn af leið- togum Alþjóðasambands kommúnista. Hertta flutti til föður síns árið 1922 og bjó síðan í Moskvu til 1934, starfaði þar á vegum Alþjóðasambandsins. En hugur henn- ar þráði að mega starfa að framgangi sósíal- ismans í hálffasistisku Finnlandi og 1934 hélt hún, þrímg að aldri, þangað til þess að vinna í banni laganna fyrir ofsóttan Komm- únistaflokk Finnlands. Næsm tíu árin vom erfið, líklega hefur hún alls setið ein átta ár þar af í fangabúðum og fangelsum afmr- haldsstjórnarinnar finnsku. Einkason sinn, 9 ára, skildi hún eftir í vörslu sysmr sinnar, er hún fór frá Moskvu og sá hann aldrei afmr, því hann dó í stríðinu, eftir að nas- istar réðust á Sovétríkin. Eftir 1944 hóf Kommúnistaflokkur Finn- lands að starfa löglega og 1945 gekkst hann fyrir myndun Lýðræðisbandalagsins, sem síðan hefur verið kosningaflokkur kommún- ista og vinstri sósíalista og lengst af haft fimmmng finnsku þjóðarinnar að baki. Hertta var formaður Lýðræðisbandalagsins 105

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.