Réttur


Réttur - 01.04.1974, Page 40

Réttur - 01.04.1974, Page 40
kvæmt láns- og leigu-lögum, er sett voru í febrúar 1941 og einnig rætt um að Banda- ríkin fengju afnot af flugstöð á Islandi. Þó var talið að Roosevelt væri enn í apríl ekki á því að setja upp herstöð á Islandi. En 26. maí er hann farinn að hugleiða „hervernd” þar og 28. maí biður Churchill hann um það í skeyti að taka við nervernd á Islandi og áleit best að það yrði gert án þess að gera boð á undan sér, en Roosevelt var andvígur slíkri aðferð. Virðast málsmetandi Banda- ríkjamenn hafa álitið íslendinga mjög á- fram um ameríska hervernd. I síðasta blaði sem út kemur af Þjóðvilj- anum áður en hann er bannaður, er enn var- að við yfirvofandi hernámi Bandaríkjanna. I leiðaranum undir fyrirsögninni „Skipti- mynt" stendur m.a.: „IslancL er þannig sett á jörðinni að það verður ein skiptimyntin, sem notuð verður i þessari verslun auðvaldsherra stórþjóðanna. — Bretar hemámu landið 10. maí 1940. Síð- an hefur þrásinnis verið um það rcett að Bandaríkin tcekju við herfanginu. Það er lið- ur í sömu herferðinni. Það er breska auð- valdinu til hjálþar, en þýðir þó vaxandi völd Bandaríkjaauðvaldsins á kostnað þess breska. Það eru miklar líkur á að til þess komi nú fyrr en varir að Bandaríkin taki við þeim völdum og þeirri aðstöðu, sem Bretar hafa myndað sér hér. Þetta er ekki fagnaðarefni fyrir okkur, síður en svo. Þetta er aðeins ný staðfesting þess, að smáþjóð er frá sjónar- miði auðvaldsherranna, hvort sem þeir eru þýskir, breskir eða bandarískir, aðeins tceki- fceri til þess að safna auði." Þetta var 27. apríl 1941. Um kvöldið framkvæmdi breski herinn bannið á Þjóð- viljanum, handtók ritstjóra hans og blaða- mann og lét flytja í fangelsi á Bretlandi og hertók afgreiðslu blaðsins. I júnílok er svo látið til skarar skríða að beygja íslensku ríkisstjórnina til að láta að vilja Bandaríkjanna og Bretlands. Skal nú sagt frá því, er gerist að tjaldabaki samkv. heimildum í skýrslum Bandaríkjanna, en áð- ur birt hin hreinskilnislega frásögn Cordell Hull, hins íhaldssama en heiðarlega utan- ríkisráðherra Roosevelts, um þennan atburð í endurminningum hans. Hún hljóðar svo (leturbr. mínar.): „Við gerðum á Norður-Atlantshafi meiri- háttar ráðstöfun til verndar okkur sjálfum með því að senda hernámslið til Islands í byrjun júlí, til að taka við af breska her- liðinu þar.r,) Þá er að líta á frásagnir bandaríska utan- ríkisráðuneytisins'', af því, sem gerðist gagn- vart Islandi: „Halifax lávarður (sendiherra Breta í Washington) kom með skeyti til utanríkis- ráðuneytisins (Bandaríkjanna) á miðviku- dagskvöld, 25. júní, og las fyrir (Sumner) Welles, staðgengli utanríkisráðherra, skilaboð viðvíkjandi skýrslu, er sendiherra (Breta) í Reykjavík hafði sent breska utanríkisráðu- neytinu 24. júní: 1. Breski sendiherrann hafði rætt við ís- lenska forsætisráðherrann um að nauðsynlegt væri fyrir íslensku ríkisstjórnina að óska eftir („request") því við ríkisstjórn Bandaríkj- anna að hún verndi Island og láti amerísk- an her leysa breska hernámsliðið af hólmi. Forsætisráðherrann hafði svarað því til að ýmsir einstakir ráðherrar í stjórninni væru hlyntir þessari ráðstöfun, er lögð væri til, en hann sjálfur, forsætisráðherrann, væri and- vígur henni. 2. Forsætisráðherrann hafði sagt að hreyf- ing hefði verið uppi á Islandi síðasta haust um að bera fram svona ósk við stjórn Banda- ríkjanna, en þá hefði bandaríski ræðismað- urinn ráðið frá slíku eftir fyrirmælum frá Washington. 112

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.