Réttur


Réttur - 01.04.1974, Page 45

Réttur - 01.04.1974, Page 45
un auðkeisaranna eða beint í herstöðvanet til frambúðar. Það er alltaf auðveldasmr aðgangur fyrir erlent auðvald að kaupsýslustéttinni. Þar er reynt að ánetja jafnt sjálfa samvinnuhreyf- inguna auðhringavaldinu, — þá hreyfingu, er hófst sem brjóstvörn alþýðu gegn útlendu arðráni, — sem og að ná ítökum í kaup- mannavaldinu. A árunum 1940 og þar á eftir fær S.I.S. umboð fyrir nokkur voldugustu auðfélög Bandaríkjanna: Standard Oil, Westing- house Electric, General Motors og Internati- onal Harvesters. Oll eru þessi forríku fyrir- tæki í fremsm röð í þeim samsteypum, er drottna í efnahagslífi Bandaríkjanna: Stand- ard Oil í auðfélagasamsteypu Rockefellers, Westinghouse hjá Rockefeller og Mellon sameiginlega, en General Motors hjá du Pont. — Líklegt er að Vilhjálmur Þór hafi átt höfuðþátt í þessum tengslum. Coca-cola-fyrirtækið bandaríska er eitt af auðfélögum Morgans."'* Um 1941 fer Björn Ólafsson stórkaupmaður vestur um haf og fær handa félagi, er hann stofnar með Vil- hjálmi Þór og fleirum, umboð fyrir Coca- cola og kemur upp verksmiðju hér á þess vegum. Á árinu 1943 fer áróður fyrir nánari tengslum við Bandaríkin að verða mjög áberandi, einkum í þeim blöðum, er tengd- ust eru kaupsýslumönnum. „Vísir" er þá undir sérstökum áhrifum Björn Olafssonar. I ritstjórnargrein Vísis 16. júlí 1943 stendur: „Island liggur fyrst og fremst á áhrifasvæði hins enskumælandi heims" . . . Þó „hér búi norræn þjóð, sem lotið hefur kúgunarvaldi frændþjóða sinna" . . . þá „réttlætir það á engan hátt að landið sé talið með Norður- löndum" . . . „Island hlýtur ávallt að vera áhrifasvæði þeirra þjóða, sem höfunum ráða. Sjálfstæðinu getur þjóðin því aðeins haldið, að hún verði vernduð af stórveldum þeim, sem höfunum ráða, en með öðru móti ekki." Hér er ekki verið að styðjast við Atlants- hafsyfirlýsingu Roosevelts og Churchills, sem tryggja átti smáþjóðum frelsi. Hér eru sjálfskipaðir erindrekar stórveldis að boða þjóð sinni hvar á bás hún skuli vistuð, ef hún vilji heita sjálfstæð, — en ekki vera það. Og í „Degi" býður Jónas Jónsson, formað- ur Framsóknarflokksins, Bandaríkjunum her- stöðvar á Islandi að stríði loknu „móti hern- aðarhcettu frá meginlandi Evrópu.” Og það eru ekki valdlaus blöð, sem hér tala. Það eru helstu stuðningsblöð þeirrar ríkisstjórnar, sem situr að völdum á Islandi: Þann 16. des. 1942 hefur tekið við völdum á Islandi ríkisstjórn þar sem Björn Ölafsson er fjármálaráðherra og Vilhjálmur Þór utan- ríkis- og atvinnumála-ráðherra. Sveinn Björnsson ríkisstjóri hafði skipað utanþings- stjórn þessa, er gömlu þjóðstjórnarflokkarnir treystu sér ekki til myndunar ríkisstjórnar eftir hina miklu sigra Sósíalistaflokksins 1942. „Þjóðviljinn" kallaði stjórn þessa „Coca-cola-stjórnina". Skæðar tungur töldu frímúrararegluna eiga hér drjúgan hlut að máli. Hið hætmlega var að hefði áhrifavald á Alþingi fylgt embættum ráðherranna og ríkisstjórn þeirra orðið langlíf, þá hefði amerísku hervaldi ef til vill tekist að ná því í einu áhlaupi, sem það er nú enn eftir 30 ár að glírna við með hæpnum árangri: að ná sér í varanlegar herstöðvar á Islandi. Sósíalistaflokkurinn var vel á verði gegn þeirri hættu er nú vofði yfir frá ameríska auðvaldinu. Auk alls þess, sem Þjóðviljinn löngum hafði ritað um það mál, reit ég ýtarlega grein í „Rétt" 1943 undir fyrirsögn- inni „Baráttan um tilveru íslendinga," þar sem varað var við hálffasistískri ríkisstjórn ameríska auðvaldsins eftir stríð og erindrek- 117

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.