Réttur


Réttur - 01.04.1974, Side 48

Réttur - 01.04.1974, Side 48
Bandariskar herstöðvar. ánum forðum að sannprófa hvers virði samn- ingar við Bandaríkin voru. Styrjöldinni í Ev- rópu var lokið í maí 1945. Samkvæmt „samningum" frá 1941 áttu nú Bandaríkin að fara burt með allan her sinn. Bandaríkin sviku þessa samninga og fóru hvergi. Þvert á móti. 1. október 1945 sýndu þau hverjar fyrirætlanir þeirra voru: Herráð Bandaríkjanna hafði ákveðið að eftir stríð skyldi það tryggja sér flota- og flugbœkistöðvar á lslandi til 99 ára. Oll yfirborðs vinsemd Bandaríkjastjórnar í sambandi við stofnun lýðveldisins var sem maðkur á öngli, er íslendingum var ætlað að gleypa. Allt framferði Bandaríkjastjórnar gagnvart Islandi 1. okt. 1945 sýnir að gagn- vart íslandi átti að leika nákvæmlega sama leikinn og Bandaríkjastjórn hafði leikið hálfri öld fyrr gagnvart Kúbu og Filipseyjum: Undir því yfirskyni að hjálpa þessum ey- lendum til að losna undan oki Spánverja sem „frelsisunnandi" stórveldi, átti fyrst að vinna til þakklætis og trúnaðar hjá eyjar- skeggjum, kljúfa þjóðir þeirra síðan og kaupa höfðingja, og leggja þær svo undir sig með hervaldi, ef ekki næðist öðruvísi. Það er ekki úr vegi að minna á það, að á sama tíma og Bandaríkjastjórn krafðist þessara herstöðva á Islandi til langs tíma, tilkynnti Sovétstjórnin ríkisstjórnum Noregs og Danmerkur að hún færi burtu með her sinn úr Norður-Noregi og af Borgundar- 120

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.