Réttur - 01.04.1974, Page 49
hólmi, en þaðan hafði hún áður rekið nasista-
heri. — Olíkt höfðust þær því að þessar
tvær stórþjóðir x október 1945. Cummings,
deildarstjóri í bandaríska utanríkisráðuneyt-
inu, afhjúpaði í röksemdafærslu sinni fyrir
því að sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta
skyldi vera við lýðveldisstofnunina hvað á
á bak við bjó.
Þór Whitehead sagnfræðingur segir svo
þar um samkvæmt skýrslum Bandaríkja-
stjórnar:
„I aprílmánuði 1944 lagði Cumming
deildarstjóri til, að skipaður yrði sérstak-
ur erindreki Bandaríkjaforseta við lýðveld-
isstofnunina. Cummings greindi svo frá
þeim hagsmunum, sem lágu að baki til-
lögunni:
„Ég er þeirrar skoðunar, að núverandi
samskipti okkar við Island, sem byggjast
á dvöl hers okkar í landinu o. s. frv. auk
hagsmuna okkar eftir stríð, svo sem beiðni
um flota- og flugbækistöðvar í samræmi
við áætlanir, sem hlotið hafa samþykki
yfirherráðsins og forsetans, krefjist þess,
að við látum sérstaklega til okkar taka
í tilefni þessa sögulega atburðar í íslenzku
þjóðlífi." (Þ. W.: „Stórveldin og lýðveld-
ið. Skírnir 1973, bls. 221).
í október 1945 er krafa ameríska herráðs-
ins um herstöðvar á íslandi til 99 ára afhent
ríkisstjórn íslands, nýsköpunarstjórninni, —
auðvitað sem kurteisleg beiðni og algert trún-
aðarmál. En undir silkilianska diplomatísins
var járnhnefi hervaldsins.
Um hvað var þessi „beiðni"?
Það átti að afhenda þrjá hluta af Islandi
undir bandarísk yfirráð í 99 ár. Bandaríkja-
menn áttu að fá að afgirða þessa staði og
gera þar hvað sem þeir vildu. Enginn lslend-
ingur átti að hafa rétt til þess að koma mn
fyrir þessar víggirðingar. Þessi staðir voru:
1) Keflavíkurflugvöllur sem stœrsti herflug-
völlur á Norður-Atlantshafi. 2) Skerjafjörður
sem flugbækistöð fyrir sjóflugvélar, auðvitað
afgirt svæði við hann, sem Islendingar yrðu
fluttir burt frá. 3) Hvalfjörður sem flotastöð,
stórt afgirt svæði kringum hann, bannað
lslendingum. Kort sem sýndi breiða hrað
braut frá Keflavík í Hvalfjarðarbotn var þá
þegar teiknað.
ísland átti m. ö. orðum að verða varðstöð
og hugsanleg árásarstöð amerísks hervalds
gegn meginlandi Evrópu, — einskonar
skamjnbyssa í greip amerísks gangsters gegn
hugsanlega rauðri Evrópu. Við skulum muna
að þegar þetta gerist eru kommúnistar sterkir
i stjórnum Frakklands og Ítalíu og róttæk
verkamannastjórn í Bretlandi, svo ekki sé
talað um kommúnista í ríkisstjórnum Nor-
egs og Danmerkur. Hvað um ísland og sjálf-
stæði þess yrði, ef ameríska hervaldinu tækist
að fá sitt fram, þarf engum getum að leiða.
Hefði utanþingsstjórnin, sem hröklaðist frá
í október 1944, enn setið að völdum ári síðar
yfir ráðlausu Alþingi, þá er ekki að sökum
að spyrja. Það voru til menn í öllum gömlu
þjóðstjórnarflokkunum, sem hefðu viljað
verða við „beiðni" Bandaríkjanna og fá
„örugga vernd" — sem mikilvægasti skot-
spónn (!), — ef til styrjaldar kæmi. Ef ekki
hefði verið nýsköpunarstjórnin og Sósíalista-
flokkurinn eins sterkur í henni og hjá þjóð-
inni og þá var, þá hefði amerískt hervald
tekið Island og lagt það undir sig til fram-
bnðar í fyrsta áhlaupinu.
En þessi „beiðni" Bandaríkjastjórnar, sem
nokkru seinna var ítrekuð og krafist skilyrð-
islauss svars án vífilengja, sýndi í eitt skipti
fyrir öll hver er stefna herstjórnar Banda-
ríkjanna gagnvart íslandi alla þessa öld og
langt fram á næsm:
Að leggja raunverulega Island undir sig
sem gífurlega herstöð gegn Evrópu. Hvort
sem væri í Bandaríkjunnm tiltölulega lýð-
121