Réttur


Réttur - 01.04.1974, Page 53

Réttur - 01.04.1974, Page 53
Fulltrúaráð verklýðsfélaganna i Reykjavik gengst fyrir allsherjarverkfalli og mótmælafundi á Lækjartorgi gegn Keflavíkursamningnum. að nýju, máske á grundvelli þess að Kefla- víkursamningnum yrði sagt upp, hann var til 5 ára. Hins vegar hafði Hermann Jónas- son áhuga fyrir myndun vinstri stjórnar. En hægri armur Alþýðuflokksins var tregur til slíks. I byrjun janúar 1947 skyldi þó loks til skarar skríða um stjórnarmyndun á Islandi. Sveinn Björnsson forseti fól Stefáni Jóh. Stef- ánssyni að reyna stjórnarmyndun. Hann mun hafa fengið frekar dræmar undirtektir hjá hinum flokkunum og er hann talaði við okk- ur sósíalista, föstudag í fyrri hluta janú- ar 1947 og kvaðst þurfa að fá svar strax, af því hann ætti að skila af sér eftir helgi, þá sagði ég honum að við myndum ekki vera í stjórn undir forsæti hans. En þegar hann fer til forseta eftir helgi og segir sínar farir ekki sléttar og þar með að sósíalistar vilji ekki vera í stjórn, er hann myndaði, þá segir forseti að hann skuli bara halda áfram. Og það líður hver vikan á fætur annarri. Þeir Olafur Thors og Hermann Jónasson sögðu við mig hvor í sínu lagi, er langt var kom- ið fram í janúar: Það er auðséð að nú á 125

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.