Réttur


Réttur - 01.04.1974, Page 54

Réttur - 01.04.1974, Page 54
enginn annar að fá að reyna að mynda stjórn en Stefán Jóhann. ★ En nú er Bandaríkjastjórn búin að taka nýjar ákvarðanir í „stríðinu gegn kommún- ismanum" og skulu nú hungur-tökin á Evrópu hagnýtt til fulls. Þegar de Gasperí, hinn kaþólski forsæt- isráðherra Italíu, er í heimsókn í Banda- ríkjunum í janúar 1947 fær hann auðsjá- anlega fyrirmæli Bandaríkjastjórnar um að losa sig við kommúnista og sósíaldemókrata úr ríkisstjórninni. Er heim kemur tilkynnir de Gasperí afsögn ríkisstjórnarinnar án þess að kalla hana saman áður eða skýra frá ferð sinni. Eitt aðalblað kaþólska flokksins skýr- ir svo frá áætlunum hans: „Aðstoð Banda- ríkjanna við Italiu byggist á festu innri mála vorra. Akvörðun herra de Gasperí byggist á nauðsyn þess að veita tryggingu fyrir slíkri festu." En verklýðsflokkarnir voru mjög sterkir á Italíu, svo það tókst ekki að koma þeim út úr ríkisstjórninni fyr en í miðjum maí. Næst kom röðin að Frakk- landi, þar sem kommúnistaflokkurinn var mjög sterkur og áhrifamikill í ríkisstjórninni. Amerísku blöðin sögðu í maí 1947 að „Tru- manskenningin" yrði nú látin ná til Frakk- lands á óbeinan hátt, þannig að bandaríski „Alþjóðaendurreisnar- og þróunarbankinn" lánaði Frakklandi 250 miljónir dollara með því skilyrði að kommúnistarnir færu úr ríkis- stjórninni. I fyrstu viku maímánaðar 1947 voru ráðherrar kommúnista settir út úr frönsku stjórninni og nokkrum dögum síðar, 9. maí, veitti ameríski bankinn Frakklandi lán að upphæð 62,5 miljónir punda (= 250 miljónir dollara). „Trumans-kenningin," hvað var það? Þann 24. febrúar 1947 hafði breska ríkis- stjórnin ákveðið að gefast upp við að reyna lengur að berja niður þjóðfrelsisher Grikk- lands og þvinga upp á grísku þjóðina aftur- haldsstjórn. Þá lýsti Truman því yfir að Grikkland og Tyrkland yrði héðan í frá raunveruleg verndarsvæði Bandaríkjanna. Hvar í heiminum sem róttæk öfl, er Banda- ríkin teldu sósíalistísk (kommúnistísk), væru að brjótast til valda, þar skyldu Bandaríkin berja þau niður. Bandaríkin ákváðu að gerast hinn andkommúnistíski lögregluþjónn heims- ms. ' Og það var meiningin að halda þannig á- fram að koma kommúnistum úr ríkisstjórn- um í Evrópu. I febrúar 1948 sprengdu borg- araflokkarnir ríkisstjórn Tékkóslóvakíu og ætluðu að koma kommúnistum, sem voru sterkasti flokkur landsins með 40% kjósenda að baki í kosningunum 1946, út úr ríkis- stjórn. En þeim varð ekki kápan úr því klæð- inu: verkalýður Tékkóslóvakíu var á verði og verklýðsflokkarnir voru í meirihluta á þinginu, er á reyndi. ★ En víkjum nú afmr sögunni heim til ís- lands. Myllur Kanans mala hægt. Allan janúar er Stefán Jóhann með „einkaumboðið" til að mynda stjórn á Islandi og loks 4. febrúar 1947 kemst hún saman. Hvorki Hermann Jónasson né Olafur Thors eru í henni. Sósíal- istaflokkurinn er einn í stjórnarandstöðu. Fjandanum hafði nú verið réttur litli fing- urinn. Hann bjó sig til að taka alla höndina. Allar flóðgáttir eru nú opnaðar fyrir áhrif- um Bandaríkjastjórnar á Islandi. Efnahagslíf landsins lagt undir ameríska yfirstjórn með Marshall-„aðstoð" og eítirlitsmaður Amerík- ana settur yfir ísland.10) Hvert móðursýkis- kastið „gegn kommúnismanum" rekur annað. 126

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.