Morgunblaðið - 15.10.2006, Page 4

Morgunblaðið - 15.10.2006, Page 4
4 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fataskápar Náttborð Kommóður Glerskápar BORÐ OG SKÁPAR Í ÚRVALI Skenkar Komið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 KRAKKAR í 7. bekkjum grunnskóla í Reykjavík etja kappi í knattspyrnu í Egilshöll nú um helgina, og var greinilega hart barist á vellinum við upphaf mótsins í gær. Steinn Halldórsson, formaður Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, segir að obbinn af grunnskólunum í Reykjavík sendi lið til keppni, en eins og áður séu fleiri lið skráð til keppni í drengjaflokki en í stúlknaflokki, þótt hlutfallið verði æ jafnara. Steinn segir mikið af ungu hæfileikafólki taka þátt í mótinu: „Maður sér alveg að sumir skólarnir eru með félagsbúningana í sínu hverfi,“ segir hann kíminn. Hartnær tveir áratugir eru liðnir frá því fyrsta grunnskólamótið var haldið, en Steinn segir að vin- sældirnar hafi aukist mjög eftir að farið var að halda mótin í Egilshöll, þar sem öll aðstaða sé til fyrirmyndar. Um næstu helgi fer svo grunnskólamót 10. bekkinga fram í Egilshöll, og má þá búast við enn meiri átökum á knattspyrnuvellinum í höllinni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Átök á grunnskólamóti í Egilshöll HJÓLREIÐAKLÚBBURINN Hjólamenn hefur sent Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra bréf til að biðja hann að beita sér fyrir því að láta hjól- reiðavegi fylgja með í kaupunum við mögulega breikkun vegarins milli Selfoss og Reykjavíkur. Guðni tjáði sig um vegamál í Sunnlenska frétta- blaðinu í vikunni og sagði þar að fyrir lægi að rík- isstjórnin hefði tekið þá ákvörðun að ganga sem fyrst í „að ljúka stórvegagerð til og frá höfuðborg- arsvæðinu. Þetta þýðir að leiðin úr Reykjavík til Selfoss verður tvöfölduð á næstu árum og vonandi á sem allra skemmstum tíma. Þetta mun auðvitað ný vegaáætlun staðfesta í vetur samkvæmt þess- ari yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar“, sagði Guðni í blaðinu. Mörg hundruð manns á hjólum Hjólamenn benda á að mikill fjöldi erlendra hjólreiðamanna heimsækir landið á hverju ári og starfandi eru tvö hjólreiðafélög sem stunda keppnishjólreiðar og með aðild að ÍSÍ. Eitt félag stundar þá þríþraut og einn klúbbur er utan um ferðalög. „Samtals eru þetta mörg hundruð manns og hafa hjólalestir undanfarinna ára sýnt fram á fjölda þeirra sem nota hjólið,“ segir í bréfinu. Hjólamenn óttast hins vegar þá miklu umferð sem er á vegum. Í samtali við Morgunblaðið segir Elvar Örn Reynisson, formaður Hjólamanna, að leiðin til Hveragerðis sé hræðileg fyrir hjólreiðafólk vegna þess að þar eru þrjár akbrautir á vegi sem er hannaður fyrir tvær akbrautir. „Í miðjunni er víragirðing sem minnkar mögu- leika bíla til að gefa hjólamönnum meira pláss,“ bendir Elvar á. „Það er enginn hjólreiðamaður sem hreinlega þorir að hjóla þarna.“ Á Keflavík- urveginum sé ekki betra ástand og miklar líkur séu á því að hjólreiðar verði bannaðar þar í fram- tíðinni. „Að mínu mati þarf í upphafi að gera ráð fyrir hjólandi vegfarendum þegar vegir eru lagðir,“ segir Elvar. Hann bendir ennfremur á að gera þurfi hjólreiðaveg meðfram Vesturlandsvegi upp í Hvalfjörð enda sé fjörðurinn mikil perla fyrir hjól- reiðafólk. „Og það er líka mikill straumur ís- lenskra sem erlendra hjólreiðamanna upp að Gull- fossi og Geysi og þaðan yfir Kjöl. En hring- vegurinn er þannig að það er nánast ekki þorandi að hjóla á honum.“ Hræðileg leið fyrir hjólafólk Gera þarf í upphafi ráð fyrir hjólandi vegfarendum þegar vegir eru lagðir, segir Elvar Örn Reynisson, formaður Hjólreiðaklúbbsins Hjólamanna Morgunblaðið/Golli LÖGREGLAN í Reykjavík sektaði 40 áhorfendur landsleiks Íslendinga og Svía fyrir að leggja ólöglega á gangstéttum við Reykjaveg. Á sama tíma var mikið af lausum og löglegum stæðum fyrir framan austur- stúku vallarins. Í tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík segir að óheimilt sé að leggja á gang- stéttum og ekki skipti máli þó að bannið sé ekki gefið til kynna með umferðarmerki. Þrátt fyrir að 40 bílum hafi verið lagt á gangstéttina gekk umferð frá vellinum almennt vel fyrir sig. Lög- reglan ítrekar þó beiðni sína til öku- manna um að virða svokallaðar neyðarbrautir en þær verða alltaf að vera greiðfærar fyrir umferð lög- reglu, sjúkraflutningamanna og slíkra aðila ef eitthvað ber út af. Aldrei eigi að nota neyðarbrautir sem bílastæði. Fjörutíu gestir lögðu ólöglega Nóg af bílastæðum en margir fengu sekt GANGI kaup íslenskra fjárfesta á enska knattspyrnuliðinu West Ham eftir verður einn þriðji liðanna í efstu deild enska boltans kominn í eigu erlendra auðmanna, en Ful- ham, Portsmouth, Chelsea, Aston Villa og Manchester United eru nú þegar í erlendri eigu. Fjallað er um þetta ástand í grein í breska blaðinu Daily Telegraph og segir þar að bilið milli úrvalsdeildarinnar og neðri deilda fari sífellt breikk- andi. Á meðan úrvalsdeildarliðin fái gríðarlegar upphæðir fjár í gegnum sölu sjónvarpsréttar, að- göngumiða og sölu á varningi ýmiss konar, eigi neðrideildarliðin gjarn- an í miklum fjárhagslegum erf- iðleikum. Greinarhöfundur bendir hins vegar á þann mun á efri- og neðrideildarliðum að þátttaka aðdáenda í rekstri knattspyrnu- félaganna er gjarnan mun meiri í neðri deildunum, og þar segir hann hina raunverulegu sál knattspyrn- unnar búa. Þriðjungur liðanna í erlendri eigu FJÓRAR líkamsárásir voru til- kynntar til lögreglunnar í Reykja- vík í miðborginni aðfaranótt laug- ardags. Að sögn lögreglu var engin þeirra alvarlegri en gengur og ger- ist í miðbænum um helgar, og voru þeir sem fyrir árásunum urðu flutt- ir á bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss. Lögreglan var kölluð að húsi í austurborginni aðfaranótt laug- ardags vegna hávaða frá sam- kvæmi. Þar var lagt hald á smáræði af ætluðum fíkniefnum, og voru tveir handteknir vegna málsins. Fremur rólegt var annars í höf- uðborginni, lítilræði af ætluðum fíkniefnum fannst á einum öku- manni sem stöðvaður var grunaður um ölvun við akstur. Hann reyndist að auki vera réttindalaus við akst- urinn, og var hann látinn sofa úr sér í fangageymslu lögreglu. Fjórar árásir í miðborginni Í FYRRINÓTT kl. 2.42, mældist skjálfti að stærð 3,5 á Richter um 13 km norðvestur af Gjögurtá. Nokkur virkni hefur verið þarna síðustu vikuna og hafa alls mælst um 100 skjálftar síðan á sunnudag, þar af um 30 frá því á miðnætti í fyrrinótt, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Næststærsti skjálftinn mældist um 2,5 að stærð. Búast má við áframhaldandi virkni. Þrjátíu jarðskjálft- ar á einni viku Skjálftar Hrina jarðskjálfta hefur gengið yfir undanfarna daga. LÖGREGLAN á Akureyri hafði af- skipti af karlmanni á veitingastað í bænum um eittleytið aðfaranótt laugardags. Reyndist hann vera með átta grömm af ætluðu amfeta- míni, tvær e-töflur og eitthvað af hassi í fórum sínum. Í framhaldinu var gerð húsleit á heimili mannsins, og fann lögregla loftbyssu og tvo ólöglega hnífa. Manninum var sleppt að yfirheyrslum loknum. Í nótt var einnig brotist inn í verslunina Síðu í Bugðusíðu. Að sögn lögreglu höfðu þjófarnir á brott með sér eitthvað af tóbaki og peningum. Málið er í rannsókn. Hald lagt á fíkni- efni og vopn SAMI aðili má að hámarki vera handhafi réttar til beingreiðslna sem svara til 1% af heildargreiðslumarki mjólkur, ef frumvarp sem Jón Bjarnason, þingmaður VG, hefur lagt fram á Alþingi í annað skipti nær fram að ganga. Í greinargerð með frumvarpinu er það rakið að á árabilinu 1996–2004 hafi mjólkurbúum fækkað úr tæp- lega 1.300 í 850 eða um 34% á sama tíma og meðalframleiðsla á bú hafi aukist um 67%. Þessari þróun hafi fylgt mikil tilfærsla á greiðslumarki á sama tíma og það hafi hækkað gíf- urlega í verði. Það séu stærstu búin sem hafi stækkað mest. Margvísleg- ar ástæður séu fyrir þessari þróun, hagræðing, gæðakröfur o.fl. „Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að réttur til bein- greiðslna vegna mjólkurframleiðslu er takmörkuð auðlind. Mikil eftir- spurn og hátt verð hafa að undan- förnu breytt miklu um möguleika þeirra sem vilja starfa við kúabú- skap til að hasla sér völl í greininni. Ekki er einungis að nýliðun sé nær útilokuð, svo mikið fjármagn þarf til að bæta verulega við greiðslumark hvers starfandi bús að sífellt færri eiga þess kost nema með mikilli skuldsetningu. Þróunin minnir því óneitanlega sífellt meir á framvindu mála í sjávarútvegi eftir að verslun með aflamark var gefin frjáls.“ Segir einnig að sú sátt sem ríkt hafi um íslenskan landbúnað hvíli fyrst og fremst á þeim grunni að framleiðslan sé í höndum fjölskyldu- búa en ekki verksmiðjubúa, sem þekkt séu frá öðrum löndum. 1% hámark á beingreiðslur Kúabúum hefur fækkað um 34%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.