Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 11
inn að baki, m.a. innan Heimdallar,
og situr nú í miðstjórn flokksins.
Jóhann Páll Símonarson sjómaður
stefnir á 6. sæti. Hann hefur um
langt árabil verið virkur í kosninga-
starfi Sjálfstæðisflokksins.
Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrver-
andi landsliðsþjálfari í handknattleik
og varaborgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins árin 1994–1998, sækist
eftir 9. sætinu. Það gerir líka Gra-
zyna Maria Okuniewska, hjúkr-
unarfræðingur, en hún átti sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarð-
arbæ í kosningunum 1992.
Prófkjör eða uppstilling
Sjálfstæðismenn ætla ekki að hafa
prófkjör í Norðvesturkjördæmi, þar
sem flokkurinn fékk 3 menn kjörna
síðast. Þingmenn þeirra þar ætla að
gefa kost á sér áfram, en yngra fólk
vill líka fá að komast að. Bergþór
Ólason, aðstoðarmaður Sturlu Böðv-
arssonar, sem leiddi listann í síðustu
kosningum, vill fá sæti, sem og Borg-
ar Þór Einarsson, formaður SUS. Þá
hefur Birna Lárusdóttir, forseti bæj-
arstjórnar Ísafjarðarbæjar, einnig
gefið kost á sér. Allt hefur þetta fólk
unnið töluvert fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn.
Í Norðausturkjördæmi verður
prófkjör hjá sjálfstæðismönnum og
stefnir í töluverða baráttu eftir að
fyrrum oddviti listans, Halldór Blön-
dal, ákvað að sækjast ekki eftir end-
urkjöri. Tveir þingmenn voru kjörnir
á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
kjördæminu 2003. Arnbjörg Sveins-
dóttir þingmaður vill fá 1. sætið, en
það vilja líka Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á Akureyri, og Þorvaldur
Ingvarsson, lækningaforstjóri FSA.
Þorvaldur hefur starfað töluvert fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn og var m.a. í 6.
sæti listans við síðustu kosningar.
Varaþingmaðurinn Sigríður Ingv-
arsdóttir sækir í 2.–3. sæti og það
gerir Kristinn Pétursson, fiskverk-
andi á Bakkafirði, líka. Hann sat á
þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1988–
1991. Á fimmtudag tilkynnti Ólöf
Nordal að hún sæktist eftir 2. sætinu.
Hún er formaður Sjálfstæðiskvenna-
félagsins Auðar á Austurlandi. Ljóst
er því að allir sem vilja komast á lista
flokksins í kjördæminu eiga sér ein-
hverja fortíð innan flokksins.
Tíu vilja í fjögur
sæti á Suðurlandi
Í Suðurkjördæmi, þar sem Sjálf-
stæðisflokkurinn á 3 þingmenn, verð-
ur einnig hart barizt um efstu sæti.
Þar fer fram Árni M. Mathiesen ráð-
herra og vill 1. sætið, Árni Johnsen,
fyrrverandi alþingismaður, stefnir á
1.–2. sætið, Drífa Hjartardóttir
stefnir á 2. sæti eins og Kjartan
Ólafsson og það gerir líka Kristján
Pálsson, fyrrverandi alþingismaður.
Guðjón Hjörleifsson vill 2.–3. sæti.
Þar fyrir neðan koma svo Gunnar
Örlygsson, Kári Sölmundarson, sölu-
stjóri HB Granda, og Björk Guðjóns-
dóttir sem vilja 3.–4. sæti. Björk er
núna forseti bæjarstjórnar Reykja-
nesbæjar. Helga Þorbergsdóttir
hjúkrunarfræðingur gefur kost á sér
í 4. sætið og þær Unnur Brá Kon-
ráðsdóttir, sveitarstjóri í Rang-
árþingi eystra, og Halldóra Bergljót
Jónsdóttir, bæjarfulltrúi á Höfn,
sækjast eftir 5. sætinu. Allt á þetta
fólk mikið flokksstarf að baki. Birg-
itta Jónsdóttir Klasen stefnir á 5.–6.
sæti. Hún flutti hingað til lands fyrir
sex árum frá Þýskalandi, en var við-
loðandi stjórnmálastarf þar í landi
allt frá 1978.
Breytingar í Kraganum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
ætlar að leiða lista sjálfstæðismanna
í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum
svokallaða, en þar á flokkurinn nú 6
þingmenn. Árni M. Mathiesen er far-
inn í Suðurkjördæmið og Sigríður A.
Þórðardóttir ætlar ekki að gefa kost
á sér til endurkjörs. Bjarni Bene-
diktsson stefnir á 2. sætið, en rýmið á
listanum vekur áhuga margra. Tveir
sveitarstjórnarmenn vilja komast í 3.
sætið, þau Ármann Kr. Ólafsson, for-
seti bæjarstjórnar Kópavogs, og
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjar-
stjóri í Mosfellsbæ, og Sigurrós Þor-
grímsdóttir, þingmaður og bæjar-
fulltrúi í Kópavogi, vill 4. sætið.
Ragnheiður E. Árnadóttir, aðstoðar-
maður forsætisráðherra, sækist líka
eftir því sæti og Bryndís Haralds-
dóttir, varaþingmaður og varaborg-
arfulltrúi í Mosfellsbæ, vill færast
upp í 4.–5. sæti. Þarna er því sama
sagan og svo víða, að fólk leitar eftir
sæti á lista eftir langt starf fyrir
flokkinn heima í héraði.
Nýtt blóð í bland við eldra
Frambjóðendur Samfylkingar-
innar í Reykjavíkurkjördæmunum
tveimur verða valdir í einu prófkjöri
11. nóvember. Þeir, sem hljóta bind-
andi kosningu, skulu sjálfir velja í
hvort kjördæmið þeir vilja fara og á
sá atkvæðahæsti fyrsta val. Samfylk-
ingin er nú með 8 þingmenn í
Reykjavíkurkjördæmunum norður
og suður.
Fimm þingmannanna hafa lýst yfir
framboði sínu; Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir í fyrsta sæti, Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir og Helgi
Hjörvar í fjórða og Guðrún Ög-
mundsdóttir í 4.-5. Ágúst Ólafur
Ágústsson vill áfram vera í forystu-
sveit flokksins, en hann skipaði síðast
4. sætið í suðurkjördæminu. Ekki er
annað talið en að Jóhanna Sigurðar-
dóttir, Mörður Árnason og Össur
Skarphéðinsson sækist áfram eftir
því að vera í forystusveit flokksins í
Reykjavík.
Nýr á opinberum vettvangi stjórn-
málanna er Gylfi Arnbjörnsson,
framkvæmdastjóri ASÍ, sem sækist
eftir 3.–4. sæti listans og annar nýliði
er Valgerður Bjarnadóttir, sviðs-
stjóri hjá Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi, sem býður sig fram í
3.–5. sæti.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
fyrrverandi borgarstjóri, hefur til-
kynnt þátttöku sína í prófkjörinu og
sækist eftir 4. sætinu. Kristrún
Heimisdóttir varaþingmaður stefnir
á 5. sætið og Bryndís Ísfold Hlöð-
versdóttir á það sjötta, en hún hefur
gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sam-
fylkinguna og var á lista flokksins við
síðustu borgarstjórnarkosningar.
Nítján keppa um sex sæti
Mikil gerjun er í Samfylkingunni í
Suðvesturkjördæmi þar sem nítján,
þar af sjö konur, stefna að sex efstu
sætunum í prófkjöri flokksins, sem
fer fram 4. nóvember. Tveir oddvitar
flokksins í kjördæminu eru ekki í
framboði; Rannveig Guðmunds-
dóttir, sem nú lætur af þingmennsku,
og Guðmundur Árni Stefánsson, sem
hætti á þingi í september 2005 og er
nú sendiherra í Svíþjóð. Samfylk-
ingin er með fjóra þingmenn í þessu
kjördæmi.
Þrír þingmenn sækjast eftir efstu
sætunum og stefnir hver á sitt í bróð-
erni; Þórunn Sveinbjarnardóttir vill
leiða listann, Katrín Júlíusdóttir
sækist eftir öðru sæti og Valdimar
Leó Friðriksson stefnir á 3. sætið.
En þeir eru fleiri, sem hafa áhuga á
þessum sætum, bæði pólitískir
reynsluboltar og menn, sem í fyrsta
skipti hasla sér pólitískan völl. Gunn-
ar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar
í Hafnarfirði og formaður fram-
kvæmdastjórnar Samfylkingarinnar,
býður sig fram í fyrsta sætið og Árni
Páll Árnason, lögmaður og sérfræð-
ingur í Evrópurétti, orðar það svo, að
hann gefi kost á sér í forystusveitina.
Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri
lögfræðideildar ASÍ, býður sig fram í
2.–3. sæti, en hann var einn stofn-
enda Samfylkingarinnar á sínum
tíma. Tryggvi Harðarson, sem m.a.
sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í 16
ár, sækist eftir þriðja sætinu og það
gera líka þrír frambjóðendur með
varaþingmannsreynslu; Jakob Frí-
mann Magnússon, tónlistarmaður og
útgefandi, sem hefur verið varaþing-
maður flokksins síðan 1999, Kristín
Á. Guðmundsdóttir, formaður
Sjúkraliðafélags Íslands, sem var
varaþingmaður Alþýðubandalagsins
í Reykjaneskjördæmi og sat í nefnd-
um fyrir Alþýðubandalagið í Kópa-
vogi og síðar Samfylkinguna, og
Sandra Franks stjórnmálafræðingur
sem reyndar gefur kost á sér í 3.–4.
sæti listans. Hún stundar nú meist-
aranám í lögfræði við Háskólann í
Reykjavík. Kristján Sveinbjörnsson,
forseti bæjarstjórnar Álftaness, gef-
ur kost á sér í „eitt af efstu sætum“
en áður en hann tók þátt í sveitar-
stjórnarmálum á Álftanesi starfaði
hann á þeim vettvangi í Kópavogi.
Guðmundur Steingrímsson, blaða-
maður og tónlistarmaður, er nýr
þátttakandi í stjórnmálum, og óskar
eftir fjórða sætinu. Þar etur hann
kappi við Jens Sigurðsson, formann
Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi, og
þrjá aðra frambjóðendur; bæði ný-
liða og aðra með stjórnmálastarf að
baki, sem stefna á 4.–5. sætið; Önnu
Sigríði Gunnarsdóttur, varaformann
Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ og
varabæjarfulltrúa, Gunnar Axel Ax-
elsson, séfræðing í launa- og kjara-
málum hjá Hagstofu Íslands, og
Sonju B. Jónsdóttur, myndlistar-
kennara og kvikmyndagerðarmann.
Bragi Jens Sigurvinsson býður sig
fram til fimmta sætis, en hann er
varaformaður Samfylkingarinnar á
Álftanesi og hefur starfað að sveitar-
stjórnamálum í 20 ár. Guðrún
Bjarnadóttir sálfræðingur býður sig
fram til 5.–6. sætis, en hún hefur tek-
ið þátt í stjórnmálum frá 1974 og set-
ið í nefndum og ráðum hjá Hafnar-
fjarðarbæ. Bjarni Gaukur
Þórmundsson íþróttakennari sækist
eftir sjötta sætinu, en hann hefur
starfað í nefndum í Kópavogi og sat á
framboðslista Samfylkingarinnar í
síðustu sveitarstjórnakosningum.
Sautján keppa
um fimm sæti
Í Suðurkjördæmi gefa 17, þar af
fimm konur, kost á sér í fimm efstu
sætin á lista Samfylkingarinnar, en
prófkjörið verður haldið 4. nóv-
ember. Öfugt við þingmenn suðvest-
urkjördæmisins bjóða þingmenn
suðurkjördæmis sig ekki fram í bróð-
erni, heldur stefna allir á fyrsta sæt-
ið, sem Margrét Frímannsdóttir
stendur nú upp úr. Einn nýliði gefur
líka kost á sér til að leiða listann, en
Samfylkingin er með fjóra þingmenn
í þessu kjördæmi.
Þingmennirnir þrír eru; Björgvin
G. Sigurðsson, Jón Gunnarsson og
Lúðvík Bergvinsson og nýliðinn á
vettvangi stjórnmálanna er Róbert
Marshall, sem kemur úr blaða-
mennsku og stjórnunarstörfum
henni tengdum. Róbert gefur kost á
sér í 1.–2. sæti og annar nýliði í opin-
beru stjórnmálastarfi, Hlynur Sig-
marsson, starfsmaður Fiskistofu í
Vestmannaeyjum, býður sig fram í 2.
sætið. Aðrir frambjóðendur eru allir
með reynslu úr stjórnmálastarfi,
mismikla, en yngsti frambjóðandinn
stendur á tvítugu.
Þrír frambjóðendur með reynslu
af sveitarstjórnarmálum og setu á
Alþingi stefna á 2.–3. sætið; Ragn-
heiður Hergeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Ár-
borg, Sigríður Jóhannesdóttir,
kennari og fyrrverandi alþingis-
maður, og Önundur Björnsson sókn-
arprestur, varaþingmaður flokksins í
kjördæminu. Júlíus H. Einarsson
kerfisfræðingur Sandgerði sækist
eftir 2.–4. sæti en hann hefur tekið
þátt í kosningastarfi og nefnda-
störfum fyrir Samfylkinguna. Í
Morgunblaðið/Eggert
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 11
Þeir sem vilja hasla sér völl á sviði stjórnmálannaþurfa að leggja út í mikinn kostnað. Kostnaður viðprófkjör er gjarnan á bilinu 4–6 milljónir króna.Dæmi eru um að frambjóðanda nægi 3–4 millj-
ónir, en það á helzt við ef hann er einn um að sækja í ákveðið
sæti. Oddvitar, sem berjast um efstu sæti lista, þurfa gjarn-
an að leggja í um 10 milljón króna kostnað. Þeir sem til
þekkja segja að herkostnaður manna geti jafnvel farið upp í
um 20 milljónir króna.
Sá sem ákveður að taka þátt í prófkjöri þarf að safna um
sig her sjálfboðaliða, sem m.a. sjá um að afla fjár til kosn-
ingabaráttunnar og hvetja fólk til að kjósa frambjóðandann.
Kosningastjóri er oftast ráðinn og hann þiggur laun fyrir.
Oftast greiða frambjóðendur húsaleigu fyrir kosninga-
skrifstofu sína, þótt dæmi séu um að þeir fái húsnæðið lánað
endurgjaldslaust.
Sjálfboðaliðar á kosningaskrifstofu þurfa að fá einhverjar
veitingar, sem og gestir sem rata þangað inn. Þá halda fram-
bjóðendur gjarnan boð, þar sem gert er vel við gesti í mat og
drykk og jafnvel fengnir launaðir skemmtikraftar. Stjórn-
málamaður, sem hefur gengið í gegnum slíkan slag, sagði að
sér hefði komið mest á óvart hversu stór liður matarkostn-
aður hefði verið í útgjöldunum. Hins vegar hefði símakostn-
aður alls ekki verið eins mikill og hann hefði óttast, enda
veittu símafyrirtækin frambjóðendum ríflegan afslátt.
Auglýsingakostnaður er langstærsti útgjaldaliður í kosn-
ingabaráttu. Margir frambjóðendur prenta bæklinga, sem
bornir eru í hús. Borgarfulltrúi sagði slíka bæklinga mis-
dýra, en dreifing bæklings í öll hús í Reykjavík kostaði um
eina milljón króna.
Frambjóðendur bera sumir allverulegan kostnað af kosn-
ingabaráttunni, þótt þeir og stuðningsmenn þeirra leiti bæði
til einstaklinga og fyrirtækja. Stuðningurinn er oft í öðru
formi en beinum peningaframlögum, t.d. með láni á húsnæði
eins og áður var nefnt. Bílaumboð hafa lánað frambjóð-
endum bifreiðar þeim að kostnaðarlausu og verzlanir gefið
veitingar.
„Laun þingmanna eru ágæt, en samt getur það tekið fólk
tvö ár að borga upp kosningaskuldirnar,“ sagði stjórn-
málamaður. „Mér finnst konur setja þennan kostnað meira
fyrir sig en karlar.“
Þessi stjórnmálamaður segir stuðningsmenn sína fyrst og
fremst hafa leitað til einstaklinga eftir fjárframlögum, enda
var kosningabarátta hans ekki í dýrari kantinum. Hann tek-
ur undir að það geti orkað tvímælis þegar stjórnmálamenn
þiggi háa styrki frá fyrirtækjum. Slíkum styrkjum hljóti að
fylgja ákveðin skuldbinding, meðvitað eða ómeðvitað.
Undir þetta tekur kona, sem velti því fyrir sér um tíma að
taka þátt í prófkjöri fyrir komandi kosningar. „Ég vissi að
ég þyrfti að kosta a.m.k. 5 milljónum til. Þá peninga var ég
ekki tilbúin til að leggja fram sjálf og það þýðir að ég hefði
orðið að leita til fyrirtækja. Mér hefði ekki þótt gott að byrja
þingsetu með skuldbindingar við styrktaraðila á bakinu. Þar
við bætist að á þingi fengi ég töluvert lægri laun en ég hef
núna. Mér finnst það ansi mikill fórnarkostnaður, þótt ég
hafi áhuga á stjórnmálum.“
Auglýsingabann
Samfylkingin hefur sett reglur sem takmarka auglýs-
ingar í prófkjörsbaráttunni og eru auglýsingar sums staðar
bannaðar með öllu.
Algjört auglýsingabann er í Suðvestur- og Norðvestur-
kjördæmunum, bann er við auglýsingum í ljósvakamiðlum í
Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi og í Reykjavík er
lagt bann við sjónvarpsauglýsingum vegna prófkjörsins þar.
Hér í blaðinu var haft eftir Skúla Helgasyni, framkvæmda-
stjóra flokksins, að það væri óæskilegt að einstakir fram-
bjóðendur þyrftu að fara út á markaðinn og safna sér háum
upphæðum til að geta tekið þátt í prófkjörum. Það setti þá í
mjög viðkvæma og erfiða stöðu gagnvart einstökum fyrir-
tækjum.
Á móti má benda á að bann við auglýsingum hlýtur að
vera til þess fallið að gera nýliðum í baráttunni erfiðara fyrir
en þeim sem þekktari eru.
Borga milljónir með
atvinnuumsókninni
Í HNOTSKURN
»Mánaðarlaun þingmanna; Þingfararkaupið, er485.570 krónur.
»Þingmenn frá greiddan ferðakostnað; þing-menn Reykjavíkur fá 41.500 krónur og þing-
menn annarra kjördæma 53.760 krónur.
»Þingmenn kjördæma utan Reykjavíkur fágreiddan húsnæðiskostnað; 80.300 krónur og
32.120 krónur til viðbótar, ef þeir halda tvö heimili.
»Þingmenn fá greiddar 58.840 krónur í starfs-kostnað.
»Nefndaformenn, varaforsetar og þingflokks-formenn fá 15% álag á þingfararkaupið; 72.835
krónur.
»Forseti Alþingis fær ráðherralaun, sem nú eru871.441 króna. Mánaðarlaun forsætisráðherra
eru 966.182 krónur.