Morgunblaðið - 15.10.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.10.2006, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ 3.–4. sæti stefna Árni Rúnar Þor- valdsson, kennari og forseti bæjar- stjórnar Höfn í Hornafirði, Guðrún Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi í Vest- mannaeyjum, og Hörður Guðbrands- son, Grindavík, en hann sat þar í bæj- arstjórn 1998–2006. Þrír gefa kost á sér í 3.–5. sæti; Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, Reykjanesbæ, en hún hefur starfað að bæjarmálum á Suðurnesjum í 17 ár, Unnar Þór Böðvarsson, skóla- stjóri á Hvolsvelli, og Gylfi Þorkels- son, framhaldsskólakennari á Sel- fossi og bæjarfulltrúi í Árborg, og Lilja Samúelsdóttir, fyrirtækja- sérfræðingur hjá Landsbankanum og varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, gefur kost á sér í 4.–5. sæti og það gerir líka Bergvin Oddsson, tvítugur menntaskólanemi frá Grindavík, sem hefur bæði setið kjördæmisráð- stefnur og landsfundi Samfylking- arinnar. Kappi att við þingmennina Hjá Samfylkingunni í Norðaustur- kjördæmi fer fram póstkosning í þrjú efstu sæti listans og verða atkvæði talin 4. nóvember. Skilyrt er að hvort kyn hafi að minnsta kosti einn full- trúa í sætunum þremur. Flokkurinn á nú tvo þingmenn í kjördæminu; Kristján Möller og Einar Má Sigurð- arson sem bjóða sig fram í 1. og 2. sæti. Benedikt Sigurðarson, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, stefnir á fyrsta sætið, en þetta er hans fyrsta tilraun til að komast á þing, Lára Stefánsdóttir varaþingmaður stefnir á annað sætið og tveir Húsvíkingar; Ragnheiður Jónsdóttir sýslufulltrúi og Örlygur Hnefill Jónsson lögmaður gefa kost á sér í 1.–3. sæti. Ragnheið- ur hefur starfað í samtökum ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði og Ör- lygur Hnefill verið varaþingmaður Samfylkingarinnar. Jónína Rós Guðmundsdóttir, framhaldsskólakennari á Egils- stöðum, Kristján Ægir Vilhjálmsson, viðskiptafræðinemi Akureyri, og Sveinn Arnarson, lögfræðinemi Akureyri, gefa kost á sér í þriðja sæt- ið. Jónína Rós skipaði 6. sætið á lista Samfylkingarinnar síðast og er nú bæjarfulltrúi í Fljótsdalshéraði. Þeir Kristján Ægir og Sveinn hafa starfað í samtökum ungra jafnaðarmanna á Akureyri og verið þar báðir í forystu. Fyrrverandi þing- maður vill aftur Í Norðvesturkjördæmi efnir Sam- fylkingin til prófkjörs í lok október. Oddviti listans, Jóhann Ársælsson, gefur ekki kost á sér til frekara fram- boðs, en ellefu sækjast eftir fjórum efstu sætunum á framboðslistanum og eru fjórar konur í þeim hópi, þar af ein sem nú fer fram í stjórnmálum í fyrsta skipti. Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, gefur kost á sér í fyrsta sætið og þau Anna Kristín Gunnars- dóttir, þingmaður, Karl V. Matthías- son, fyrrverandi þingmaður, og Guð- bjartur Hannesson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Akranesi, gefa kost á sér í 1.–2. sæti. Sigurður Pétursson, leiðtogi Ísafjarðarlistans, gefur kost á sér í 1.–4. sæti. Í 2.–3. sætið stefna Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjar- fulltrúi í Ísafjarðarbæ, sem hefur tekið sæti á Alþingi sem varamaður, og nýliðinn í hópnum, Helga Vala Helgadóttir, leikari, fjölmiðlakona og laganemi. Ragnhildur Sigurðar- dóttir, lektor við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri og formaður Samfylkingarinnar á Snæfellsnesi, býður sig fram í 3. sætið og Benedikt Bjarnason frá Suðureyri, viðskipta- fræðinemi við Háskólann á Bifröst, og Einar Gunnarsson, kennari Stykkishólmi, bjóða sig fram í 3.–4. sæti. Einar á að baki starf fyrir Sam- fylkinguna í Hafnarfirði. Björn Guð- mundsson, trésmíðameistari og fyrr- verandi varabæjarfulltrúi Akranesi, býður sig fram í 4. sæti. Rólegra hjá Framsókn Hjá Framsóknarflokknum er held- ur kyrrara yfir vötnum en víða ann- ars staðar. Framsóknarmenn hafa ekki ákveðið hvernig valið verður á lista í Reykjavíkurkjördæmunum, þ.e. hvort listanum verður stillt upp eða haft prófkjör. Nýr formaður flokksins, Jón Sigurðsson, hefur ákveðið að bjóða sig fram í Reykja- víkurkjördæmi norður, líkt og forveri hans, Halldór Ásgrímsson gerði. Jónína Bjartmarz vill halda efsta sætinu í Reykjavík suður. Flokk- urinn fékk 2 menn kjörna í Reykja- vík norður síðast og 1 í Reykjavík suður. Í Norðvesturkjördæmi, þar sem Framsóknarflokkurinn á nú 2 þing- menn, verður póstkosning í próf- kjöri. Þar eru Magnús Stefánsson og Kristinn H. Gunnarsson fyrir. Her- dís Á. Sæmundardóttir, sem var í 3. sæti listans síðast, vill nú upp í 2. sætið og Valdimar Sigurjónsson gef- ur kost á sér í 3. sæti. Hann hefur verið virkur í starfi Framsóknar- flokksins í kjördæminu, m.a. sem kosningastjóri við síðustu sveitar- stjórnarkosningar, þar sem hann skipaði 6. sæti á lista framsóknar- manna í Borgarbyggð. Í Norðausturkjördæmi verða tölu- verðar sviptingar. Þar hefur Fram- sóknarflokkurinn verið öflugastur og fékk 4 þingmenn síðast. Jón Krist- jánsson ætlar að láta af þingmennsku og Dagný Jónsdóttir líka. Valgerður Sverrisdóttir fer hins vegar hvergi og Birkir Jón Jónsson vill færast upp í 2. sæti. Sigfús Karlsson á Akureyri vill líka á listann . Framsóknarmenn ætla að halda prófkjör á tvöföldu kjördæmisþingi, þar sem sitja aðal- menn og varamenn í kjördæmisráði og kjósa í 10 efstu sæti listans. Á Suðurlandi ætla Framsóknar- menn að halda kjördæmisþing 4. nóvember og ákveða þá hvernig stað- ið verður að listum. Þær raddir hafa heyrzt að margir framsóknarmenn í kjördæminu vilji prófkjör, en tillaga um slíkt hafði ekki komið fram í lið- inni viku. Guðni Ágústsson, annar tveggja þingmanna flokksins í kjör- dæminu, ætlar að leiða listann sem fyrr. Bjarni Harðarson, fyrrverandi ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins, vill fá 2. sætið, en þar var síðast Hjálmar Árnason og hefur ekki heyrst að hann ætli að draga sig í hlé núna. Bjarni hefur ekki boðið sig fram fyrr, en lengi verið flokksfélagi. Framsóknarmenn í Suðvestur- kjördæmi héldu kjördæmisþing í gær, laugardag. Fyrir þingið var lögð tillaga um að tvöfalt kjördæmisþing kysi í fimm efstu sæti listans, eins og gert var fyrir síðustu alþingiskosn- ingar 2003. Síðast fékk flokkurinn einn mann kjörinn í Kraganum. Leiðbeinandi og sameiginlegt forval Vinstrihreyfingin – grænt framboð verður með leiðbeinandi forval í Norðausturkjördæmi og sameig- inlegt forval í Reykjavík og Suðvest- urkjördæmi 2. desember. Norðaust- urkjördæmi er kjördæmi formannsins, Steingríms J. Sigfús- sonar, og er ekki vitað til þess að bil- bugur sé á honum til frekara fram- boðs, eða öðrum þingmönnum flokksins. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í Reykjavík; Kolbrúnu Halldórsdóttur og Ögmund Jónasson. Jón Bjarnason er þingmaður Norðvesturkjördæmis og Þuríður Backman Norðaustur- kjördæmis. Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður flokksins, hefur sagzt stefna á að leiða lista VG í einhverju kjör- dæmanna. Paul F. Nikolov, stofnandi flokks um málefni innflytjenda, hefur gengið til liðs við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og sækist eftir 1.–3. sæti listans. Auður Lilja Erlings- dóttir, formaður Ungra vinstri grænna, sækist eftir 2. sæti í forval- inu. Atli Gíslason varaþingmaður hefur tekið áskorun kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi um að skipa fyrsta sæti framboðslistans þar. Uppstilling hjá Frjálslyndum Frjálslyndi flokkurinn fer að öllum líkindum uppstillingarleiðina við val á frambjóðendum fyrir komandi kosningar. Ekkert hefur heyrzt úr herbúðum hans um hverjir sækist eftir hvaða sæti, enda ætla frjáls- lyndir ekki að keppa um athygli fjöl- miðla á meðan baráttan í prófkjörum hinna flokkanna er í algleymingi, að sögn Margrétar Sverrisdóttur, fram- kvæmdastjóra flokksins. Hún segir að framboðslistar flokksins muni liggja fyrir í síðasta lagi 26. janúar, þegar landsþing flokksins hefst. Ekki hefur annað heyrzt en að þingmenn flokksins ætli að gefa kost á sér áfram, þeir Guðjón A. Krist- jánsson og Sigurjón Þórðarson í Norðvesturkjördæmi og Magnús Þ. Hafsteinsson í Suðurkjördæmi. Það er einhver þörf í mönn-um að hreyfa við umhverfisínu og þoka því til réttraráttar sagði áhrifamaður í íslenzku þjóðfélagi spurður um það, hvers vegna menn færu út í pólitík. Þetta byrjar oft á heimaslóð, en svo færa menn sig upp á skaftið og þá verður takmarkið oft landið og mið- in. En með stærri leikvelli verða málin flóknari og þyngri og árang- urinn lætur oft bíða lengur eftir sér. Mönnum er því hollt að staldra við öðru hverju og telja skrefin til þess að safna áræði fyrir áframhaldið. Það skiptast á skin og skúrir í þessu sem öðru. Og það má ekki gleyma því að þingmenn eru líka menn! Þingmenn eru því eins og aðrir hópar; það er misjafn sauður í mörgu fé. Og þótt menn vilji sinna stjórnmálum sem þjónustu við aðra má ekki gleyma því að þeir eru líka að þeim fyrir sjálfa sig. Þetta þarf hvorutveggja að haldast farsællega í hendur, en verður auðvitað vont þegar menn vinna bara sjálfum sér og ekki öðrum. Þótt starf þingmanna sæti oft gagnrýni úr öllum áttum, sem veld- ur talsverðu áreiti, eiga þeir líka oft góða daga. Starfið er margþætt og vettvangurinn ekki bara Alþingis- húsið, heldur kallar þingmennskan líka á fundasetur um kvöld og um helgar og ferðir heim í kjördæmi, ef því er að skipta. Þeir sem alizt hafa upp á heimili stjórnmálamanns vita að starfið telst seint til hinna fjölskylduvænni. Síminn hringir öllum stundum. Oft eru það samflokksmenn sem þurfa að ræða nýjustu hræringar og and- stæðingar þurfa líka að láta í sér heyra. Því miður eru afar neikvæð- ar hliðar á miklu aðgengi almenn- ings að þingmönnum. Sumir hringja og ausa úr skálum reiði sinnar, gjarnan drukknir. 11 ára stúlka, sem svaraði eitt sinn í síma, var spurð að nafni og aldri. Að þeim upplýsingum fengnum bað viðmæl- andinn hana vinsamlegast að skila því til föður hennar, þingmannsins, að hann yrði drepinn. Stúlkan var að vonum heldur óróleg þar til faðirinn var kominn heim af fundinum sem hélt honum að heiman það kvöldið. Þetta er ekkert einsdæmi. Alls konar ranghugmyndir eru uppi um starf þingmanna og ráð- herra og fjölskyldur þeirra verða oft að svara undarlegustu fullyrð- ingum. Ung kona sá sig knúna til að stöðva samræður tveggja kvenna í strætisvagni, sem lýstu því fjálglega hvernig hún og systkini hennar hefðu öll fengið fínustu stúdenta- íbúðir, enda faðir þeirra mennta- málaráðherra. Ekkert þeirra hafði þá búið á stúdentagörðum hér á landi og gerði aldrei. Þetta var þó ívið skárra en þegar sama kona fékk að heyra að hún hefði ekki þurft að hafa fyrir að mæta í stúdentsprófin af því að faðir hennar hefði alveg getað „reddað“ stúdentsskírteininu, í krafti ráðherraembættis. Allt þetta er í bezta falli leiðinlegt. Þar við bætist að ekki þarf að fylgj- ast lengi með stjórnmálaumræðu til að sjá að þingmenn njóta oft ekki sannmælis fyrir störf sín. Fullyrt er að þeir fái svo löng frí að þeir séu varla að störfum nema hálft árið og alveg horft framhjá þeirri staðreynd að þeir þurfa að sinna kjördæmum sínum og kynna sér ógrynni af skjöl- um til að vera í stakk búnir að ræða lagasetningu svo vel sé. Þá heyrast oft áköll um að fá þurfi hæft fólk til starfa á þingi, en um leið er sú skoð- un uppi að hver sem er geti hæglega sinnt þessu starfi. Í fótspor feðranna Þótt sum börn stjórnmálamanna strengi þess dýran eið að fenginni fjölskyldureynslu að koma aldrei ná- lægt stjórnmálum, sleppa önnur bet- ur og enn önnur taka bakteríuna og vilja helzt af öllu stunda pólitík. Nú sitja á þingi allnokkur börn fyrrverandi alþingismanna og ráð- herra, Ágúst Ólafur Ágústsson Ein- arssonar, Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason Benediktssonar, Guðni Ágústsson Þorvaldssonar og Jó- hanna Sigurðardóttir Ingimund- arsonar. Fyrir utan þetta fólk sitja margir á þingi af þekktum stjórnmála- ættum og nægir þar að nefna Eng- eyingana Bjarna Benediktsson og Halldór Blöndal, frændur Björns Bjarnasonar. Afi Birgis Ármanns- sonar, Birgir Kjaran, sat á þingi, sem og afi Ástu Ragnheiðar Jóhann- esdóttur, Bjarni Ásgeirsson. Steingrímur Hermannsson fylgdi í fótspor föður síns Hermanns Jón- assonar í Framsóknarflokknum og nú býður Guðmundur, sonur Stein- gríms, sig fram í prófkjöri hjá Sam- fylkingunni sem og Valgerður Bjarnadóttir Benediktssonar, systir Björns ráðherra. Borgar Þór Ein- arsson, sonur Ingu Jónu Þórð- ardóttur, fyrrverandi borgarfull- trúa, og fóstursonur forsætisráðherra, sækist nú eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Tvær „ráðherradætur“ eru komn- ar í pólitíkina í Reykjavík; Svandís Svavarsdóttir Gestssonar, sem er oddviti VG í borgarstjórn, og Mar- grét Sverrisdóttir Hermannssonar, varaborgarfulltrúi Frjálslynda flokksins. Margrét er fram- kvæmdastjóri flokksins, sem faðir hennar stofnaði. Þá má geta þess að þónokkrir að- stoðarmenn ráðherra, sem hafa kynnzt stjórnmálunum í því návígi, hafa í framhaldinu gefið kost á sér til beinnar þátttöku í pólitík. Í borg- arstjórn situr Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hall- dórs Ásgrímssonar. Illugi Gunn- arsson, fyrrum aðstoðarmaður Dav- íðs Oddssonar, tekur nú þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Ragnheiður E. Árnadótt- ir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, vill komast í 4. sæti á lista sjálfstæð- ismanna í Suðvesturkjördæmi og Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, sækist eftir sæti á listanum í Norðvestur- kjördæmi. Þrátt fyrir þörfina til að hreyfa við umhverfi sínu, eru ástæður þess að menn sækjast eftir þátttöku í stjórnmálum og þingmennsku vísast fleiri, þótt varla séu þær jafnmargar og mennirnir. Margir alast upp á heimilum þar sem félagsmál og stjórnmál eru daglegt brauð, eins og í dæmum hér að framan. En þau þurfa fjarri því að vera lifibrauð for- eldranna til að verða mönnum vega- nesti fram á vellina. Þátttaka í fé- lagsmálum og atvinnulífi hefur orðið mörgum hvatning til póli- tískra athafna. Það er svo mikil pólitík í loftinu Félagsmálaþörf má vera mönnum í blóð borin og hending kann að ráða því, hvort menn hasla sér völl í íþróttafélagi eða stjórnmálaflokki svo þau dæmi séu tekin. Hins vegar er stundum haft á orði, að menn séu fæddir í þetta félagið eða hinn flokk- inn. Guðni Ágústsson á að hafa sagt, að hann væri fæddur inn í Fram- sóknarflokkinn. Ellert Schram, KRingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og síðast fram- bjóðandi Samfylkingarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nafnið og ætternið hefðu beint honum í KR og þótt hann skipti um flokk hvarfl- aði ekki að honum að skipta um fé- lag. „Að bindast íþróttafélagi er háð tilfinningu en þú aðhyllist stjórn- málaflokk vegna skoðana.“ Veri það sem má! Stjórnmál eru alla vega kjörin til þess að afla skoð- unum brautargengis og hafa áhrif. Og til þess að hafa sem mest áhrif þurfa menn að ná völdum. Bæjar- stjórnin er brúkleg, en margir sjá al- þingismennina og ráðherrana á toppnum. Um þetta snýst pólitíkin. Einstök mál geta kvatt menn til pólitískra vopna eins og málefni inn- flytjenda nú. Aðrir falla fyrir fleiru. Einn af þeim ungu mönnum, sem nú er að stíga sín fyrstu pólitísku skref opinberlega, sagði, að hann vildi hafa áhrif á umræðuna í þjóðfélag- inu, en ekki bara vera þátttakandi í kaffistofuumræðunni. Annar sagði þá miklu umræðu, sem hefði verið í þjóðfélaginu að undanförnu um verndun og nýtingu auðlinda, hafa kveikt í sér og sá þriðji sagði, að það lægi svo mikil pólitík í loftinu að honum fyndist hann verða að láta að sér kveða. Um áhugann, áreitið, eplið og eikina Morgunblaðið/Sverrir 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.