Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 18

Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VARNIR Íslands voru í brennidepli í vikunni þegar samkomulag við Bandaríkjamenn um varnarmál var undirritað í Washington. Við það tækifæri sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna breytingarnar „tryggja að Íslendingar muni hafa bestu mögulegu varnir óháð því hvaða ógnir kunni að koma fram, hvort sem það eru glæpir eða hryðjuverk eða náttúruhamfarir eða önnur vandamál.“ Umræða undanfarinna mánuða um varnarsamninginn gefur tilefni til að velta vöngum yfir því hversu mikil innistæða sé fyrir slíkum lof- orðum eftir að þær sýnilegu varnir, sem hafa verið hér um árabil eru horfnar á braut. Meðal annars hefur verið rætt um gildi samningsins og hversu mikið hann veiti Íslendingum umfram það sem aðild þeirra að Atl- antshafsbandalaginu gerir. Embættismenn í höfuðstöðvum NATÓ í Brussel segjast taka ástand varnarmála á Íslandi alvarlega enda sé Ísland eitt aðildarlanda banda- lagsins. Þar á bæ eru þær hreyf- anlegu varnir, sem tíundaðar eru í nýja varnarsamningnum sagðar vel raunhæfar. Þó orrustuþotur séu ekki staðsettar á landinu hljóti alltaf að vera ákveðinn fyrirvari á árás frá óvinaríki og þannig gefist Banda- ríkjunum tækifæri til að bregðast við með viðunandi hætti. Í öllu falli hafi Bandaríkin sannfært NATÓ um að þessar varnir muni virka. Þá benda þeir á að verði íslensk stjórnvöld ósátt við samninginn í framtíðinni geti þau leitað til NATÓ um betri lausnir. Meðan Ísland kvarti ekki líti NATÓ svo á að Ís- lendingar séu ánægðir með fyr- irkomulag sinna varnarmála. Bein varnarskuldbinding Atlants- hafsbandalagsins kæmi þó trauðla til greina, einfaldlega vegna þess að „NATÓ tekur ekki að sér varnir ein- stakra ríkja,“ eins og einn embætt- ismaðurinn orðar það. Þó væri ekki útlilokað að NATÓ útbyggi einhvers konar loftvarnarpakka þar sem sett yrðu upp vaktaskipti mismunandi ríkja bandalagsins sem sæju þá um loftvarnir landsins. Fyrir slíku er fordæmi því loftvarnir Eystrasalts- ríkjanna hafa verið í höndum Atl- antshafsbandalagsins frá 2004, þeg- ar ríkin þrjú fengu aðild að NATÓ. Slíkar ráðstafanir verða þó að telj- ast harla ólíklegar fyrir Íslands hönd því þær yrðu alltaf byggðar á mati á þeirri hættu sem steðjar að viðkomandi ríki. Bein tengsl eru milli slíks hættumats og hversu miklu menn eru reiðubúnir að kosta til hverju sinni. Sé litið til þess að lofthelgi Eystrasaltsríkjanna er brotin nær daglega virðist hættan sem Ísland stendur frammi fyrir vera harla lítilfjörleg. Hún yrði varla metin svo bráð og yfirþyrmandi að forsvaranlegt þætti að grípa til sam- bærilegra ráðstafana og gert hefur verið fyrir Eystrasaltsríkin. Aðrir segja að það geti varla verið eft- irsóknarvert fyrir Ísland að vera upp á NATÓ komið – sjálfstæð þjóð hljóti að gera sjálfstæðar ráðstafanir um eigin varnir og leið Íslendinga hafi verið að gera varnarsamning við Bandaríkin. NATÓ-menn keppast einnig við að benda á að fyrir Íslendinga felist gífurlegt öryggi í 5. grein stofn- samnings bandalagsins. Kveður hún á um að árás á eitt eða fleiri ríkjanna jafngildi árás á þau öll. Aðildarríkin hafi tekið á sig þá ábyrgð að bregð- ast við slíkri árás og þannig ætti Ís- landi að vera tryggt herstyrkur yrði það fyrir árás óvinahers. Í þessu sambandi er þó mikilvægt að undir- strika að samþykki allra 26 aðild- arríkja NATÓ þarf til að virkja greinina og þó gert sé ráð fyrir að það samráð geti orðið með til- tölulega skjótum hætti yrði þar varla um neina fyrstuhjálp að ræða. Í stjórnstöð hernaðaraðgerða Sannfærðir um að varn- irnar virki Morgunblaðið/ÞÖK Kveðjustund Sumir vilja meina að Ísland vilji varla vera upp á NATÓ komið – sjálfstæð þjóð hljóti að gera sjálf- stæðar ráðstafanir um eigin varnir og leið Íslendinga hafi verið að gera varnarsamning við Bandaríkin. Hættumat virðist vera lykilorð þegar kemur að varnarviðbúnaði Íslands VARNARMÁL» Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttir ben@mbl.is T akið eftir augnaráðinu. Starandi, athugult, fjarrænt, tignarlegt en verður æ ráðvilltara, fínstillt eins og mynda- vélaraugað sem nemur það á filmu. Með þessu augnaráði, fasi, sviðs- framkomu fremur en umbúðum á borð við hárgreiðslu, klæðaburð og förðun umhverfist Helen Mirren í Elísabetu Englandsdrottningu í kvikmyndinni The Queen eða Drottningin, sem nú heillar íslenska áhorfendur ekki síður en erlenda og mun efalítið færa henni þriðju til- nefninguna til Óskarsverðlauna. Þetta verk leikstjórans Stephens Frears og handritshöfundarins Pet- ers Morgans um áhrifin af dauða Díönu prinsessu á bresku þjóðina og konungsfjölskylduna hefur yf- irbragð sjónvarpsmyndar, en túlk- un Mirren á ráðgátunni sem er manneskjan í drottningarhlutverk- inu býr yfir fágætri stærð og dýpt. Áhorfandinn finnur til með drottn- ingu sem skyndilega finnur að þegnarnir hafa snúist gegn henni, tímarnir hafa breyst, gömul gildi og gamlar hefðir hafa vikið fyrir yf- irborðslegum fjölmiðlaímyndum, þjóðfélagið snýst um sjónhverfingar og spuna frekar en virðuleika og hófstillingu gamla Bretlands: Að það var ekki nóg að drottningin hefði mannlegar tilfinningar, heldur yrði hún að sjást, eða öllu heldur sýnast, hafa þær. Ekki alveg sátt The Queen er að mörgu leyti skýr aldarspegill, hversu sönn og rétt sem hún annars er í einstökum atriðum. En myndin kviknar ekki síst í augnaráði Helen Mirren sem með túlkun sinni staðfestir að hún er líklega fremsta leikkona samtím- ans. Sjálf er hún hins vegar ekki hundrað prósent sammála því hvernig myndin lýsir fólki og at- burðum. Í stað þess að fylgja þeirri óskráðu reglu að leikarar mæri og „hæpi“ verkin sem þeir taka þátt í segir hún í samtali við The Times að hún sé t.d. ekki sátt við þann kulda sem drottningin er látin sýna Karli syni sínum í sorginni, hvernig hún hafnar óskum hans og skoð- unum. „Þvert á móti held ég að samband þeirra einkennist af hlýju.“ Hún er einnig efins um að drottningin hafi nokkru sinni sagt það sem hún segir í myndinni við móður sína: „Ef til vill ætti ég að víkja.“ Hún kveðst hafa sagt höf- undum skoðanir sínar. „En þetta er ekki mín mynd. Ég vildi líka hafa atriði þar sem drottningin biðst fyr- ir vegna þess að hún lítur á sig sem Guðs útvalda drottningu. Ég píndi Stephen til að taka slíkt atriði en ég gat ekki pínt hann til að nota það.“ Helen Mirren er vinstrisinnaður róttæklingur og var lengi andsnúin konungdæminu. Fyrir aðeins ára- tug var haft eftir henni að hún „hataði“ konungsfjölskylduna en núna segist hún hafa „orðið ást- fangin“ af drottningunni. „Maður verður að tengjast þeim (konungs- fjölskyldunni); það krefst samúðar að sjá veröld þeirra innan frá.“ Þessa samúð fann hún árið 1997 þegar Díana lést. Enn kveðst hún þó „hata bresku stéttaskiptinguna“. Prime Suspect kveður Öllu nær persónuleika þessarar greindu og hugrökku leikkonu er hlutverkið sem sennilega flestir tengja hana við: Baráttujaxlinn Jane Tennyson rannsóknarlög- reglukonu í öndvegissyrpunni Prime Suspect, en sjöunda og síð- asta sjónvarpsmyndin um glímu hennar við erfið sakamál, karlaveldi innan lögreglunnar og sjálfa sig er sýnd í Bretlandi í kvöld og næsta sunnudagskvöld. Túlkun Mirren á þessari einbeittu löggu, sem er jafn sterk og hún er brothætt, er fram- úrskarandi, enda margverðlaunuð, og þættirnir hafa notið mikillar hylli allt frá þeim fyrsta (1991). Í þessum lokaþætti er Tennyson orð- in töluvert drykkfelld og þunglynd og veltir fyrir sér að segja upp störfum; faðir hennar liggur fyrir dauðanum, hún finnur æ meira fyr- ir því að starfið og baráttan fyrir starfsframa hafi gleypt hana og nú sé hún orðin roskin kona með inn- antómt einkalíf. „Það hefur alltaf verið mér mikilvægt að leika Jane á sama aldri og ég er sjálf,“ segir Mirren. „Mikill fjöldi kvenna lendir í sömu stöðu og hún. Í allri spenn- unni sem fylgir því að berjast fyrir starfsframa fórna þær fjölskyldu- tengslum og skyndilega, dag einn, segja þær við sjálfar sig: „Hvar er lífið? Hvar eru allir?““ Það er erfitt að ímynda sér að þessi hugsun hvarfli að Helen Mir- ren sjálfri. Hún virðist lukkunnar pamfíll. Hún stendur á hátindi fer- ils síns, 61 árs að aldri, og fyrir átta árum gekk hún í hjónaband með ástmanni sínum til fimmtán ára, bandaríska leikstjóranum Taylor Hackford, sem síðast gerði garðinn frægan með mynd sinni um ævi Ray Charles sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna. Fyrir þremur ár- um sæmdi konan sem hún leikur í The Queen hana DBE-orðunni og hún varð Dame Helen Mirren. Hún segir að það hafi verið bæði vand- ræðalegt og æsandi. Hún hafi þurft að hugsa sig um í nokkrar vikur en svo hafi hún fallið fyrir óæðri til- finningum, eigin stolti. „Fyrir dótt- ur innflytjanda og flóttamanns var þetta mikill heiður.“ Faðir hennar var rússneskur að- alsmaður sem staddur var á Eng- landi þegar rússneska byltingin braust út og ílengdist þar. Hann Drottning drottninganna Sem Elísabet 2. Varð „ástfangin“ af drottningunni. Í HNOTSKURN »Helen Mirren segir El-ísabetu 2. gerða of kulda- lega í kvikmyndinni The Queen. » Hún kveður lögguna JaneTennison drykkfellda og þunglynda í lokaþætti Prime Suspect. »Þegar hún lék í bíómynd áÍslandi þótti hún hvers manns hugljúfi. SVIPMYND» Helen Mirren slær í gegn sem drottningin en er ekki alveg sátt við myndina í heild Sem hún sjálf Mirren mætir á frumsýningu The Queen. Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.