Morgunblaðið - 15.10.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.10.2006, Qupperneq 22
daglegt líf 22 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ E fst uppi í háu fallegu timburhúsi í Þingholt- unum hefur Ágústa Eva Erlendsdóttir hreiðrað um sig í lítilli tveggja herbergja íbúð. Beint á móti býr Baltasar Kormákur og fjölskylda hans en þrátt fyrir ná- lægðina tókst Ágústu ekki að fá Baltasar til að leyfa sér að sjá Mýr- ina, fyrstu kvikmyndina sem hún leikur í, fyrir frumsýningu. Hún varð að bíða eins og allir hinir og var að sjálfsögðu afar spennt að sjá árangurinn þegar viðtalið fór fram en þá voru enn nokkrir dagar til frumsýningar. Ágústa er í rifnum gallabuxum, íþróttatreyju og með þrílitt hárið í tagli. Útvarpsstöðin Rondó leikur ljúfan djass fyrir okkur og Ágústa hefur kveikt á kertum og reykelsi. Þrjár rósir standa tígulegar í vasa og kleinur liggja makindalega í skál. Boxhanskarnir í gluggakistunni eru í nokkurri andstöðu við notalegheit- in í stofunni. „Pabbi minn gaf mér þá. Þeir höfðu verið geymdir í húsi sem brann. Það er því ekki nóg með að þeir séu antík, heldur er líka svo- lítið sót á þeim,“ útskýrir Ágústa. Hún sest í Chesterfield-stól, sveiflar fótunum yfir annan arminn og spyr svo: „Er bannað að plata í þessu viðtali?“ „Nei, nei,“ svara ég. „Ef fólk skrökvaði ekki stundum í viðtölum myndi það aldrei segja neitt skemmtilegt.“ Síðan spyr ég hana um ljósmynd úti í glugga af litlum dreng. „Þetta er systursonur minn. Hann heitir Emanúel.“ Emanúel. Ekki er það nú algengt nafn, hugsa ég með mér. Ætli hún hafi tekið mig á orðinu og sé strax byrjuð að skreyta? Ég sé mér þann kost vænstan að snúa mér að Mýr- inni, kvikmynd Baltasars eftir einni af bestu bókum Arnaldar Indr- iðasonar. Hún fjallar um leit hins sjónumhrygga lögreglumanns Er- lends að morðingja miðaldra karl- manns sem fundist hefur látinn. Í íbúð hans rekur Erlendur augun í gamla ljósmynd af leiði barns og teymir myndin hann aftur í tímann þar sem glæpirnir liggja við hvert fótmál. Ágústa Eva fer með hlutverk Evu Lindar, dóttur Erlends, sem glímir við fíkniefnavandamál og býr meira og minna á götunni. Nöfn þessara tveggja stúlkna eru furðulík því báðar heita þær Eva og eru Er- lendsdætur. „Því fleiri bækur sem ég les eftir Arnald því meira finn ég sameiginlegt með okkur Evu Lind. Foreldrar hennar eru fráskildir eins og mínir og báðar eigum við bræður sem eru ári yngri en við. Síðan langar Evu Lind líka til að hætta að drekka en það langaði mig líka einu sinni og svo gerði ég það bara.“ Hin óræða Eva Lind Í hlutverk Evu Lindar vildi Balt- asar fá unga leikkonu sem gæti túlkað bæði sakleysið og spillinguna sem stúlkan býr yfir. „Hún er hörð og illkvittin við pabba sinn en um leið er hún svo umkomulaus,“ segir Baltasar. „Til að fá samúð áhorf- enda þurfti leikkonan að búa yfir báðum þessum hliðum. Ég kann- aðist við Ágústu Evu því hún vann á leikskólanum þar sem synir mínir Morgunblaðið/Árni Sæberg Hin hliðin Ágústa Eva Erlendsdóttir verður í hlutverki Evu Lindar Erlendsdóttur í myndinni Mýrin og segist eiga ýmislegt sameiginlegt með henni fyrir utan það að þær séu nánast nöfnur. Það flýr enginn sjálfan sig Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur Evu Lind, ráð- villta dóttur lögreglumannsins Erlends, í Mýr- inni, kvikmynd Baltasars Kormáks. Gerður Kristný sem og raunar öll þjóðin kannast eflaust betur við hana í hlutverki alræmdrar söngkonu en nú sýnir Ágústa Eva á sér allt aðra hlið. Til hamingju Ísland Í hlutverki Sylvíu Nætur klæddi Ágústa Eva sig í skrautlega búninga, setti á svið mikla sýn- ingu og söng sig inn í Evróvisjón fyrir Íslands hönd, en náði þó ekki inn í aðalkeppnina. »Mér fannst skemmti- legast að leika mér með krökkum sem voru svolítið öðruvísi en aðrir og af þeim var nóg í Hveragerði. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.