Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 28
Þ að flækist eflaust fyrir mörgum af hverju fólk sækist eftir því að búa á afskekktum stað eins og Grímsey. En ekki fyrir Bjarna Gylfasyni sem er fæddur þar og uppalinn. „Hér er gott að ala upp börn,“ slær hann fram, „og þar sem ég er sjómaður er mikill munur að geta komið heim á kvöldin. Þegar ég var í landi var ég stundum heilan mánuð í burtu á togara. Ég hef ekki hug á því.“ Í Grímsey hafa börnin nóg fyrir stafni, alltaf í nábýli við náttúruna, fara í leiki eftir að rökkva tekur og verða ef til vill sjálfstæðari fyrir vikið. „Við förum í alls konar leiki,“ segir Ingólfur Svafarsson, sem er átta ára, „eins og vink vink í pottinn, eitur í flösku og frosk.“ Svo eiga þau jafnvel hús. Sigurður Bjarnason vélsmiður byggði lítið hús fyrir Vilborgu dóttur sína, sem er einangrað og með raf- magni og rennandi vatni. „Vilborg bað um kofa þegar hún var sex ára.“ – Hvað er hún orðin gömul? „Nú er hún 24 ára og býr á Ak- ureyri,“ segir hann og hlær um leið og hann dyttar að hurðinni, sem farin er af hjörunum. „Hún á lítinn gutta og ég bíð eftir að hún taki húsið. Það er mik- ið búið að drullumalla þarna, þvílíkt og annað eins!“ Grímseyingar virðast sammála um að þar sé gott að ala upp börn, en sumir foreldrar eiga erfitt með að sætta sig við að þurfa að senda þau frá sér í heimavistarskóla árið sem þau fermast. „Mér fannst gott að vera hérna með börn, en eftir að þau fóru er það leiðinlegt,“ segir Steinunn Stef- ánsdóttir, eiginkona Sigurðar. „Báðar stelpurnar mínar eru í skóla á Ak- ureyri, sú yngri fjórtán ára, og auðvit- að vildi ég geta verið hjá þeim. Lífið snýst um börnin og barnabörnin hér í eynni.“ Unnur Ingólfsdóttir er sammála því að þetta sé mikill ókostur. „Þetta eru bara börn þegar við þurfum að senda þau frá okkur í heimavist yfir veturinn og þau eru engan veginn tilbúin. Þau koma aðeins heim um páska, jól og á sumrin, því ef þau koma yfir helgi með ferjunni, þá missa þau úr skólanum á föstudegi og mánudegi. En við viljum samt að börnin njóti betri aðstöðu, svo sem íþróttahúss, og fari ekki á mis við félagslega þáttinn.“ – Hefurðu þá áhyggjur af dóttur þinni sem er í skóla á Akureyri? „Hún er svo sjálfstæð,“ svarar Unnur og hristir höfuðið. „Það er óljóst hvor er mamman.“ Var bara Reykjavíkurstúlka Lítill gutti hjólar innan um körin á bryggjunni með hjólreiðahjálm og í björgunarvesti. Sigfús Jóhannesson er kominn í höfn á bátnum Sigrúnu og hin konan í lífi hans, Aðalheiður Sigurðardóttir, bíður á bryggjunni. Hann landar tveimur tonnum. „Þetta er nákvæmlega það sama upp á fisk og í gær,“ segir hann. – Þetta er eins manns útgerð? „Kvótinn er svo lítill hjá mér að hann leyfir ekki meira. Þó að það sé arfavitlaust að vera einn á línu – ef eitthvað kemur upp á.“ „Ungu mennirnir eru alltaf tveir á línu,“ segir Aðalheiður, sem ekki er Grímseyingur að uppruna. „Ég hefði aldrei trúað því ég end- aði hér, – ég var bara Reykjavík- urstúlka,“ segir hún brosmild. „Hann var á vertíð fyrir sunnan og við kynntumst á balli. Ég vissi varla hvar Grímsey var og hafði aldrei komið á Norðurland. En ég myndi gera þetta aftur – hiklaust!“ – Viðbrigðin hafa verið mikil? „Já, eftir að hafa vanist sjálfvirku þvottavélunum fannst mér verst að þurfa að fara að þvo með höndunum og bíða eftir rigningu.“ – Þetta hefur verið lífsbarátta. „Fúsi hafði verið á síldar- og loðnu- bátum í Norðursjó og það að fá hann heim á kvöldin varð til þess að ég sætti mig við þetta. Eftir að hafa grátið í tíu ár,“ segir hún brosandi. „Hún er orðin meiri Grímseyingur en ég,“ kallar Sigfús úr bátnum. „Ég vil ekki sjá að fara suður,“ segir hún. „Ef eitthvað þá til Dalvík- ur. Þar á ég tvö börn.“ Sjómennskan kallar Uppstoppaður refur fylgist með lærdómnum í einni skólastofu grunn- skólans – ef til vill eini refurinn í Grímsey. „Nema nokkrir karlar,“ segir Dónald Jóhannesson skóla- stjóri. Í stofunni eru Guðrún Dagný og Gerður að perla. – Gerður hvers dóttir? „Sigga,“ svarar hún. Þrettánda skólaárið er að hefjast. Dónald skenkir kaffi í bolla í eld- húsinu og hverfur hálfur inn í kyndi- herbergi. Hann er að reykja. – Af hverju Grímsey? „Ég kenndi í risaskólum í Kópa- vogi í átján ár og því fannst mér heillandi að taka við minni skóla. Í haust byrja 11 krakkar og öll árin hafa þeir verið 11 til 14. Gríms- eyingar eru duglegir að búa til börn. Meðalaldurinn er þrítugt og ég er í raun algjört gamalmenni um sex- tugt.“ Í mörgum árgöngum er aðeins einn krakki, en það er engin fyr- irstaða að sögn Dónalds. „Við erum með yngri og eldri deild og er skipt- ingin við tíu til ellefu ára aldurinn. Innan hvorrar deildar er mikil sér- kennsla, enda hver með sitt náms- efni. Það er algjör undantekning að þrír séu í árgangi, eins og núna í átt- unda bekk. Upp á móti því vegur að það er kostur að hafa fáa í tímum.“ – Hvernig vegnar krökkunum? „Ágætlega, þó að sjómennskan kalli á suma, einkum strákana. Síð- ustu átta ár hafa allir nemendur lokið grunnskólanámi og flestir byrjað í framhaldsskóla.“ „Megum við syngja,“ spyr Guðrún Dagný í sjöunda bekk og stingur rauðhærðum kollinum inn um gætt- ina. „Ég skal spila,“ segir Lilja Sif í átt- unda bekk, nýkomin að sunnan þar sem hún söng Bíddu pabbi inn á disk með lögum úr Stundinni okkar. Afi hennar, Bjarni Magnússon, segir að hún sé sísyngjandi og að það þurfi að lækka í henni þegar koma fréttir. Báðar eru úr Pysjunum, en svo nefnir Dónald nemendakórinn. Á hverjum morgni fær hann krakkana til að syngja og yfir veturinn læra Morgunblaðið/ÞÖK Megum við syngja? Á norðlægri eyju sem er 5,3 km að flatarmáli er samfélag sem myndi rúmast í blokk í Breiðholti. Þó að raf- magnið flökti pínulítið, þar sem eyjan gengur fyrir ljósavél eins og fljótandi skip, þá er eyjan óháð landi um vatn og rafmagn. Ef olían kláraðist yrði hins vegar dimmt og kalt í eyjunni, enda olíutankar við hvert hús sem knýja miðstöðvarnar. Þarna þekkjast allir það vel að tvö nöfn eru á hverjum manni, skírnarnafn og viðurnefni, þó að skírnarnöfnin vilji gleymast. Eyjan er gamall gígtappi sem rís úr Atlantshafi 41 km norður af landi. Pétur Blöndal blaðamaður og Þorvaldur Örn Kristmundsson ljósmyndari kynntu sér mannlífið í Grímsey. Löndun Sigfús Jóhannesson kemur í land með aflann á Sigrúnu. Nammi Helga Mattína opnar sjoppuna á opnu húsi í skólanum einu sinni í mánuði. mannlíf í grímsey 28 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.