Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 37 við að setja myntina í raufina á kaffi- sjálfsala og ýta á takkann fyrir þyrsta ferðamenn. Í hverri einustu dúndurbúllu voru um það bil tíu manns klesstir á bak við afgreiðslu- borðið og það leit oft út fyrir að af- köstin væru ekki sérlega mikil. Sum- ir voru sofandi undir borði og alltaf var tími til að spjalla. Húsasund gegndu líka opinberu hlutverki og víða mátti sjá karla sitja saman í hring. Lífið virtist svo einfalt og lát- laust, á yfirborðinu í það minnsta. Háklassamiði í bátskel „Hvar er myndatökuvélin?“ Mér leið eins og ég væri í falinni mynda- vél þegar ég fór í stóra matvörubúð. Skilyrði fyrir inngöngu var að bak- pokinn væri skilinn eftir í öryggis- geymslu við innganginn. Eftir að hafa ratað í gegnum neyslufrum- skóginn vísaði einn mér á afgreiðslu- kassann, annar stimplaði inn í búðar- kassann, enn annar opnaði inn- kaupapokann og svo voru nokkrir í að skella varningnum í pokana. Við útganginn stóð síðan þessi elska pungsveittur við að stimpla „Exit“ á kassakvittunina áður en haldið var í röðina að öryggisgeymslunni að nýju. Næsta dag afgreiddu mig ein- ungis átta manns þegar ég fjárfesti í svitalyktareyði. Með yndislegum hreim reyndu afgreiðslukarlarnir að lokka til sín viðskiptavini og oftar en ekki varnarlausa ferðalanga. Síðan rugguðu þeir hausnum eins og gorm- ur tengdi höfuð við búk. Svör við misgáfulegum spurningum mínum voru því óljós þar sem þessi hreyfing minnir á eitthvað mitt á milli „já“ og „nei“ hjá hinum dæmigerða Íslend- ingi. Svona eins og þegar sagt er hæ en vinkað bless á sama tíma. Frá Mumbai lá leiðin til eyj- arinnar Elephanta Island, en síðan var meiningin að bruna suður til Góa og blanda geði við eilífðarhippa, sem gleymdu að fara heim: Eftir nokkra daga í Mumbai höfðu ferðaplönin skýrst eilítið og ætlunin var að bruna suður til litla fylkisins Góa. Blanda geði við eilífðarhippa sem gleymdu að fara heim á síðari hluta síðustu aldar. Ég ákvað að ferðast þangað með lest til að sjá landslagið á leiðinni og upplifa lestarferð sem af mörgum er talin ein-stök reynsla. Það átti alltaf að vera pláss fyrir einn í viðbót sama hversu troðningurinn var mikill. En fyrst ætlaði ég að útrýma minnis- blaðinu yfir þá hluti sem mig langaði að gera og sjá í Mumbai, áður en lengra yrði haldið. Ég fór að Gate- way of India eða Hliði Indlands sem er risastór bogi sem snýr að höfn- inni. Hliðið var reist til minningar um komu Georgs konungs V og Maríu drottningar árið 1911 og talið táknmynd Mumbai. Iðulega safnast margt fólk saman við bogann og al- gengt er að útsendarar frá Bolly- wood leiti til ferðamanna og fái þá til að leika aukahlutverk í kvikmynd. Ég var ekki ein af þeim útvöldu en keypti mér háklassamiða í bátsferð til eyju sem heitir Elephanta Island. Hefði nefið á manninum í miðasöl- unni stækkað eins og á Gosa þá hefði það stækkað um svona þrjá metra þar sem ég var flutt út í eyju á al- gjörum dalli. „Could you please turn it down!“ sagði ein fín frú með strá- hatt. Það var eitthvað óskiljanlegt daður á milli ærandi teknótónlistar og ferðamennsku á Indlandi. Konan var ekki sú eina sem andaði léttar eftir að vírunum á græjunni var kippt í sundur. „Lífið er ferðalag en ekki áfanga- staður eins og maðurinn sagði: Kon- ur eru líka menn og ferðalagið held- ur áfram,“ eru lokaorð Andreu Róbertsdóttur í bókinni. En áður fara lesendur með henni til Taílands, Kambódíu, Laos og fleiri staða. Spennið beltin – Til Asíu með Andreu Róberts kemur út hjá JPV útgáfu og er 173 blaðsíður. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Barónsstíg 47, 101 Reykjavík sími 585-1300 www.heilsugaeslan.is Bólusetning gegn inflúensu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli almennings á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á öllum heilsugæslustöðvunum mánudaginn 16. október 2006. Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig? • Öllum sem orðnir eru 60 ára. • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. • Starfsfólki heilbrigðisþjónustu og öðrum sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið mismunandi milli heilsugæslustöðva. Vinsamlegast leitið upplýsinga á vef Heilsugæslunnar www.heilsugaeslan.is, eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð. Heilsugæslan Árbæ, Reykjavík s: 585 7800 Heilsugæslan Efra-Breiðholti, Reykjavík s: 513 1550 Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík s: 585 1800 Heilsugæslan Firði, Hafnarfirði s: 540 9400 Heilsugæslan Garðabæ s: 520 1800 Heilsugæslan Glæsibæ, Reykjavík s: 599 1300 Heilsugæslan Grafarvogi, Reykjavík s: 585 7600 Heilsugæslan Hamraborg, Kópavogi s: 594 0500 Heilsugæslan Hlíðum, Reykjavík s: 585 2300 Heilsugæslan Hvammi, Kópavogi s: 594 0400 Heilsugæslan Miðbæ, Reykjavík s: 585 2600 Heilsugæslan Mjódd, Reykjavík s: 513 1500 Heilsugæsla Mosfellsumdæmis s: 510 0700 Heilsugæslan Seltjarnarnesi s: 561 2070 Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði s: 550 2600 Heilsugæslan Lágmúla 4, Reykjavík s: 595 1300 Heilsugæslan Salahverfi, Kópavogi s: 590 3900 Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeim sem leita vilja ráðgjafar er bent á sína heilsugæslustöð. Upplýsingar er að finna á vef Heilsugæslunnar, www.heilsugaeslan.is Fræðsluefni um inflúensu má finna á vef Landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is Reykjavík 15. október 2006. Jón Sigfús Sigurjónsson, Hdl.& Löggiltur FFS. gsm: 893 3003, jon@vidskiptahusid.is Haraldur A. Haraldsson, Viðskiptafræðingur. gsm: 690 3665 haraldur@vidskiptahusid.is Glæsilegt skrifstofu- og verslunarhúsnæði á þremur hæðum. Byggingin er samtals 7.273,7 fm og er fyrsta hæðin um 4.822 fm, þar af 3.600 fm rými sem t.d. er hægt að nota undir verslun eða sem sýningarsal. Önnur hæð er 1.442 fm og þriðja hæðin er 1.010 fm. Um 230 bílastæði. Til afhendingar 1. febrúar 2007. Skúlagata 17 - 101 Reykjavík - Sími 566 8800 - Fax 566 8802 vidskiptahusid@vidskiptahusid.is www.vidskiptahusid.is Víkurhvarf - Glæsileg nýbygging Atli Viðar Jónsson, Sölumaður. gsm: 898 2533 atli@vidskiptahusid.is Þórhallur Björnsson, Lögg. leigumiðlari. gsm: 899 6520 thorhallur@vidskiptahusid.is Jóhann Ólafsson, Löggiltur FFS. gsm: 863 6323, johann@vidskiptahusid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.