Morgunblaðið - 15.10.2006, Page 40

Morgunblaðið - 15.10.2006, Page 40
daglegt líf 40 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ tækustu reyki ekki, fylgi hollu mat- aræði og hreyfi sig.“ Hentar fyrir hópmeðferð Hvernig fékkstu áhuga á hug- leiðslu og jógateygjum sem meðferð- arúrræði? „Ég hafði ekki sérstakan áhuga á því fyrir 10–15 árum. Ég velti því hins vegar fyrir mér, ásamt koll- egum mínum, hvernig hægt væri að fyrirbyggja þunglyndi hjá þeim sem oft hefðu orðið þunglyndir áður. Það hefur verið sannað að hugræn atferl- ismeðferð gefur góða raun og að ef henni er beitt í þunglyndi veitir hún langtímavörn, ólíkt þunglynd- islyfjum. Líkurnar á afturkipp eru minni. Enginn vissi hvers vegna, en við nánari aðgæslu virtist sem atferl- ismeðferðin drægi úr viðbrögðum við minniháttar sveiflum í lundar- farinu. Við veltum því fyrir okkur að beita atferlismeðferð á alla, en vand- inn er sá að það eru mun fleiri þung- lyndir í samfélaginu en lærðir þerap- istar ná að meðhöndla og þá var spurningin sú hvort hægt væri að veita meðferð í hópi eða með kennslu. Hugræn atferlismeðferð er hugs- uð fyrir þunglynt fólk en við vildum finna eitthvað sem hentaði fólki sem ekki er þunglynt og kenna því að verja sig gegn þunglyndi. Núna þyk- ir ekkert tiltökumál að stunda hug- leiðslu og jóga sem þótti fremur skrýtið og austrænt og framandi á sínum tíma.“ Alltaf að missa af Þú hefur stundað hugleiðslu frá 1992, hverju hefur það breytt fyrir þig? „Þú ættir kannski að spyrja eig- inkonuna og fjölskylduna að því. En mér finnst ég hafa meira val um hvernig ég bregst við því sem gerist og mér finnst ég líka upplifa fleiri augnablik. Eitt af því sem hugleiðsla kennir er til dæmis hvernig maður vaskar upp, maður getur ekki beðið eftir að verkinu ljúki. Þetta er svo leiðinlegt, ég þarf að flýta mér svo ég geti sest niður og fengið mér te- bolla, hugsar maður og missir um leið af diskunum. Svo sest maður niður með teið og gettu hvar hug- urinn er á meðan, hann er að hugsa um það næsta sem þú þarft að gera eða tuttugu erindi sem þú átt eftir að sinna áður en deginum lýkur og þá er maður bæði búinn að missa bæði af diskunum og tebollanum. Ég var alltaf að teygja mig inn í næsta augnablik og missti því af núinu og þar með þeirri tilfinningu að vera lif- andi. Ég óttaðist að ég myndi vakna seint á lífsleiðinni með tóman bolla í hendinni án þess að vita hvort ég hefði verið að drekka úr honum eða ekki. Ef maður drekkur glas af vatni án þess að gefa því gaum man maður það ekki og ef maður eyðir nánast öllu lífinu í einhverri sjálfvirkni verð- ur ekki eftirsóknarvert að líta til baka. Hvert fór það eiginlega? Eitt af því sem ég hef tekið eftir er að líf þar sem maður upplifir hvert augna- blik er innihaldsríkara. Það felur meira í sér. Dagarnir eru lengri, en þeir eru ekki fullir af óreiðu, og inni á milli glittir í þá vitund að það er himinn á bakvið skýin þótt kólgu- bakkar hafi hrannast upp og hylji hann í bili. Manni finnst maður hafa fleiri augnablik að lifa og það er djúpstæð uppgötvun sem ég gleðst mikið yfir að hafa fengið að njóta. Sú hugmynd er kannski mjög ógnvekj- andi í augum þeirra sem vilja ekki að líf þeirra haldi áfram, en ef maður áttar sig á því að hugurinn hefur fleiri hliðar en maður hefur kynnst áður, að það er ljósglæta einhvers staðar í myrkrinu líka er það stór- kostleg uppgötvun.“ Í vinnureglum yfirvalda Hversu viðurkennd er gjörhygli- þjálfun orðin í Bretlandi? „Gjörhygliþjálfun er orðin hluti af viðmiðunarreglum National Insti- tute of Clinical Health and Excel- lence (NICE) sem býr til vinnu- reglur fyrir heilbrigðiskerfið, meðal annars um það hvaða aðferðum eigi að beita gegn andlegum og lík- amlegum sjúkdómum. Þeir mæla með því að þeir sem hafa verið þunglyndir þrisvar sinnum eða oftar séu meðhöndlaðir með úrræðum sem byggjast á gjörhygliþjálfun. Þess vegna er verið að þjálfa fleira fólk í þessum tilgangi og það er ein ástæða þess að ég kom hingað til Ís- lands, til þess að byrja þessa þjálfun hér.“ Hvenær heldur þú að gjörhygli- þjálfun verði hluti af skólakerfinu? Ung börn læra til að mynda lífs- leikni og að halda heimili. Hvers vegna ekki þetta? „Ég held að það væri mjög gagn- legt fyrir kennara að læra þessa tækni. Konur sem eru að fara að fæða börn læra sérstaka önd- unartækni, svo dæmi sé nefnt, og öndunaræfingar eru náskyldar forn- um hugleiðsluaðferðum. Það væri hægur vandi að kenna skólabörnum að einbeita sér að andardrættinum í nokkrar mínútur á dag eða aðrar hugleiðsluaðferðir svo þau byrji að læra að gefa hugsunum sínum gaum. Þá myndu þau skilja að hug- urinn hefur áhrif á líkamann og að maður getur lært að stilla sig inn á hann og hlusta á það sem hann er að reyna að segja manni.“ helga@mbl.is »Manni finnst maðurhafa fleiri augnablik að lifa og það er djúp- stæð uppgötvun sem ég gleðst mikið yfir að hafa fengið að njóta. GJÖRHYGLI, eða „mindfulness“, hefur verið nefnd þriðja bylgjan í hugrænni atferlismeðferð. Í henni er tækni og hugmyndafræði austrænn- ar heimspeki beitt sem viðbót við hefðbundna hugræna atferlismeð- ferð. Með gjörhygli er átt við vak- andi athygli, að vera sér meðvitandi um það sem er að gerast hér og nú. Gjörhygli er andstæðan við fjarhygli, eða þá tilhneigingu að vera sífellt skrefi á undan sjálfum sér í hug- anum. Sálfræðingarnir Margrét Bárð- ardóttir og Ragnar P. Ólafsson og Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir hafa beitt gjörhygliþjálfun í meðferð gegn kvíðaröskun á göngudeild geð- deildar Landspítala undanfarin miss- eri. Margrét kveðst hafa kynnst MBCT þegar hún gaf sjálfri sér í fimmtugsafmælisgjöf að fara til Ox- ford á Englandi að læra hugræna atferlismeðferð. „Ég skrifaði lokarit- gerð um gjörhygli í kvíðameðferð og hugræna atferlismeðferð, kynntist Mark Williams og fór á námskeið hjá honum. Þegar ég kom heim var Ragnar nýkominn úr námi, þar sem hugræn meðferð við kvíða hafði ver- ið mikið í umræðunni. Svo bættist Þórgunnur í hópinn og hefur hún jafnframt leiðbeint með okkur,“ seg- ir Margrét. Kvíðameðferð Ragnar segir að kvíðameðferðin sem boðin hefur verið á göngudeild- inni byggist meðal annars á aðferð- um Mark Williams. Hún felur í sér átta vikna námskeið þar sem hugræn meðferð og öndunaræfingar eru kenndar í fjórar vikur og gjörhygli- þjálfun í fjórar vikur. MBCT-tækni og lyfjameðferð geta farið saman, enda segir Þórgunnur að lyfja- meðferð dugi oft ekki ein og sér til þess að vinna á kvíða. Ekki hefur verið rannsakað hvort meðferð af þessu tagi geti komið í staðinn fyrir lyf, að hennar sögn, en til er í dæm- inu að lyfjameðferð hafi verið hætt, en þá var um að ræða algengt þung- lyndislyf sem slær á kvíðaeinkenni. Margrét segir að í sumum tilvikum geti meðferð af þessu tagi komið í stað lyfjameðferðar. Það fari þó eftir eðli vandans hvort beita þurfi hvoru tveggja. „Fyrir marga er það alveg ný nálgun að opna sig fyrir reynslu á borð við kvíða, í stað þess að bægja henni frá af því að tilfinningin er vond og óþægileg. Við miðlum til fólks að það horfist í augu við kvíð- ann og taki á móti honum og þreifi á honum og skoði hugsanir sem fylgja honum. Aðferðin er skyld þeim sem notaðar eru í hugrænni atferlismeð- ferð, en hér er stigið einu skrefi lengra. Með því að staldra við lærist manni að skoða tilfinningar og hugs- anir úr fjarlægð og bregðast við þeim af meiri yfirvegun. Með vin- samlegu viðmóti er vanlíðanin og þjáningin boðin velkomin. Það er auðvitað dálítið nýstárlegt fyrir fólki og mjög ánægjulegt að sjá hvernig sú aðferð virðist hleypa af stað ákveðnu ferli innra með því og að með því að nálgast tilfinningarnar dregur úr kvíðanum. Það dregur úr því að fólk óttist óttann og óttist kvíðann. Vestræn nálgun og sálfræði hefur kannski gengið út á það að berjast á móti og breyta og útiloka. Í okkar meðferð höfum við leitast við að finna jafnvægið á milli þess að gangast við kvíðanum og sætta sig við hann og finna leiðir til þess að breyta og taka á honum.“ Batinn virðist varanlegur Nokkrir hópar hafa notið leið- sagnar af þessu tagi og segir Ragnar að fyrstu niðurstöður bendi til að hún beri árangur. „Það sjáum við af sjálfsmatsspurningalistum þar sem fólk svarar spurningum um kvíða- og þunglyndiseinkenni og ýmislegt sem tengist slíkum röskunum. Greinilegt er að það dregur úr einkennum, bæði á meðan á meðferð stendur og í kjölfarið. Það virðist sem sagt draga úr kvíða- og þunglyndiseinkennum og batinn sem fólk fær virðist halda, að minnsta kosti þremur mánuðum eftir meðferðarlok,“ segir hann. Ragnar segir ennfremur að óneit- anlega finnist sumum æfingarnar sem kenndar eru dálítið sérstakar, og sú hugsun að tileinka sér gjör- hygli í öllum athöfnum daglegs lífs, hvort sem er við uppvaskið eða í sturtu, svo dæmi séu tekin. „En fólk finnur fljótt hvað við erum gjörn á að vera alltaf skrefi á undan sjálfum okkur, ekki í því sem við erum að gera þá og þá stundina. Með því að beina athyglinni að því sem er að gerast hér og nú nær maður betri stjórn á líðan sinni auk þess sem það skapar meiri ró og yfirvegun.“ Margrét segir að þeir sem æfa sig í þessari nálgun finni einnig hvernig hún eykur vellíðan. „Maður fær meira út úr daglegu lífi og hverju augnabliki bara með því einu að nota öndunaræfingar, þótt ekki sé nema í nokkrar mínútur á dag. Þær gefa manni færi á því að staldra aðeins við og eru mótvægi við þetta eilífa ofboð og sjálfstýringuna sem við erum allt- af á. Fyrir suma er það nánast svolítil opinberun, að átta sig á þessu. Marg- ir segja meira að segja, ég vildi að ég hefði byrjað á þessu fyrr.“ Kennum börnunum að flýta sér Verður MBCT beitt í þunglynd- ismeðferð í auknum mæli á næst- unni? „Við höfum hug á að nota samskonar aðferðir og Mark Will- iams og félagar hafa gert við með- ferð á endurteknu þunglyndi. Sú meðferð er orðin hluti af opinberum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda, til dæmis í Bretlandi. Þessi nálgun höfðar mjög til okkar í vestrænum samfélögum, þar sem alltaf er verið að tala um hraða og streitu og tíma- leysi. Eitt það fyrsta sem við kennum börnunum okkar, er að drífa sig og flýta sér. En eitt af því ánægjulega við þessar aðferðir er hvað þær gera mikið fyrir okkur sjálf,“ segir Þór- gunnur. Margrét tekur undir það. „Mér finnst þessi nálgun nýtast mjög vel faglega og fátt af því sem ég hef lært eða tileinkað mér í minni þjálfun í gegnum tíðina hefur gagnast mér jafnvel í mínu persónulega lífi.“ Ragnar segir loks, að innan klín- ískrar sálfræði hafi verið heitar um- ræður um hugrænar aðferðir upp á síðkastið og sífellt komi fram nýjar rannsóknir og greinar um þetta efni og meðferð sem verið sé að þróa, meira að segja fyrir börn. „Vanda- mál fólks eru auðvitað mismunandi en það er áhugi fyrir því að bæta meðferð með þessari nálgun við hér. Það gerir mann vissulega ríkari í sínu starfi að hafa þessa færni í handraðanum,“ segir hann. Ný nálgun að opna sig fyrir kvíða og vanlíðan Morgunblaðið/Sverrir Margrét Bárðardóttir, Ragnar P. Ólafsson og Þórgunnur Ársælsdóttir. Frumsýnt 8. október · Miðasala: 694 8900 / midasala@einleikhusid.is · einleikhusid.is Árni Pétur Guðjónsson, Árni Salomonsson, Harpa Arnardóttir, Jóhann G. Jóhannsson & Sara Dögg Ásgeirsdóttir Hestar, kraftajötnar, kvennakór og íslensk fegurð · Leikstjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir · Tónlist: Pálmi Sigurhjartarson Þegar góða veislu halda skal Pantið hlaðborð á tilboðsverði, aðeins fyrir sýningargesti Þjóðarsálarinnar - nánari uppl. á einleikhusid.is H rin gb ro t Sjaldan lýgur almannarómur Tilfinningalega orkan sem er í þjóðfélaginu, springur út í þessari sýningu. Katrín Þorvaldsdóttir Listamaður Sýningin er galdur, maður brosir og tárast, það er köld sál sem ekki hrífst af þessu verki. Magnús Einarsson Útvarps- og tónlistarmaður Þetta er ein sú besta, ef ekki besta sýning sem ég hef séð! Eirún Sigurðardóttir Myndlistarmaður  

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.