Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 42
við manninn mælt 42 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þú græðir ekkert á því, segir ÞorlákurSigurðsson við viðtalsbeiðni, en læturþó tilleiðast: – Ég get hitt þig í garðinum á eftir ef þú ert að rannsaka frumstæða kynstofna. Þar sem vegalengdirnar eru ekki miklar í Grímsey er blaðamaður mættur að bragði að fallegu tvílyftu húsi með fánastöng í garðinum, fallega hlaðið grjót og minnismerki um Ingu Jó- hannesdóttur og Guðlaug Óla Hjálmarsson í garðinum, foreldra eiginkonu Þorláks, Huldu Reykjalín Víkingsdóttur. – Blessaður komdu inn, dagurinn er hvort eð er eyðilagður, segir Þorlákur hressilega og af- sakar útganginn á sér: Þegar ég er í bænum raka ég mig á hverjum degi, en hér aðeins á tveggja til þriggja daga fresti. Svo bætir hann við. – Ég ætla að biðja þig um að gera ekki mikið úr þessu – viðtali við gamlan ellilífeyrisþega! Þorlákur var oddviti í Grímsey í 20 ár, frá 1982 til 2002, og er annar af tveim bændum í eynni. Eða hvað? – Elskan mín, þetta er ekki búskapur. Ég er með tíu ær og einn hrút, undan því komu 23 lömb og ég var að enda við að ganga frá eftir slátrunina. Nú fer ég að reykja kjötið, – þannig býr maður í haginn fyrir sig í hokrinu. Ég tek fram að það er ekkert selt, segir hann skýrt og bætir við brosandi: Svo ég grínist aðeins fyrir skattinn. Börnum og barnabörnum er í besta falli gefið í matinn og svo er þetta notað heima. Í raun er þetta þráhyggja. Ég átti meira af þessu áður, bát og kú og kindur, en það er liðin tíð. Flest heimili voru með skepnur, svo smám sam- an datt það út. – Af hverju? – Níu heimili voru með kindur þegar riða kom upp og allt var skorið niður. Hér var kindalaust í tilskilinn tíma og aðeins þrjú heimili fengu sér aftur kindur. Áður voru flest heimili með kindur og kýr var á flestum þeirra, jafnvel tvær á sum- um. Árið 1969 var síðustu kúnni lógað og svo fengum við mjólk frá Akureyri eftir þörfum. Það var ekki tilefni til að vera með naut- griparækt eftir það, nema einn og einn kálf til að fella síðar og hafa til heimilisbrúks. Hulda eiginkona Þorláks er að vinna í útihús- inu og eru þau bæði fædd og uppalin í Grímsey. – Ég er svolítið eldri, segir Þorlákur. Ég er fæddur árið 1932 og hún 1937, þannig að það er svolítill aldursmunur. En það var stutt á milli bæja og auðvitað þekktumst við frá æsku. Við giftum okkur árið 1955, þannig að þetta hefur staðið óvenju lengi, ef miðað er við alla skiln- aðina. Forsetinn ætti að horfa til þess þegar hann veitir orður, segir hann og hlær. Þorlákur hætti útgerð fyrir tveimur árum. – Þá var ég orðinn 72 ára og nennti þessu ekki lengur. Ég átti trébát, fór aldrei í plastið, og ég hefði þurft að ráðast í viðgerðir. Ég hugs- aði mér líka að gera minna – verða latari. – Saknarðu þess? – Já, þegar gott er veður. En það er allt í lagi þegar brælur eru, þá er ég ekkert óhress með að komast ekki á sjó. Áður þegar ekkert var að gera yfir veturinn og hafnleysi, þá fór ég á ver- tíðir suður, á báta í Vestmannaeyjum og Grindavík. En svo lagaðist allt hér með höfninni og það var ágætt. Innri höfnin var gerð árið 1990 og þá fyrst var hægt að geyma báta við bryggju. – Hvernig leggst framtíð byggðar í Grímsey í þig? – Ég er kominn með gleraugu til að sjá betur í framtíðina, segir hann og tekur þau af sér, en það er erfitt að segja til um hana, – frekar hitt, bætir hann við og rifjar upp: Tæknin barst seint hingað. Við vorum til dæmis alltof lengi með hjólbörur, bárum á bakinu og í fanginu, börð- umst á smábátum að taka vörur úr skipum, drógum olíufötin á streng í land og tókum þau á veltibrögðum upp í fjöru og upp á bryggju. Þetta gekk fjandi lengi svona. Bílar komu seint. Hér var einn og einn gamall vörubíll, en aldrei neinn sem hægt var að nota yfir veturinn. Það komu traktorar upp úr 1954 og auðvitað lög- uðust vegirnir seinna meir. Svo voru átök að varðveita bátana. Þeir eyðilögðust þó nokkrir og brasið var gríðarlegt að bjarga þeim vegna hafnleysis. Hann þagnar eins og til að hvíla sig á öllu erf- iðinu og svo hefjast átökin á ný: – Þegar ég var ungur fór ég að heiman fleiri vetur, enda var ekkert að gera hér, engin höfn eða aðstaða. Þá brasaði konan með börnin og skepnurnar og það sem því fylgdi. Þó að þetta væri ekkert stórbú, þá var það erfitt. – Það hefur verið áhrifaríkara myrkrið í Grímsey heldur en þegar götuljósin voru slökkt í Reykjavík á dögunum. – Mér datt nú í hug að skúrkarnir færu á stjá, segir Þorlákur og brosir. Þegar ég var að alast upp var ekki vatnsveita eða rafmagn og götuljós óþekkt. Fyrstu ljósavélarnar sem komu voru keyrðar fram yfir miðnætti, en auðvitað var mikið paufast í myrkrinu, sem eðlilegt var úti á landsbyggðinni. – Hvenær var erfiðasti tíminn? – Manni fannst þetta ekkert kvalræði, öðru nær. Ég hafði gaman af brasinu. Erfiðleikarnir eru til að sigrast á þeim las ég í bók og er sam- mála því. Ég kann engar hörmungarsögur. Að vísu voru einu sinni hafþök í þrjá mánuði og þá var ég búinn að fá nóg af því. Áður en ísinn kom hafði ég heyrt sagt frá hörðum vetri árið 1918 og eldra fólkið þekkti ísavetur, þannig að það var viss spenningur að sjá ísinn almennilega. Svo þegar hann kom hingað og sá aðeins í auðan sjó í vökum á fallaskiptum, þá var ég búinn að fá nóg af þessu helvíti. Það var ekki hægt að fara á sjó til að veiða í matinn og fuglinn var þræl- styggur. – Urðuð þið vör við ísbirni? – Það kom einn sem við drápum í lok sjöunda áratugarins. Strákurinn okkar fann hann, rakst á hann í brekkunum þegar hann var að reka kindur úr fjárhúsunum. Þá var hann sjö ára. Þegar hann kom hlaupandi til mín hafði ég séð neðan úr fjárhúsum hvað var á seyði. Ég hélt reyndar fyrst að þetta væri hvítur hestur, enda einn slíkur í eyjunni. Sonur minn reyndi að fela sig á bakvið þúfu á meðan ærnar hlupu í sveig upp fyrir bjarndýrið. En það var ekki að veiða. Þegar sonur minn var kominn fór ég niður í hús við bryggjuna, þar sem verið var að meta saltfisk. Ég sagði mönnum að hætta því og sækja bestu skotvopnin sín. Þeir trúðu mér ekki fyrst en komu út á stéttina. Þá sást í op þar sem björninn var að enda við að grafa sig á kaf í snjóinn. Þegar við fórum að honum kom hann með hausinn í gatið og flýði þegar skotið var á hann með riffli. Við hlupum upp fyrir, hröktum hann að girðingu, skutum hann þrír sem kom- um fyrst að honum og drápum hann strax. Hann var svo sendur til Danmerkur, þar sem hann var stoppaður upp, og keyptur til Byggða- safnsins á Húsavík fyrir tilstuðlan bæjarstjór- ans, Björns Friðfinnssonar. Þetta er fallegur bangsi, fullorðið karldýr, sem 35 þúsund krónur fengust fyrir. Guðlaugur Óli sonur okkar fékk 5 þúsund og 30 þúsund fóru í byggingu félags- heimilisins. Þorlákur er ánægður með hvernig ræst hefur úr samgöngumálum til og frá Grímsey í seinni tíð. – Það eru skipaferðir þrisvar í viku og þær falla varla nokkurn tíma niður, nema í brjáluðu veðri. Svo er áætlunarflug þrisvar í viku og oft- ar yfir sumarið. Ég er hæstánægður með þetta! Þetta er hið besta mál og prýðilega búandi við þetta. Svo er rafmagn fyrir löngu allan sólar- hringinn, vatnsveita, símasamband og farsíma- samband, sjónvarp og fleira, þannig að ég kvarta ekki. Öðru nær! Hann fylgir gestum út í garð og sólin er dreg- in í fulla stöng. – Þetta er dæmigert Grímseyjarveður, segir hann brosandi. Það er alltaf gott veður í Gríms- ey, – bara misgott. Mikið paufast í myrkrinu Pétur Blöndal ræðir við Þorlák Sigurðsson Morgunblaðið/ÞÖK Sestur í helgan stein „Ég hugsaði mér líka að gera minna – verða latari,“ segir Þorlákur Sigurðsson. pebl@mbl.is Af hverju eru allar almennings- laugar svona kaldar – mér er spurn? Vita ráðamenn ekki að fimmti hver Ís- lendingur er með gigt og það að vera kalt er eitt það alversta sem hendir gigt- arfólk? Ég hef stund- um spurt af hverju hinar og þessar laugar séu svona kaldar og fengið þau svör að það sé vegna þeirra sem æfa þar sund fyrir keppnir. Varla geta allar laugar verið hannaðar bara fyrir keppnisfólk. Ef svo er finnst mér það ansi mikið óréttlæti, hvers eiga þeir að gjalda sem vilja gjarnan synda en treysta sér ekki til að haf- ast við ofan í skítköldu vatni sem ekki er einu sinni hægt að synda sér til hita í þótt maður hamist í líf og blóð við sundið. Gigtveikt fólk borg- ar sína skatta og á rétt á að um þarfir þess sé hugsað hvað sund- laugar varðar. Það er vitað að sund og leikfimi í vatni er mjög heilsusamlegt fyrir þá sem eru með bólgna liði vegna liða- gigtar, stífa vöðva vegna vöðva- bólgu eða með taugagigt á hinum aðskiljanlegustu stöðum í kroppn- um. En fólk sem svona er komið fyrir hefur ekkert gott af því að svamla um í köldu vatni, þvert á móti eykur það á bólgurnar sem fyrir eru og þar með þjáningar þessa fólks. Það sést yfirleitt ekki á fólki að það sé með gigt, nema þá í verstu köstunum – þegar þjáningin end- urspeglast í augunum eða ef fólk er með alvarlega gigtsjúkdóma sem eyðileggja liði og fleira í lík- amanum. En þótt einkennin séu yf- irleitt ekki augljós sýna rannsóknir að mjög stór hópur fólks þjáist af einhvers konar gigt einhvern tíma á ævinni, allt að fimmti hver Íslend- ingur, sem fyrr sagði. Mér fyndist eðlilegt að við hönn- un sundlauga sé tekið tillit til þess- arar staðreyndar og einhverjar laugar á höfuðborgarsvæðinu og víðar séu hafðar um eða yfir 30 gráður. Það munar svo mikið um hverja hitagráðuna fyrir þá gigt- sjúku. Innilaugar væru einkum til- valdar til að hafa með umræddu hitastigi. Heitir nuddpottar full- komna svo aðstöðuna. Ég beini þeim tilmælum til ráðamanna að sest verði yfir þetta mál og fundnar heppilegar laugar fyrir gigtarfólk og þær hafðar 30 gráður eða þar yf- ir til þess að gigtarfólkið geti sér að meinalausu stundað sund eins og aðrir íbúar þessa lands. Það er al- veg nóg að vera svo óheppinn að erfa gigtargen þó ekki bætist við að þeim hinum sömu sé gert ógerlegt að synda fyrir kulda sakir. Ég legg til að ráðamenn í þessum málum ráðfæri sig við Gigtarfélagið eða þá gigtarlækni til þess að staðið verði rétt að því að hita upp laugar svo þær henti vel gigtarsjúklingum. Ég vona líka að sem fyrst verið hugað að þessu máli, vetur fer í hönd og þá er fátt um fína drætti hjá gigt- arsjúklingum sem vilja synda sér til heilsubótar. Þjóðlífsþankar | Má ekki bæta hér úr? Heit laug óskast! eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.