Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 50

Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HELSTI gallinn á velferð- arkerfum ríkis og sveitarfélaga er oft hve ósveigjanleg þau eru. Þessi stirðleiki stafar meðal annars af því að eitt verður yfir alla að ganga þegar deilt er úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Í opinberum kerfum er oft lítið hægt að taka tillit mismunandi þarfa og aðstæðna ólíkra einstaklinga. Það er hins vegar við- varandi verkefni stjórnmálamanna að laga slík kerfi að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu almennt. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri gert athugasemdir við tekjutengingu lífeyris. Skattskyldar tekjur aðrar en greiðslur frá Tryggingastofnun, húsaleigubætur og fjárhagsleg að- stoð sveitarfélaga geta skert lífeyri ef einstaklingur fer yfir viss tekju- mörk. Grunnlífeyrir byrjar að skerðast ef atvinnutekjur ein- staklings fara yfir ákveðin mörk og fellur alveg niður þegar ákveðnum tekjum er náð. Það hefur því oft á tíðum verið lítið upp úr því að hafa fyrir menn sem bæta við sig vinnu þegar þeir tapa öllum grunnlífeyrinum af þeim sökum og þurfa því til við- bótar að greiða tekjuskatt af laun- unum. Lækkun tekjuskatts ríkisins á undanförnum árum hefur þó gert þann þátt skárri en áður þrátt fyrir að út- svarshækkanir R- listans hafi unnið þar á móti Reykvíkingum. Þessu hafa margir eldri borgarar staði frammi fyrir. Þeir vilja taka þátt í at- vinnulífinu, ýmist hluta úr degi, með því að taka nokkrar helg- ar- og kvöldvaktir eða einfaldlega með fullu starfi við sitt hæfi. Svo mikið er víst að atvinnulífið óskar eftir þessum reynslumiklu og áreiðanlegu starfskröftum. Hinn 19. júlí í sumar skilaði nefnd á vegum forsætisráðherra tillögum til úrbóta í þessum efnum. Í nefndinni sátu fulltrúar eldri borgara auk fulltrúa ríkistjórn- arinnar. Það er ánægjulegt að í þessum tillögum, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt fyrir sitt leyti, er reynt að einfalda og skýra kerfið með fækkun bótaflokka. Þá er dregið verulega úr skerðingu bóta vegna tekna og kerfið gert sveigj- anlegra en áður með þeim hætti að fresti menn töku lífeyris, til dæmis vegna atvinnu, fram yfir 67 ára aldur þá hækka lífeyrisgreiðslur þegar taka lífeyris hefst um allt að 30%. Dæmi um minni tekjuteng- ingu er lækkun skerðingar vegna tekna úr 45% í 38,35% við útreikn- ing á tekjutryggingu. Í tillögunum er jafnframt lagt til að heimaþjónusta verði stóraukin. Afnám eignarskatta á síðasta ári var mikilvægt skref í þá átt að auðvelda eldra fólki að reka eigið húsnæði. Eignarskattar komu sér afar illa fyrir tekjulága ein- staklinga í eigin húsnæði, ekki síst þá sem lokið hafa starfsævi sinni og eiga enga möguleika á að afla viðbótartekna. Aukin áhersla á heimaþjónustu mun einnig stuðla að því að eldri borgarar geti sem allra lengst notið lífsins á sínum eigin heimilum. Það er til marks um að stjórn- málamenn standi vaktina þegar velferðarkerfið tekur breytingum með þessum hætti og eldri borg- unum er bæði auðveldað að stunda áfram atvinnu að vild og létt undir með því að þeir haldi eigin heimili. Það ber að halda áfram á þess- ari braut. Eldri borgarar, atvinnuþátt- taka og heimilishald Sigríður Andersen skrifar um kjör eldri borgara »Margir eldri borg-arar vilja taka þátt í atvinnulífinu, ýmist hluta úr degi, með því að taka nokkrar helgar- og kvöldvaktir eða einfald- lega með fullu starfi við sitt hæfi. Sigríður Andersen Höfundur er lögfræðingur og býður sig fram í 5.-7. sæti í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík. HB FASTEIGNIR Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS Í DAG, BÓKIÐ SKOÐUN ÁLFHEIMAR 28, 104 RVK. 2. HÆÐ. LAUS STRAX. VERÐ 21,9 MILLJ. 119 fm, 2-3 svefnherb., rúmgóð stofa m. stórum suðursvölum. Rúmgott eldhús. Húsið var nýlega tekið í gegn að utan. Sameign til fyrirmyndar. Stutt í skóla og aðra þjónustu. Frábært útivistarsvæði í göngufæri. Barnvænn staður. Laus við kaupsamning. Gunnar Valdimarsson, s. 895-7838. FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - LAUGATEIGUR FALLEG HÆÐ ÁSAMT BÍLSKÚR Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is Laugateigur 20, 105 Reykjavík. Opið hús í dag frá kl. 16-17. Glæsileg og þó nokkuð endurnýjuð hæð ásamt bílskúr á eftirsóttum stað. Hæðin er alls 141 fm ásamt 28,9 fm bílskúr. Samtals er eignin því 170 fm. Íbúðin er mjög opin og björt. Þrjár samliggjandi stofur, parket á gólfum. Eldhús er rúmgott með nýjum tækjum og innréttingu. Hannað af innanhúsarkitekt. Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf með fallegum tækum. Rúmgott svefnherbergi. UM ER AÐ RÆÐA FALLEGA EIGN Á AFAR EFTIRSÓTTUM STAÐ VIÐ LAUGATEIG Í REYKJAVÍK. Verð 39,7 milljónir. Úlfar tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 16-17. Haukanes - Sjávarlóð Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Vel staðsett 402 fm einbýlishús á 1500 fm sjávarlóð. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist þannig: Á efri hæð er forstofa, hol, gestasnyrting, þrjú herbergi, þrjár stofur, eldhús, búr, snyrting og baðherbergi. Tvöfaldur bílskúr. Á jarðhæð er hol, gestasnyrting, 4-5 svefnherbergi, bátaskýli og stór útgrafin rými sem nýtast sem hobbýherbergi, þvottahús, baðherbergi og geymslur. Húsið er í upprunalegu ástandi. V. 79,0 m. 6179 Skógarhlíð - Þóroddsstaðir í Reykjavík Eignin nr. 22 við Skógarhlíð (Þór- oddsstaðir) í Reykjavík. Hér er um að ræða þrílyft steinhús sem er skráð fm hjá Fasteignamati ríkis- ins en er um 400 fm að stærð skv. upplýsingum eigenda. Húsið var upphaflega gamalt býli, stein- steypt 1927. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og virðist vera í góðu ásigkomulagi. Lóðin er 1.397 fm að stærð og eru á henni mörg bílastæði. Húsnæðinu hefur verið breytt í skrifstofuhúsnæði, m.a. hefur lýsing verið stórbætt, lagnastokkar settir meðfram veggjum, raflagnir hafa verið endurnýjaðar o.fl. Nýtt öryggis- og brunavarnakerfi er í húsinu. Fjöldi skrifstofa er u.þ.b. 12 auk 3ja stórra vinnurýma. Frábær eign sem höf- uðstöðvar fyrir t.d. arkitekta, lögfræðistofur, endurskoðendur o.fl. 6116 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Húsnæðið er steinsteypt og er í dag 746 fm að gólffleti. Fasteignin er stúkuð niður í þrjú misstór rými með léttum veggjum sem má færa eða fjarlægja. Lofthæð er 3,70 m. Rafknúnar innkeyrsludyr eru 3,70 m á breidd og 3,13 m á hæð. Gólf eru máluð og með niðurföllum. Lýsing er góð og upphitun er með hitablásurum. Ágætis breið aðkoma er að rýminu niður upphitaðan ramp. Til staðar er nýtt hillukerfi sem væri hægt að selja sérstaklega ef áhugi er fyrir því. V. 86,0 m. 6201 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Rúmgott lagerhúsnæði í kjallara við Faxafen í Reykjavík Fréttir í tölvupósti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.