Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 53
UMRÆÐAN
FRAMSÆKIÐ atvinnulíf felur
tvennt í sér. Góð launakjör og
góða afkomu fyrirtækja. Við
stöndum frammi fyrir miklum
breytingum í efnahagslífi heimsins
og erum komin í hringiðu breyt-
inga sem við höfum
litla stjórn á eða svo
er okkur sagt.
Hnattvæðingin
Oft er hnattvæð-
ingin skilgreind sem
framför í sam-
skiptatækni. Svo er
ekki þó tæknilegar
framfarir leiki veiga-
mikið hlutverk í að
drífa hana áfram.
Hnattvæðingin felst
fyrst og fremst í sam-
skiptunum sjálfum en
ekki hvernig þau fara fram. Fram
til þessa hefur hnattvæðingin ver-
ið drifin áfram af viðskiptalífinu
og með hagsmuni þess í huga.
Unnið hefur verið markvisst að
því að fella niður hindranir í við-
skiptum milli landa. Þau ríki sem
veikast standa hafa verið þvinguð
til þess að opna markaði sína fyrir
framleiðslu iðnríkjanna sem á
sama tíma hafa lagt hömlur á út-
flutning þeirra á grundvallarfram-
leiðslu sinni sem oftast er land-
búnaðarvörur. Iðnríkin hafa hvatt
þau til útflutnings á hráefnum og
„tilteknum“ landbúnaðarafurðum.
Þær afurðir eru í mörgum til-
vikum einungis framleiddar til út-
flutnings og framleiðsla þeirra
hefur lagt hefðbundinn landbúnað
og lífshætti þróunarríkjanna í
rúst. Stórfyrirtækin hafa sagt sig
úr lögum við einstök ríki og tekið
upp „hnattvædd“ heimilisföng allt
frá því að vera skráð undir pálma-
trjám í Kyrrahafinu til þess að
vera skráð alstaðar og hvergi. Þau
flytja mannfreka framleiðslu til
þeirra svæða þar sem laun eru
lægst, réttindi launafólks minnst
og skattar til samfélagsins lægst-
ir. Með öðrum orðum birtist
hnattvæðingin stórum hluta jarð-
arbúa sem kapphlaup á botninn.
Hlutverk og staða okkar
Staða Íslands í hnattvæðingunni
er góð því við búum við hátt
menntunar- og tæknistig og njót-
um óspart samvinnu
okkar innan EES og
við hin þróuðu iðnríki.
Engu að síður höfum
við fundið harkalega
fyrir áhrifum hennar
því heilar iðngreinar
hafa flúið land og fjöl-
þjóðleg fyrirtæki
haslað sér völl innan-
lands með vinnuafl
sem oftast nýtur verri
ráðningarkjara en
innlent launafólk.
Hætt er því við að
heildaráhrifin verði
þrýstingur niður á við hvað al-
menn laun og starfskjör varðar.
Hér þurfum við að bregðast við og
taka stöðu með þeim ríkjum og
hagsmunasamtökum sem vilja
taka stjórn hnattvæðingarinnar af
stórfyrirtækjunum og viðskiptalíf-
inu og koma henni undir stjórn
lýðræðislega kjörinna fulltrúa. Það
verður ekki gert öðruvísi en að
hvert ríki fyrir sig axli ábyrgð á
þróuninni og setji sér viðskipta-
reglur byggðar á mannréttindum
og gagnkvæmu tilliti og geri það í
samvinnu við aðrar þjóðir. Þannig
byggjum við upp framsækið at-
vinnulíf.
Það er verk að vinna
Ég tel að Samfylkingunni sé
best treystandi til þess að vinna
þau í sátt við allt samfélagið. Ég
hvet þig eindregið til þess að taka
þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar
í Suðvesturkjördæmi 4.11. næst-
komandi og leggja þitt af mörkum
til að móta sterkan og fram-
bærilegan framboðslista í kjör-
dæminu. Ég vil taka 2.–3. sætið á
þeim lista og óska eftir stuðningi
þínum.
Framsækið atvinnulíf
í hnattvæddum heimi
Magnús M. Norðdahl
skrifar um atvinnulíf » Staða Íslands íhnattvæðingunni er
góð því við búum við
hátt menntunar- og
tæknistig og njótum
óspart samvinnu okkar
innan EES og við hin
þróuðu iðnríki.
Magnús M. Norðdahl
Höfundur er lögfræðingur ASÍ og
býður sig fram í 2.–3. sæti á fram-
boðslista Samfylkingarinnar í SV-
kjördæmi.
TENGLAR
..............................................
www.mn.is
564 1500EIGNABORG
FASTEIGNASALA
Iðnaðarhúsnæði á Eyrarbakka
Til sölu 1,703 fm iðnaðarhúsnæði á einni hæð í um
40 mín. akstri frá Reykjavík Húsið stendur á 7,500
fm lóð. Bílastæði við hús malbikað. Góð starfs-
mannaaðstaða með búningsherbergjum, sturtu og
mötuneyti. Einnig er góð skrifstofuaðstaða með öll-
um nauðsynlegum tengingum. Lagnir fyrir þrýstiloft
og loftræstikerfi er í húsinu. Um er að ræða fjögur
sambyggð hús sem hægt er að skipta í smærri
einingar:
• 214,6 fm eining byggð úr stáli 1970, sem er notuð fyrir skrifstofur, matsal og
búningsherbergi. Húsið er klætt að utan með krossviðarsteni og á þaki er bárujárn.
• 459,8 fm eining byggð úr stáli 1970, vegghæð er um 3 m.
Í húsinu er m.a. annars vinnusalur, þrjár skrifstofur og kyndiklefi.
• 168 fm eining byggð úr steinsteypu 1973, húsnæðið er notað sem lagerhúsnæði.
• 861 fm eining byggð úr steinsteypu 1981, húsið er með ca 6 m vegghæð,
innkeyrsluhurð sem er um 4 m breið og um 4,5 m há.
Verð kr. 76 milljónir. Húsnæðið er til afhendigar strax.
30 ára
Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030.
Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.
,
,
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Glæsilegt tvílyft einbýli við Birkigrund í Kópavogi ásamt tvöföldum alvöru bílskúr.
Eignin skiptist m.a. í tvær forstofur, hol, íbúðarherbergi, baðherbergi, sólskála,
stofu, borðstofu, þrjú herbergi og tvö baðherbergi á efri hæðinni. Vönduð eign sem
mikið hefur verið lagt í. Eignin stendur á skjólsælum stað Fossvogsmegin í Kópa-
voginum. Vönduð eign á eftirsóttum stað. Sérlega stór bílskúr. V. 65,0 m. 6195
LAUTASMÁRI - BÍLSKÚR
Stórglæsileg 4ra herb. 110 fm endaíbúð á 3. hæð
(efstu) auk 22 fm bílskúrs sem innangengt er í.
Vandaðar innréttingar og gólfefni. V. 28,5 m. 6196
SKORRADALUR
Tveir vel staðsettir sumarbústaðir á einni hæð við
Skorradalsvatn. Bústaðarnir eru 52,8 fm að stærð
auk 4,7 fm útigeymslu. Nýlegir leigusamningar.
Fallegt útsýni. V. 13,5 m. 6188
FLYÐRUGRANDI
Íbúðin er laus strax. Falleg 2ja herbergja, 65 fm íbúð
á jarðhæð. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, svefnher-
bergi, vinnukrókur, eldhús, baðherbergi, forstofa og
geymsla. V. 15,7 m. 6180
HÁALEITISBRAUT - BÍLSKÚR
4 svefnh. Mjög glæsileg 133,7 fm, 5-6 herbergja
endaíbúð á 3. hæð auk 24,5 fm bílskúrs í blokk sem
lítur mjög vel út að utan. Tvennar svalir. Nýtt eldhús,
nýjar hurðir og gólfefni að mestu leyti. Eignin skiptist
m.a. í hol, stofu, borðstofu, 4 svefnherbergi, baðher-
bergi, eldhús og þvottahús/búr. Sérgeymsla í kjallara
og sam. þvottahús. V. 27,5 m. 6171
SVÖLUÁS - HAFNARFIRÐI
3ja herb., 85 fm falleg og björt íbúð með sérinng. af
svölum. Fallegt útsýni. Sérþvottahús. Góð stofa.
Getur losnað fljótlega. V. 20,7 m. 6173
KLEPPSVEGUR - ÞJÓNUSTUÍBÚÐ
2ja herbergja björt, 64,6 fm þjónustuíbúð á 7. hæð
(efstu) í lyftublokk með glæsilegu útsýni og suður-
svölum. Húsið er við Hrafnistu. V. 19,0 m. 6199
HELLUVAÐ - 95% LÁN
4ra herbergja ný og glæsileg 118,9 fm íbúð á 3. hæð
með suðursvölum í hinu nýja Norðlingaholti ofan við
Rauðavatn í Reykjavík. Íbúðin skiptist í anddyri,
gang, þrjú svefnherbergi, eldhús, stóra stofu,
þvottahús og glæsilegt baðherbergi með baðkari
svo og innréttingu. V. 23,6 m. 467
MÖÐRUFELL
3ja herb. 80 fm falleg íbúð á 4. hæð með Elliðaárda-
linn við hliðina. Blokkin var standsett fyrir nokkrum
árum og voru þá m.a. allir gluggar endurnýjaðir o.fl.
V. 14,7 m. 6182
KAMBSVEGUR
Frábærlega vel staðsett 3ja herbergja íbúð efst á
Kambsvegi í Reykjavík. Eignin, sem er vel skipulögð
og sjarmerandi, er rétt fyrir ofan Laugardalinn. Eignin
skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, baðherbergi og
tvö herbergi. Lágvöruverslun, leikskóli og grunnskóli
í næsta nágrenni. V. 15,9 m. 6192
ÓSAMSETTUR SUMARBÚSTAÐUR
Frábært verð! Til sölu fjórir kanadískir, 107 fm bústaðir. Verð aðeins 6,5 milljón á
bústað. Hver bústaður er 107 fm og er einingabústaður. Bústaðirnir eru nú á hafn-
arbakkanum, tilbúnir til flutnings og ósamsettir. Nánari upplýsingar veitir Þorleifur
St. Guðmundsson. V. 6,5 m.
BIRKIGRUND
105 fm götuhæð í mið-
bænum þar sem áður var
rekin verslun. Eignin
býður upp á allt að 4 inn-
ganga. Möguleiki á að
stúka niður í þrjár stúdíóí-
búðir og leigja út eða
verslun. Laust strax.
Hús í góðu ástandi.
V. 21,0 m. 6194
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Kárastígur - Ýmsir möguleikar
Fréttir
í tölvupósti