Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 56

Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN TIL SÖLU LAND Í MOSFELLSBÆ 2,3 hektara eignarland norðan við Reykjalund í Mosfellssveit er til sölu. Mjög fallegt land með stórglæsilegu útsýni til fjalla og út á Faxaflóann og til Reykjavíkur. Um gróðri vaxið landið liðast lítill lækur með einni af fyrstu stíflum landsins. Land þetta er kennt við Höfða, sem er gamall sumarbústaður, en einnig er það kallað Skammidalur, spilda úr landi Reykja. Fjárfesting í væntanlegu framtíðarbyggingarlandi eða til útivistarbúskaps rétt við stórborgina.Halldór Ingi Andrésson löggiltur fasteignasali sími 840 4042 Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 Gullfallegt og algjörlega endurnýjað einbýli á 2 hæðum ásamt rúmgóðum bílskúr. Efri hæð: Forstofa, gestasnyrting, 2 stofur, eldhús og borðstofa. Neðri hæð: Vinnuherbergi, geymsla, baðherbergi, þvottahús, gangur, for- stofa og 3 svefnherbergi. Nýtt gegnheilt parket, ný vönduð innrétting og tæki (burstað stál)í eldhúsi, allt nýtt í baðherbergjum, upphengd salerni, nuddhornbaðkar, náttúruflísar á gólfum. Hús tekið í gegn í fyrra, gluggar og gler nýlegt, þakjárn ca 10 ára. Stór bílskúr. Verð 52 millj. Skipti á minni eign koma til greina. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15-17 LANGHOLTSVEGUR 22 – EINBÝLI HVER ber ábyrgð ef illa fer og Kárahnjúkastífla rofnar? Þannig spyr hópur fólks á Austurlandi í heilsíðuávarpi í Morgunblaðinu 14. september síðstliðinn. Spurning- unni er beint til ríkisstjórnar Ís- lands eins og það sé hún sem reis- ir stífluna. Stífla með árlegri áhættu af rofi fyrir fólk á svæðinu frá stíflunni að Hér- aðsflóa sem er minni en fimm á móti millj- ón eða minni en einn á móti tvö hundruð þúsund. Já ! Hver ber ábyrgð ef illa fer? Þetta er góð spurning eins og nú er í tísku að segja. Hver ber ábyrgð ef illa fer á því að reist- ur hefur verið bær á Íslandi með nærri 2400 íbúum rétt við misgengissprungu af sömu gerð og þær sem Kópaskersjarðskjálft- inn 1986 átti upptök sín í og Dal- víkurjarðskjálftinn 1934. Í báðum þeim skjálftum varð umtalsvert eignatjón. Þessar sprungur voru miklu fjær Kópaskeri og Dalvík en sprungan sem ég nefndi er þeim bæ sem þar er um að ræða. Hvert á að beina þeirri spurn- ingu? Hver ber ábyrgð ef illa fer á því að enn býr fólk við rætur Öræfa- jökuls enda þótt í honum hafi á sögulegum tíma orðið eldgos sem vísindamenn telja að fylgt hafi svonefnt gusthlaup af sama tagi og það sem drap þúsundir manna í grennd við Vesúvíus fyrir um tvö þúsund árum? Það sem einu sinni hefur gerst getur gerst aftur. Hvern á að spyrja þar? Hver ber ábyrgð ef illa fer á því að enn er á höfuðborgarsvæðinu verið að byggja íbúð- arhúsnæði á hraun- breiðum sem runnið hafa í sjó fram eftir ísöld? Meira að segja á sögulegum tíma. Hver ábyrgist að það gerist ekki aftur? Hvern á að spyrja? Hver ber ábyrgð ef illa fer á því að byggð fyrir milljónir manna hefur verið reist á svæðum þar sem reynsla er af mann- skæðum fellibyljum, svo sem á Kúbu, hluta Flór- ídaríkis og á norðurströnd Mexíkóflóa? Og þar er enn haldið áfram að reisa mannabústaði. Hvern á að spyrja? Hver ber ábyrgð ef illa fer á því að enn er verið að reisa mannabú- staði í Suður-Asíu þar sem millj- arðar manna búa á svæðum þar sem jarðskjálftar verða sem tengj- ast flekahreyfingum jarðar? Ein- hverjir stærstu og hættulegustu jarðskjálftar sem þekkjast. Þar sem stórfellt manntjón varð um jólin 2004. Fyrir mörgum árum hitti ég bandarísk hjón sem voru á ferða- lagi um Ísland. Miðstéttarfólk að mér virtist. Þau voru hrifin af Ís- landi. En þau sögðu mér að þau gætu ekki hugsað sér að búa á Ís- landi. „Með öll þessi eldgos og alla þessa jarðskjálfta.“ Ég hef ekki haft samband við þau síðan. En mér varð hugsað til þeirra í fyrra. Þau voru frá New Orleans. Nei! Íbúar Jökuldals verða ekki í marktækt meiri hættu eftir Kárahnjúkastíflu en fyrir hana. Og þeir verða í heildina tekið í mun minni hættu en t.d. borg- arbúar eins og íbúar höfuðborg- arsvæðisins. Það er aumur og illur málstaður sem málar fjandann á vegginn sér til framdráttar og telur sér ávinn- ing af að hræða fólk frá ráði og rænu. Hver ber ábyrgð ef illa fer? Jakob Björnsson fjallar um ábyrgð á mannvikrjagerð » Það er aumur og illurmálstaður sem mál- ar fjandann á vegginn sér til framdráttar og telur sér ávinning af að hræða fólk frá ráði og rænu. Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orku- málastjóri. HVAÐ ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Þetta er spurning sem dynur á okkur frá blautu barnsbeini. Við viljum verða bíl- stjórar og hár- greiðslukonur, flug- konur eða söngvarar. Ýmislegt er það sem við kjósum sem börn og ekkert endilega það sama og foreldr- arnir sjá fyrir sér í framtíðinni. En hvar börnin búa á ekki að koma í veg fyrir að þau geti valið sér hvaða framtíðarstarf sem er þegar þau vaxa úr grasi. Þegar við hugum að at- vinnuuppbyggingu á landinu þurfum við að líta fram á við en ekki eingöngu til núsins. Íslensk stjórnvöld hefur skort þessa framsýni. Þau leggja áherslu á núið, að setja plástur á núið án þess að kanna hvernig grær til framtíðar. Lands- byggðin hefur fengið að blæða á und- anförnum árum og áratugum. Störfum hefur fækkað úti á landsbyggðinni og þau orðið fá- breyttari. Þetta hefur leitt til þess að íbúar landsbyggðarinnar hafa neyðst til að leita til höfuðborg- arinnar í leit að störfum við hæfi. Ungt fólk snýr ekki aftur heim að lokinni menntun einfaldlega vegna þess að störf við hæfi vantar. Því miður hefur stefna stjórnvalda verið sú að setja plástur á þetta mein. Plásturinn endist einungis í skamma stund en ekki til fram- búðar. Stóriðja á að bjarga öllu, enda mörg störf þar í boði á einu bretti. En er það framtíðin? Eru þetta þau fjölbreyttu störf sem kalla á menntafólkið aftur heim í hérað? Eru þetta störfin sem við viljum börnum okkar eftir nám þeirra í framtíðinni? Það þýðir ekki að einblína á eina lausn heldur þarf landsvæðið að verða sjálfbært atvinnusvæði. Það fæst með samhentu pólitísku átaki þar sem hið opinbera fer í broddi fylkingar. Hjá hinu op- inbera eru gríðarmörg störf sem ekki þurfa að vera innt af hendi á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnvöld hafa á stundum rekið augun í þetta en þau hafa viljað færa bjargið í heilu lagi í stað þess að taka eitt skref í einu. Dropinn holar steininn og með einföldu átaki má snúa þessari þróun við. Það má auðveldlega sér- merkja þau opinberu störf sem ekki krefj- ast ákveðinnar stað- setningar. Þetta hefur verið gert í jafnrétt- isátaki hins opinbera og nú er komið að því að jafna hlut íbúa landsbyggðarinnar. Með réttu hugarfari má auðveldlega finna nokkur hundruð störf innan hins opinbera sem alls ekki þurfa að vera unnin á höf- uðborgarsvæðinu. Í kjölfarið má hvetja einkageirann til að gera slíkt hið sama og auglýsa sérstaklega eftir fólki á lands- byggðinni í ákveðin störf hjá sér. Sveit- arfélögin, sem vissu- lega sjá sér hag í fjölgun starfa á svæð- inu, geta ef til vill lagt sín lóð á vogarskál- arnar. Þau gætu jafn- vel fyrst um sinn lagt fram húsnæði við hæfi, en víða á landinu hafa sveitarfélögin leyst til sín yfirgefið húsnæði sem nú er vannýtt. Má ætla að það myndi fljótt borga sig til baka ef starfs- mennirnir fengju tímabundið inni í þessu húsnæði á meðan verkefnið væri þróað. Þessi lausn er ekki skyndilausn þar sem gríðarleg innspýting pen- inga og fólks yrði á svæðinu á einu bretti, með tilheyrandi fórn- arkostnaði. Hér er verið að huga að framtíðinni, einu starfi fylgir fjölskylda sem kallar á þjónustu og þá fleiri störf handa íbúum svæðisins. Með þessum hætti má hægt og rólega, en þó af festu, fjölga markvisst störfum um allt land, í samræmi við þarfir íbú- anna. Við græðum til framtíðar Helga Vala Helgadóttir fjallar um atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni Helga Vala Helgadóttir » Það þýðirekki að ein- blína á eina lausn heldur þarf landsvæðið að verða sjálf- bært atvinnu- svæði. Það fæst með samhentu pólitísku átaki þar sem hið op- inbera er í broddi fylk- ingar. Höfundur er laganemi og fjölmiðla- kona. Býður sig fram í 2.–3. sæti á lista Samfylkingar í NV-kjördæmi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.