Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 58

Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 539,7 fm glæsilegt einbýli á fallegum stað á Arnarnesinu. 1.255 fm sjávarlóð. Húsið skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, forstofuherbergi, arinstofu, sjónvarpshol, sólskála og hjónaherbergi á efri hæð. Á neðri hæð er glæsileg sundlaug með koníakstofu inn- af, baðherbergi, gufubað, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Tvöfaldur bílskúr. 7928. V. 153 m. Opið hús í dag milli kl. 13 og 15. Haukanes 10 – Opið hús – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Hraunbæ - Þakíbúð með bílskúr Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Stórglæsileg 87,5 fm 3ja herbergja „þakíbúð“ á 10. og efstu hæð með einstöku útsýni í eftirsóttu húsi fyrir eldri borgara í Árbænum. Íbúðinni fylgir 24,6 fm bílskúr. Eignin skiptist í hol, stofu, borðstofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. Sér geymsla í kjallara. Félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar er sam- byggð húsinu þar sem ýmisleg þjónusta s.s. matur er í boði. Útsýnið er einstakt, húsið er staðsett hátt yfir sjávarmáli og er 10 hæða. Íbúðin er með glugga á þrjá vegu og hefur útsýni frá Bláfjöllum og allan hringinn upp í Mosfellsdal. Aðeins tvær íbúðir eru á hæð. Verð 32,5 millj. 6178 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is FLÉTTUVELLIR 8 FLÉTTUVELLIR 37 FLÉTTUVELLIR 47 DREKAVELLIR 21 Hraunhamar hefur fengið í einkasölu glæsilegt einbýlishús með bílskúr, alls um 230 fm, vel stað- sett á Völlunum í Hafnarfirði. Frábær staðsetning, stutt í skóla og leikskóla. Til afhendingar í desem- ber 2006. Verð 32,9 millj. no115668 Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali Hraunhamar kynnir glæsilega hannað einbýlishús 208,7 fm á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið er tæpir 170 fm og bílskúrinn tæpir 40,0 fm. Samkv. teikningu skiptist eignin í anddyri, lítið hol, rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi og snyrt- ingu, þrjú rúmgóð barnaherbergi, snyrtingu og bað- herbergi með baðkari og sturtu. Stofa og eldhús í sama rými. Innangengt er úr þvottaherbergi í rúm- góða geymslu og bílskúr. Geymslan er með góðum gluggum og sérinngangi. Eignin er seld í fokheldu ástandi að innan en fullbúin að utan án lóðarfrá- gangs. Allar nánari uppl. veita sölumenn Hraunhamars. no76068 Sérlega fallegt og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð. Eignin er samtals 209 fm en þar af er bílskúr 36 fm. Til afhendingar nú þegar, fullbúið að utan en rúmlega fokhelt að innan. Góð eign. Hagstætt verð 33 millj. no117285 Hraunhamar kynnir stórglæsilegt og skemmtilega hannað einbýli á nýtískulegan hátt (funki stíll) af Vektor hönnun og ráðgjöf. Húsið er hannað þannig að lítið mál er að breyta innra skipulagi hússins. Afhendist fullbúið að utan, fokhelt að innan. Sjá skilalýsingu seljanda. Hægt er að nálg- ast teikningar hjá Hraunhamri og nánari upplýs- ingar veita sölumenn. Húsið er til afhendingar nú þegar. no102448 GLÆSILEG SÉRBÝLI Í VALLARHVERFI Í HAFNARFIRÐI ÞAÐ verkefni sem bíður okkar í dag er að fara yfir þann stóra málaflokk sem lýtur að útlend- ingum og innflytjendum. Það er mál dagsins og nánustu framtíðar. Samfylkingin er mjög meðvituð um þetta mikilvægi og hefur því lagt fram þingsályktunartillögu sem lýtur að slíkri heildarend- urskoðun og stefnumótun sem fara þarf í. Umræða um stöðu útlendinga á efalaust eftir að aukast verulega í takt við þá fjölgun sem orðið hefur á flutningum fólks til landsins á umliðnum árum og opnun Evrópu og samfara aukinni þörf fyrir vinnuafl. Mig langar hér að nefna hér nokkra mik- ilvæga þætti sem fara þarf í en markmið heildarstefnumótunar verður að samræma og tryggja réttindi út- lendinga og innflytj- enda sem hingað koma hvort sem er vegna at- vinnu, fjölskyldusam- einingar eða sem flóttafólk. Samþætting Samþætting sem lykilhugtak og hugmyndafræði er það sem ber að hafa í huga þegar heildar- stefnumótun af þessu tagi er ann- ars vegar. Hún tekur t.d. til þess að allir minnihlutahópar mætist og blandist samfélaginu á þann hátt að þeir haldi í sína eigin menningu og haldi sínum sérkennum ásamt því að aðlagast íslensku þjóðfélagi og tileinka sér t.d. tungumálið, fá aðgang að allri þjónustu fyrir fjöl- skyldur sínar, svo sem í leikskóla og skóla og aðgang að íslenskum vinnumarkaði. Samþætting þarf einnig að taka til þátta eins og vinnustaða, búsetu, náms, skóla- göngu og stuðnings. Lög og reglugerðir Mikilvægt er að farið verði heild- stætt yfir lög um út- lendinga, atvinnurétt og búsetu ásamt reglugerðum. Markmið slíkrar yf- irferðar er að gera samræmda löggjöf og tryggja að framsal valds verði sem minnst og margar þeirra valdheimilda sem nú eru í reglu- gerðum verði færðar inni í löggjöfina. Gegnsæi skal haft að leiðarljósi. Þetta er mikilvægt til þess að þeir sem lögin ná til skilji og átti sig á rétti sínum og jafnframt að þeir sem vinna með lögin hafi góða heildarsýn. Fagleg yfirsýn – innflytj- endaráð Brýnt er að innflytjendaráð fái stoð í lögum þannig að það hafi skýra stöðu og að hlutverk þess sé skilgreint. Á öllum Norðurlöndunum hafa sambærileg ráð skýra lagastoð til þess að geta gripið inn í mál og komið með stefnumótandi aðgerðir/ hugmyndir og tillögur. Nauðsynlegt er að skoða þessi mál á Norðurlöndunum svo að við getum styrkt stöðu okkar og sótt fyrirmyndir þangað, lært af mis- tökum þeirra enda hefur þessi málaflokkur sterka og skýra stöðu þar, bæði í lögum og stjórnsýslu. Sérstakar stofnanir þar sinna m.a. málsvarshlutverki útlendinga og innflytjenda. Slíku er ekki til að dreifa á Íslandi og úr því þarf að bæta. Margt, margt fleira … Það er gríðarlega yfirgripsmikið verk sem áætlað er að fara í þegar heildarstefnumótun í þessum mála- flokki er annars vegar. Er bent á sem flesta þætti sem taldir eru mikilvægir. Nauðsynlegt er að skoða sér- staklega stöðu kvenna og sjá hvernig lög um útlendinga og lög um atvinnurétt vinna hvor gegn öðrum í erfiðum tilvikum, eins og í ofbeldishjónaböndum og skilnaði af þeim sökum. Skoða þarf og styrkja sérstaklega stöðu barna af erlend- um uppruna. Á það ekki hvað síst við í menntakerfinu. Túlkaþjónusta þarf að vera meiri og markvissari, ekki hvað síst í sifjamálum og gagnvart rétt- arvörslukerfi þar sem fólk getur staðið berskjaldað. Það þarf að skoða veitingu at- vinnuleyfa, um að þau tilheyri fólk- inu sjálfu en ekki atvinnurekanda eins og nú er ef viðkomandi starfs- maður kemur utan Evrópusam- bandsríkis. Eins og hér má sjá hef ég ein- ungis nefnt brotabrot af því sem tekið er á í þingsályktunartillög- unni sem nú liggur fyrir Alþingi Ís- lendinga. Ég skora á þá sem áhuga hafa á þessum málaflokki og láta sig þessi mál varða að kynna sér tillöguna. Hún tekur á flestu því sem skoða þarf í þessum málum og aðeins fátt eitt getur komist að í þessum greinarstúf. Samfylkingin situr ekki hjá í þessum málaflokki og saman vinnum við að því mark- miði að gera gott samfélag fyrir alla, líka útlendinga hvaðan sem þeir koma. Stefnumótun í málefnum útlendinga og innflytjenda Guðrún Ögmundsdóttir skrifar um málefni innflytjenda »… markmið heildar-stefnumótunar verð- ur að samræma og tryggja réttindi útlend- inga og innflytjenda sem hingað koma … Guðrún Ögmundsdóttir Höfundur er alþingismaður. Fréttir í tölvupósti Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.